Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Spyr.is, 22.Jan.2014 Til baka

Jón von Tetzchner stofnar samfélagsmiðilinn Vivaldi.net

Jón von Tetzchner er búinn að opna nýjan samfélagsmiðil sem heitir Vivaldi.net.  Þar geta notendur bloggað, byggt upp vinasamfélag, umræðuþræði, myndaalbúm og netfang

Jón von Tetzchner er búinn að opna nýjan samfélagsmiðil sem heitir Vivaldi.net. Þar geta notendur bloggað, byggt upp vinasamfélag, umræðuþræði, myndaalbúm og netfang

Á frumkvöðlasetrinu Eiðistorgi iðar allt af mannlífi.  Góðar hugmyndir leynast í hverju horni og sköpunargleðin er allsráðandi.  Undir merkjum Innovation House starfa tuttugu fyrirtæki, sem hvert og eitt er að skapa ný störf og ný tækifæri.  Innovation House er í eigu Jóns von Tetzchner, en á hans vegum er einnig verið að standsetja frumkvöðlasetrið Innovation House í Glouchester, sem er rétt fyrir utan Boston í Bandaríkjunum. Jón er staddur á landinu og Spyr.is ákvað að heyra í hverju Jón væri að snúast í þessa dagana.

 

Jón, hvað ertu að gera á landinu núna?

Þessa dagana er ég að heimsækja fyrirtækin á Íslandi sem ég hef fjárfest í og vinna að verkefnum þeim tengdum. 

Eitt þeirra heitir Vivaldi og í kringum það verkefni eru starfsmenn frá nokkrum löndum að hittast.  Það eru þá starfsmenn frá Íslandi, Noregi, Tékklandi og Bandaríkjunum sem eru að vinna saman í smá törn í kringum vivaldi.net.

Hvað er Vivaldi.net?

Vivaldi.net er nýr samfélagsmiðill, ekkert ósvipaður MyOpera.  MyOpera byrjaði í kringum árið 2001 og hefur síðan þá þjónustað notendur Opera vafrans um allan heim.  Í fyrra var það hins vegar boðað að MyOpera myndi loka þann 1. mars á þessu ári.

Fyrir notendahóp MyOpera voru þetta merkileg tíðindi og margir sem hafa ekki vitað hvert þeir ættu þá að færa sig.  Við ákváðum því að stofna samfélagsmiðilinn Vivaldi.net.  Erum að fara af stað með svipuðum hætti og Opera gerði á sínum tíma, þar leggjum við áherslu á ,,word of mouth,” þar sem notendur segja öðrum notendum frá og mæla með vörunni.

Fólk er nú þegar byrjað að nota Vivaldi samfélagsmiðilinn.  Þar getur fólk stofnað sínar síður og netföng, tekið þátt í umræðuþráðum, staðið fyrir bloggi, birt myndir og fleira.  Að þessu leytinu er Vivaldi mjög svipaður því sem flestir Íslendingar þekkja af Facebook.

Þessa dagana erum við að taka við ábendingum og óskum frá notendum og það er góð tilfinning að sjá Vivaldi.net fara svona vel af stað. 

Á forsíðu Vivaldi.net eru skilaboð frá þér til MyOpera notenda.  Er Vivaldi.net fyrst og fremst fyrir þá notendur?

Nei, við bjóðum alla velkomna til Vivaldi.net.  Þótt notendur MyOpera hafi verið uppsprettan að því að Vivaldi.net verkefnið fór af stað, þá er Vivaldi.net fyrir alla. 

Hins vegar tala ég til MyOpera notenda því sá hópur er mér mjög kær.  Ég tel hann hafa skipt sköpum í velgengni Opera og er með skilaboðunum að láta vita að ég geri mér grein fyrir því að þjónusta fyrir þennan hóp hefur breyst mikið.

En Vivaldi.net er líka að mæta þörfum margra annarra.  Í dag er fólk að leita að samfélags- og bloggmiðlum sem ekki eru yfirfullir af auglýsingum eða nýta sér upplýsingar um notendur í markaðsskyni.  Vivaldi.net er að mæta þessum notendum.

En hvernig ætlar Vivaldi.net þá að afla sér tekna?

Við ætlum ekki að fara þessa hefðbundnu auglýsingaleið, þar sem meira að segja upplýsingarnar þínar í tölvupóstum eru notaðar fyrir auglýsingasölu eins og í gmail.  Notendur þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að svæðin þeirra séu uppfull af auglýsingum.

Þetta á eftir að koma betur í ljós en ég hef reyndar ekki miklar áhyggjur af tekjum framtíðarinnar fyrir Vivaldi.net.  Netið er hreinlega afurð sem getur byggt mjög margt upp, án þess að tekjurnar komi frá auglýsingum sem byggja á upplýsingum um notendur.

Fyrir þá sem vilja prófa Vivaldi.net, er einhver munur á þessum samfélagsmiðli og til dæmis Facebook?

Já.  Facebook leggur mikla áherslu á að tengja þig við sem flesta.  Vivaldi.net gerir það ekki.  Þú tengist þeim sem þú vilt og nýtir bloggsíðurnar, myndasíður og netfangið eins og þér hentar best.  Auðvitað getur þú gert allt sem þú þekkir nú þegar frá Facebook, en aðaláherslan er á að þú fáir sem bestu þjónustuna, en ekki að þú tengist sem flestum.

Margir eru líka að skrá sig til að nýta sér netfangaþjónustu Vivaldi.net.  Þetta er því ekki eingöngu samfélagsmiðill og blogg, heldur líka netfangaþjónusta sem hentar vel fyrir til dæmis einkaskilaboð eða tölvufang sem fólk vill hafa aðskilið við vinnunetföng eða fjöldapóstssendingar. 

  Fyrir utan skilaboð frá Jóni til notenda, má sjá að forsíðu Vivaldi.net prýða myndir og kynning um Ísland.  Spyr.is ákvað að spyrja nánar um þetta.

Ísland er kynnt til sögunnar á Vivaldi.net og þar má einnig sjá fallega mynd af norðurljósunum prýða forsíðuna.  Er Vivaldi.net með sérstaka tengingu við Ísland?

Já, við erum að hýsa Vivaldi.net hér og sjáum Ísland sem góðan kost í þeim efnum.  Mikil þörf er á auknu netöryggi og notendur eru orðnir meira meðvitaðir um það, um leið og þeir eru farnir að gera auknar kröfur um sína eigin friðhelgi. 

Netþjónar Vivaldi.net eru á Íslandi og við kynnum Ísland sem jákvæða tengingu samfélagsmiðilsins, hvar sem notendur eru staðsettir sjálfir.

En Vivaldi er líka til sem Vivaldi.com, er eitthvað meira væntanlegt frá Vivaldi?

Jón brosir í kampinn þegar kemur að þessari spurningu og svarar:

Ég get ekkert sagt um það á þessari stundu, svarið er því ,,no comment.”

Vivaldi nafnið er kennt við ítalska óperutónskáldið Antonio Lucio Vivaldi, sem var uppi á sautjándu og upphaf átjándu aldar.  Þú stofnaðir Opera á sínum tíma og nú er það Vivaldi, hvers vegna kennir þú fyrirtækin þín við tónskáld og óperur?

Já auðvitað er þetta einhver leikur með nöfn en ég hef alltaf lagt áherslu á að nöfn geti nýst alls staðar í heiminum.  Það er bæði auðvelt að segja og skrifa Vivaldi, jafnvel auðveldara en Opera, sem margir rugluðust oft á þegar þeir skrifuðu.  Vivaldi nafnið varð fyrst og fremst fyrir valinu vegna þess að það er þjált og auðvelt að nota á alþjóðavísu.

En hvers vegna ætlar Opera að hætta með MyOpera?

Það er önnur hugsun í Opera í dag.  Gamla kjarnastarfssemin er ekki sú sem fyrirtækið er að vaxa á heldur frekar að hún sé að greiða fyrir fjárfestingarnar sem eru að skapa fyrirtækinu vöxt í dag.  Það er þá aðallega vegna kaupa á fyrirtækjum í upplýsingatæknigeiranum og í auglýsingum.  Operavafrinn er ekki eins mikil áhersla og hann var og þar sem MyOpera skilar ekki tekjum, telja stjórnendur fyrirtækisins þá einingu ekki hagstæða.

Í mínum huga var MyOpera hins vegar alltaf hluti af velgengni Opera því samfélagsmiðillinn studdi svo vel við alla aðra starfssemi.  Notendur voru okkur tryggir, létu okkur vita hvað mætti gera betur og sögðu frá okkur víða. 

Áherslurnar eru hins vegar aðrar í dag.  Þekking nýrra stjórnenda hefur í rauninni aldrei verið mikil á vafranum sjálfum eða starfssemi eins og MyOpera. Nýjar áherslur felast meira í öðrum fjárhagslegum liðum, enda er fjármálastjóri fyrirtækisins nú yfir stefnumótun, ólíkt því sem áður var.

Sem dæmi má nefna voru um sjöhundruð og fimmtíu starfsmenn sem unnu hjá Opera þegar ég skildi við.  Ég held að um þrjúhundruð manns hafi misst vinnuna síðan þá, margt af því starfsfólk úr tæknigeiranum.  Þetta stafar af því að Opera er ekki lengur að leggja áherslu á gömlu kjarnastarfssemina eða bestu forritin.

 Tíminn er að hlaupa frá okkur enda í mörgu að snúast.  Áður en Spyr.is missir Jón frá sér verðum við samt að fá að skjóta tveimur aukaspurningum að.

Jón, - þú hefur verið ötull í fjárfestingum á Íslandi síðustu misseri.  Ertu að fjárfesta í fleiri fyrirtækjum?

Nei ég er ekki að leita eftir fleiri fjárfestingum í bili.  Ástæðan er hreinlega sú að ég legg mikla áherslu á að taka virkan þátt í þeim fyrirtækjum sem ég fjárfesti í. Ef þau verða of mörg, þá hætti ég að ná að sinna þeim eins og ég vil gera. 

Ef ég bæti við fleiri fyrirætækjum núna, þá myndi ég hreinlega drukkna.

  Þess skal getið að Jón er annar stærsti hluthafi Spyr.is sem er staðsett á frumkvöðlasetrinu á Eiðistorgi ásamt fyrirtækjunum Vivaldi og Greitt ehf sem Jón á einnig í. Jón hefur líka fjárfest í fyrirtækjunum Oz, Dohop, Smart Media og Arna.  Það síðastnefnda framleiðir laktósfríar mjólkurvörur og er staðsett í Bolungarvík.  

En rétt í lokin Jón, hefur þú þreytt þorrann í ár? 

Já, við héldum reyndar þorrablót hjá Vivaldi síðastliðinn sunnudag.  Það mæltist vel fyrir, bæði íslenski maturinn og  íslenska brennivínið enda er þetta skemmtileg íslensk hefð.  Ég verð samt að viðurkenna að mér líkar betur sá hluti matarins sem ekki er súr.  Er vanur þessu frá því að ég var lítill en finnst þetta alltaf skemmtileg hefð.

Við kveðjum Jón í bili en þess skal getið að Spyr.is er auðvitað strax búið að skrá sig á Vivaldi.net og þar munum við bráðlega fara af stað með umræðuþræði nýrrar Málstofu Spyr.is, sem hefja mun göngu sína á Spyr.is á næstu vikum.

Mynd: Jón von Tetzchner hefur í nægu að snúast þessa dagana. Frumkvöðlasetrið á Eiðistorgi, þar sem þessi mynd er tekin, er nú þegar annar stærsti vinnustaðurinn á Seltjarnanesi.  Verið er að standsetja frumkvöðlasetur Jóns, Innovation House, rétt fyrir utan Boston í Bandaríkjunum.  Þar verður sérstök ,,Íslandsstofa."


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira