Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Veraldarvefurinn, 31.Oct.2014 Til baka

Afsökunarbréf: Opið bréf frá pabbanum

Afsökunarbréf: Opið bréf frá pabbanum

Ég skulda konum afsökunarbeiðni. Sérstaklega heimavinnandi húsmæðrum.

Ég hélt eins og svo margir aðrir karlmenn að mæður sem væru heima væru ekki að skila sínu og hefðu góðan tíma til að slappa af yfir daginn. Oft nöldraði ég í konunni minni yfir einhverju sem mér fannst illa frágengið eða óklárað þegar ég kom heim úr vinnu. Mér fannst þetta nokkuð þægileg staða fyrir hana, vera bara heima og geta horft á sjónvarpið á daginn.

En mikið ofboðslega skjátlaðist mér.

Í dag vinnur konan mín úti allan daginn en ég er heimavinnandi húsfaðir. Mér fannst þetta góð hugmynd í byrjun, ég fengi svigrúm til að ná aðeins andanum og gæti líka komið betra skikki á heimilið. Fyrsta daginn tók ég mig til dæmis til og endurskipulagði alla skápa og uppröðun í ískápnum. Ég raðaði öllu í ísskápinn þannig að miðarnir sneru fram og forgangsraðaði hverju var raðað fremst o.s.frv. Var mjög ánægður með mig satt best að segja.

En viltu sjá hvernig ísskápurinn minn lítur út í dag?

Svona!

Mér fannst þetta ekkert mál í byrjun. Markmiðið var að halda húsinu hreinu, þvo þvott og vera búinn að elda þegar konan mín kæmi heim.

Mér tókst þetta í um það bil viku.

Sko, feillinn hjá mér var nefnilega sá að ég gerði aldrei ráð fyrir öllum frávikunum sem myndu fylgja í kringum hitt og þetta sem kemur upp í kringum krakkana allan daginn. Til þess að þið áttið ykkur betur á því hvað ég meina, lista ég upp einn dæmigerðan dag.

K.06.00: Laga kaffi, kem syninum í sturtu, geri nesti fyrir hann, fer yfir það hvort heimavinnan hefur verið kláruð og hvort hann hafi burstað tennurnar.

Kl.06.45: Fer með soninn á biðstöðina fyrir skólabílinn.

Kl.07.01: Þegar ég kem heim er 3 ára dóttir mín grenjandi og heimtar flottan morgunmat. Hún vill helst borða morgunmatinn sinn í rúmi og horfa á barnaefni í sjónvarpinu.

07.02: Ég læt eftir henni það sem hún vill fá í morgunmat. Oftast fæ ég knús fyrir, en það getur þó verið happ og glapp.

07.15: Ætla að skella mér í sturtu, en það tekst ekki og þarf að bíða.

Kl.07.30: Eiginkonan fer í vinnuna.

07.30-09: Þetta er svolítið laus tími. Oft hendi ég mér sjálfur upp í rúm til stelpnanna því ef ég geri það ekki, eru þær báðar vaknaðar um 07.30 sem satt best að segja er ekkert sniðugt þegar líður á daginn. Þá verða þær þreyttar og pirraðar og það getur verið þvílíkt drama að halda þeim í lagi fram á kvöld. Mér finnst líka gott að leggjast sjálfum aðeins upp í rúm þótt ég viðurkenni að þetta sé nú ekkert endilega mikil hvíld þessar 15 mínútur sem ég stel mér þarna. Sú sem er vakandi spyr um eitthvað og biður um eitthvað og hin sparkar í mig eða hjúfrar sig þétt að mér.

Kl.09.00: Þjónustuhlutverkið er hafið, enda mætti halda að dætur mínar líti bara á eldhúsið sem ,,Veitingahúsið hans pabba,” þær leggja bara fram pöntun á því sem þær vilja fá að borða og bíða eftir því að fá þjónustu. Þetta er oft svo krefjandi að stundum læt ég það eftir þeim að gefa þeim hreinlega þvílíka óhollustu í morgunmat, bara til að kaupa mér frið frá suðinu um hvað þær vilja.

Kl.09.05: Kíki aðeins í tölvuna mína.

Kl.09.06: Eins og hálfs árs dóttir mín er að borða og klifra á höfðina á mér um leið.

Kl.09.15: Ég bursta mylsnur úr hárinu á mér og mylsurnar hrinja á sófann þar sem ég sat.

Kl.09.17: Bleiuskipti.

Kl.09.20: Sest aftur í sófann.

Kl.09.21: Beðinn um að setja Svamp Sveinsson á (mér er reyndar farið að finnast þeir þættir skemmtilegir líka).

Kl.10.30: Sú yngri er sofnuð, sú eldri leikur sér, með sjónvarpið á og spyr mig að einhverju á um það bil 20 sekúndna fresti.

Kl.10.35: Ég næ loksins að fara í sturtu.

Kl.10.45: Bleiuskipti. Kúkableia í þetta skiptið.

Kl.11-12: Næ að setjast aðeins við tölvuna og klára nokkra hluti fyrir vinnuna mína.

Takið eftir: Nú er komið hádegi og ég er ekki byrjaður að neinu sem heitir að þrífa eða taka til.

Kl.12-12.30: Geri hádegismat fyrir stelpurnar og reyni að taka aðeins til í eldhúsinu á meðan.

Kl.12.30-14: Geng frá í eldhúsinu, hendi í þvottavél, tek til í stofunni og geng frá krakkadóti. Þar er maður mjög heppinn ef maður stígur ekki á eitthvað dót, oft eitthvað sem meiðir mann en framleiðendur telja öruggt dót fyrir börn.

Kl.14-14.30: Klæði stelpurnar svo hægt sé að fara út og labba í biðskýlið þar sem skólabíllinn kemur. Já, þær voru ENN Í NÁTTFÖTUNUM!

Kl.14.30-15: Stelpurnar leika sér við biðskýlið þar til bróðir þeirra kemur með bílnum.

Kl.15-16: Seinni lúrinn hjá þeirri yngri og síðdegislúr fyrir þá eldri. Á meðan fer allt á hvolf í eldhúsinu því sonurinn er að fá sér að borða.

Kl.16-17: Krakkarnir farnir að rífast, reyni að stilla til friðar.

Sonurinn: Pabbi, viltu koma henni út úr herberginu, hún er að taka dótið frá mér.

Eldri dóttirin: Nei.

Sonurinn: Jú víst. Þú rífur allt og ert líka með hávaða.

Ég: Hey, hver er það nú sem er með hávaðann?

Dóttirin kinkar kolli.

Ég: En hvers vegna ertu að reyna að fara í taugarnar á honum?

Dóttirin: Fer að hlæja.

Kl.17-18: Sonurinn lærir, ég næ að taka aðeins til og byrja að elda.

Kl.18: Eiginkonan kemur heim og við borðum kvöldmat. Oft er ég of þreyttur til að fara eitthvað yfir það hvernig dagurinn var, stundum verð ég reyndar svo uppgefinn og pirraður að mér finnst eiginlega betra að borða bara matinn minn í smá næði úti á palli.

Og takið eftir: Þetta er lýsing á góðum degi.

Ég er ekkert búinn að fara yfir það hvernig til dæmis veikindadagur er, eða allt snattið sem þarf að fara í fyrir heimilið og börnin, klessurnar sem ég þarf að þrífa af gólfum, dótið sem ég þarf að týna upp úr vatninu hjá hundinum, þvottinn sem ég þarf að brjóta saman tvisvar því krakkarnir komust í hann, þrifin þegar sú yngri nær að rífa af sér bleiuna og pissa á gólfið, óvæntu böðin sem ég þarf að setja stelpurnar í á miðjum degi því þeim hefur tekist að gera sig ógurlega skítuga með einhverju uppátæki o.s.frv.

Þannig að þið öll sem eruð útivinnandi, viljið þið gjöra svo vel að hugsa tvisvar áður en þið farið að segja eitthvað við makann ykkar sem sér um heimili og börn. 

Til dæmis sagði konan mín við mig um daginn ,,En hvað með kvöldmatinn?” Hún var þá rétt að koma heim úr vinnu og ég var með krökkunum úti í garði því það var svo rosalega gott veður og þau góð að leika sér. Ég svaraði henni því til að við hefðum bara verið að bíða eftir því að hún kæmi heim og ég bara að leyfa krökkunum að leika sér, maturinn væri því ekki til. Og þá svaraði hún ,,Ég skil ekki hvað er með þig...”

Í alvörunni???? Ég hafði þá verið í 12 klukkustundir á fullu með þremur skrímslum allan tíman og ætlaði bara að ná einhverjum nokkrum mínútum í góða veðrinu til að slappa af. Ég meina: Var þetta það fyrsta sem hún þurfti að segja við mig?

Þannig að svona í lokin þá vil ég bara segja það að ég biðst afsökunar á öllu því sem ég mögulega hef sagt eða hugsað um heimavinnandi mæður hingað til, alla brandarana sem ég hef látið flakka eða neikvæðnina gagnvart hlutverkinu. Þetta er ekki auðvelt.

Satt best að segja er þetta algjörlega það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíman gert.

Kveðja,

Heimavinnandi húsfaðirinn.

Höfundur þessa pistils heldur úti bloggsíðunni DaddyFishkins.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira