Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Samtök fjármálafyrirtækja, 27.May.2013 Til baka

Tryggingafélög teljast ekki fjármálafyrirtæki

Jóna Björk Guðnadóttir

Jóna Björk Guðnadóttir

Svör við spurningum um hvort tryggingafélög eins og TM teljist til fjármálafyrirtækja og reglur um ábyrgðarmenn á skuldabréfum í þeirra eigu. Spyr.is leitaði til Jónu Bjarkar Guðnadóttur, hdl hjá Samtökum fjármálafyrirtækja til að svara spurningum lesenda um skilgreiningu á tryggingafélögum sem fjármálafyrirtæki og eins spurningum um reglur ábyrgðamanna skuldabréfa í þeirra eigu.

Í svörum Jónu Bjarkar kemur m.a. fram að ný lög taka gildi í haust sem munu m.a. leggja auknar kröfur á lánveitendur um vexti og önnur kjör, sem og ýmsar upplýsingar sem ber að veita fyrir samningsgerð.

 

Lesandi spyr:  

Mig langar að vita hvort tryggingafélögin. þ.m.t.  Tryggingamiðstöðin sé talið vera fjármálafyrirtæki? 

Jóna Björk: 

Í daglegu tali eru vátryggingafélög stundum kölluð fjármálafyrirtæki en í skilningi laga eru þau ekki fjármálafyrirtæki. Þau geta þó í ákveðnum tilvikum stundað lánastarfsemi.

Um starfsemi fjármálafyrirtækja gilda lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Í lögunum eru skilgreindar mismunandi tegundir fjármálafyrirtækja og hafa sum þeirra heimild til að stunda lánveitingar svo sem  viðskiptabankar, sparisjóðir og svokölluð lánafyrirtæki . Fjármálafyrirtæki þurfa að hafa starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Í 20. gr. laga um fjármálafyrirtæki eru taldar upp margvíslegar starfsheimildir viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja.

Um starfsemi vátryggingafélaga gilda lög um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010.  Vátryggingafélög þurfa að hafa starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Með vátryggingastarfsemi í lögunum er átt við frumtryggingastarfsemi á sviði skaðatrygginga og persónutrygginga og hvers konar endurtryggingastarfsemi.  Í 13. gr. laganna  er að finna upptalningu á þeirri starfsemi sem  vátryggingafélögum er heimilt að reka sem hliðarstarfsemi þ. á m. eru lánveitingar samkvæmt reglum sem stjórn setur sér og Fjármálaeftirlitið staðfestir.

 

Spurning:  

Gilda sömu reglur hjá tryggingafélögum og almennt gildir um banka vegna starfssemi þeirra í lánaviðskiptum.  Ég spyr til dæmis um reglur ábyrgðarmanna á skuldabréfum í þeirra eigu, gilda sömu reglur um ábyrgðarmenn lána hjá tryggingarfélögum og gilda hjá bönkunum?

Jóna Björk: Mismunandi lánveitendur starfa ekki alltaf á grundvelli sömu laga og hafa því mismunandi lagaramma til að starfa eftir.

Þannig starfa fjármálafyrirtæki eftir lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, vátryggingafélög eftir lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 56/2010, Íbúðalánasjóður eftir lögum um Íbúðalánasjóð, nr. 44/1998 og lífeyrissjóðir eftir lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.

En þrátt fyrir þetta gilda að mörgu leyti sömu reglur um lánastarfsemi aðila sem veita einstaklingum lán í atvinnuskyni. Sem dæmi má nefna að þessir lánveitendur eru bundnir af sömu lögum í tengslum við lánveitingar sínar svo sem  lögum um ábyrgðamenn, innheimtulögum og lögum um neytendalán.

Öllum þessum lagabálkum er ætlað að setja reglur um lánveitingar til hagsbóta fyrir lánþega. Þannig setja lög um ábyrgðarmenn, nr. 32/2009, reglur um  ábyrgðir einstaklinga og er þeim ætlað að draga úr vægi ábyrgða og að stuðla að því að lánveitingar verði miðaðar við greiðslugetu lántaka og hans eigin tryggingar. (Hafa þarf í huga að lögin taka til lánveitinga sem stofnað er til eftir gildistöku laganna.)

Innheimtulög, nr. 95/2008,  setja meginreglur um innheimtu til hagsbóta fyrir neytendur, m.a. innihalda þau ákvæði um góða innheimtuhætti og er ætlað að draga úr kostnaði skuldara vegna innheimtuaðgerða á frumstigi. Núgildandi lög um neytendalán, nr. 121/1994, taka til allra lánveitinga í atvinnuskyni og leggja ýmsar skyldur á lánveitendur um upplýsingagjöf til lántaka o.fl.

Þann 1. september n.k. munu taka gildi ný lög um neytendalán, nr. 33/2013, sem munu leggja auknar skyldur á herðar lánveitenda.

Markmið laganna er að auka neytendavernd og tryggja samræmt lagaumhverfi við veitingu neytendalána, auk þess að stuðla að aukinni neytendavitund um lánskjör og gera neytendum hægara um vik að bera saman ólíka lánssamninga.

Kröfur um upplýsingaskyldu lánveitanda eru fyllri í nýju lögunum en verið hefur. Gerð er krafa um ítarlegar upplýsingar í auglýsingum þar sem fjallað er um vexti eða önnur kjör vegna láns og gerðar eru kröfur um vissar upplýsingar sem ber að veita fyrir samningsgerð.

Þar sem að lagaumhverfi sem mismunandi lánveitendur starfa eftir er ekki að öllu leyti samræmt og að lánveitendur hafa mismunandi starfsheimildir samkvæmt lögum má gera ráð fyrir því að einhver munur sé á því hvað mismunandi lánveitendur telja sér heimilt eða skylt að gera í tengslum við lánveitingar, hvort sem um er að ræða við lánveitinguna sjálfa eða síðar á lánstímanum ef greiðsluerfiðleikar koma upp.

Einnig þarf að hafa í huga að aðild einstakra lánveitenda að einstökum samningum kann að leiða til þess að mismunandi reglur gildi um lánveitingar þeirra og veitingu greiðsluerfiðleikaúrræða. Sem dæmi um slíkt má nefna að á árinu 1998 gerðu Samtök banka- og verðbréfafyrirtækja, Samband sparisjóða, einstök fjármálafyrirtæki sem ekki voru aðilar að framangreindum samtökum fyrirtækja, Neytendasamtökin og viðskiptaráðherra af hálfu stjórnvalda með sér samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga sem ætlað var að draga úr vægi ábyrgða einstaklinga við lánveitingar. 

Þetta samkomulag var gert fyrir gildistöku laga um ábyrgðarmenn og ekki voru allir lánveitendur aðilar að  þessu samkomulagi. Samkomulagið var endurnýjað á árinu 2001. Þessi samkomulög geta átt við lánveitingar sem stofnað var til á gildistíma þessara samkomulaga og fyrir gildistöku laga um ábyrgðarmenn.

 

Það er því mikilvægt við mat á gildi ábyrgða að skoða hvenær stofnað var til ábyrgðarinnar.

Hafi stofnast til ábyrgðar á tímabilinu 1. maí 1998 til 31. október 2001 gildir samkomulag um notkun sjálfskuldarábyrgða frá 1. maí 1998.

Hafi stofnast til ábyrgðar á tímabilinu 1. nóvember 2001 til 3. apríl 2009 gildir samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1.nóvember 2001.

Hafi stofnast til ábyrgðar eftir 3. apríl 2009 gilda lög nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn.

Sambærileg dæmi má nefna um ýmis greiðsluerfiðleikaúrræði sem einstakir lánveitendur gerðust aðilar að á árunum eftir efnahagshrunið. Þannig má nefna samkomulag um svokallaða 110% leið sem sem stjórnvöld og lánveitendur á íbúðalánamarkaði gerðu með sér í janúar 2011 en þar var kveðið á um niðurfærslu veðskulda sem voru umfram 110% af verðmæti fasteignar, að gefnum ákveðnum skilyrðum.

Einstakir lánveitendur sem stóðu að samkomulaginu töldu sig ekki hafa sömu heimildir til niðurfærslu skulda og var útfærsla niðurfellingarinnar því ekki að öllu leyti sú sama hjá mismunandi lánveitendum.

Bestu kveðjur, Jóna Björk.

 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira