Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Geislavarnir ríkisins, 29.Mar.2016 Til baka

Er skaðlegt að hafa ljósleiðarabox í svefnherbergi?

Er skaðlegt að hafa ljósleiðarabox í svefnherbergi?

Síðustu árin hefur nokkuð verið um það deilt, hvort hætta stafi af þráðlausum samskiptabúnaði, til dæmis hvort það sé hætta á krabbameinum eða öðrum langvinnum sjúkdómum. Þannig hefur fólk bæði getað lesið greinar sem staðhæfa að hættan sé til staðar, sem og upplýsingar sem segja að svo sé ekki. Þá eru mismunandi reglur í gildi á mismunandi svæðum. Til að mynda samþykkti franska þingið árið 2015, lög sem banna þráðlaust net í leikskólum og takmarka það mjög í grunnskólum. Spyr.is hafði samband við Geislavarnir ríkisins til að spyrjast fyrir um hvort hætta gæti stafað af því að hafa ljósleiðarabox, eða ,,router,” í svefnherbergi. Í svari Geislavarna er vísað til yfirlýsingar norrænna geislavarnarstofnana, sem Geislavarnir Ríkisins styðjast við hér. Þar segir að ekki hafi verið sýnt fram á skaðleg heilsufarsáhrif frá rafsegulgeislun við þráðlaus samskipti og sagt að hópar sérfræðinga fari reglulega yfir greinar sem birtist í vísindaritum, til að meta hvort þær innifeli nýjar vísbendingar um hættu. Lesa má yfirlýsinguna hér að neðan, en miðað við þessi svör Geislavarna er unnið með það hér á landi að hætta skapist ekki af fjarskiptabúnaði eins og ljósleiðaraboxi. Gera má ráð fyrir að fyrirspyrjandi geti þó fundið greinar sem staðhæfi annað.

Lesandi spyr:

Mig langar að forvitnast með það, hvort það sé skaðlegt að nota þráðlausan búnað og eins hvort það geti verið skaðlegt að hafa router eða ljósleiðarabox inn í svefnherbergi ? Og eins hvort miklir verkir og ofsaþreyta geti hrjáð mann ef svona hlutir eru inn á heimilinu ?    
 
Spyr.is leitaði til Geislavarna ríkisins og fyrir þeirra hönd svaraði Linda Einarsdóttir, fjármálafulltrúi.
 
Linda:
Meðfylgjandi er yfirlýsing norrænna geislavarnastofnana sem gefin var út 17. desember 2013,   þar sem fram kemur að ekki  hafi verið sýnt fram á skaðleg heilsufarsáhrif frá rafsegulgeislun við þráðlaus samskipti sem eru fyrir neðan þau viðmiðunarmörk sem tekin hafa verið upp á norðurlöndum. Þessi yfirlýsing ætti að svara þínum spurningum
 

Yfirlýsing sú er vísað er til, er svohljóðandi:

,,17. desember 2013

Yfirlýsing norrænna geislavarnastofnana
um geislun frá farsímum, sendum og þráðlausum netum

Frá því um 1990 hefur notkun farsíma farið sívaxandi og þráðlaus samskipti eru nú hluti af daglegu lífi flestra íbúa Norðurlanda. Þráðlaus samskiptatækni er notuð til að flytja símtöl og textaskilaboð en einnig til að senda margvísleg gögn.

Yfirlýsing

Samanteknar niðurstöður rannsókna sem birst hafa í vísindaritum til þessa sýna ekki skaðleg heilsufarsáhrif frá rafsegulgeislun við þráðlaus samskipti undir sem eru að styrk fyrir neðan þau viðmiðunarmörkum sem tekin hafa verið upp á Norðurlöndum. Hinsvegar eru faraldsfræðilegar rannsóknir á langtímaáhrifum vegna farsímanotkunar enn takmarkaðar, sérstaklega rannsóknir á börnum og unglingum.

Til eru nokkrar leiðir til að minnka geislun frá farsímum. Þar á meðal er notkun á handfrjálsum búnaði eða hátalara á meðan talað er. Geislunin er minni á svæðum þar sem samband við senda er gott. Þá er geislun við notkun textaskilaboða (SMS) er lítil.

Þar sem geislun frá fjarskiptasendum og frá þráðlausum staðarnetum í umhverfi almennings, þar á meðal í umhverfi barna, er langt neðan viðmiðunarmarka, er engin þörf á að takmarka sendistyrkinn frekar.

Nokkrir áratugir munu líða áður en niðurstöður rannsókna á tengslum langvarandi heilsufarsvandamála og ævilangrar notkunar farsíma liggja fyrir. Í ljósi þess hve farsímanotkun er almenn skiptir miklu að fylgjast með öllum hugsanlegum áhrifum hennar á lýðheilsu. Þess vegna munu norrænar geislavarnastofnanir halda áfram að fylgjast náið með rannsóknum á þessu sviði.

Bakgrunnur

Viðmiðunarmörk

Viðmiðunarmörk vegna geislunar frá þráðlausum samskiptum á Norðurlöndum, þar á meðal farsímum, farsímamöstrum og þráðlausum staðarnetum byggja á samþykkt Evrópuráðsins (1999/519/EC), en hún byggir á viðmiðunarreglum Alþjóðaráðs um geislavarnir vegna ójónandi geislunar (ICNIRP).

Geislun frá farsímum

Hópar sérfræðinga, bæði frá einstökum löndum og alþjóðlegir, hafa reglulega farið yfir greinar sem birst hafa í vísindaritum til að meta hvort komið hafi fram vísbendingar um hættu á krabbameinum eða öðrum langvinnum sjúkdómum vegna geislunar við þráðlaus samskipti.

Í maí 2011 birti hópur sérfræðinga á vegum Alþjóðakrabbameinsstofnunarinnar (IARC), sem er hluti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), niðurstöðu sína og ákvað að flokka geislun eins og notuð er við þráðlaus samskipti (rafsegulsvið á fjarskiptatíðnum) sem hugsanlega krabbameinsvaldandi í mönnum. Þessi flokkun var aðallega byggð á niðurstöðum nokkurra faraldsfræðilegra rannsókna sem gáfu til kynna aukna hættu á krabbameinum í heila meðal fullorðinna farsímanotenda.

Síðan 2011 hafa verið birtar niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna á notkun farsíma og hættu á heilaæxlum og öðrum æxlum í höfði. Í heildina sýna þær ekki að farsímanotkun auki áhættu á æxlum hjá notendum. Enn er ekki til mikið af gögnum um notkun farsíma í lengri tíma en 13-15 ár og því of snemmt að draga afdráttarlausar ályktanir um hættu á heilaæxlum hjá börnum og unglingum en séu fyrirliggjandi vísindagreinar og rit tekin saman þá sýna þau ekki aukna hættu.

Nýjar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa einnig beinst að öðrum áhrifum á heilsu en myndun krabbameina. Einhver slík áhrif hafa komið fram en takmarkanir á aðferðarfræði rannsóknanna koma í veg fyrir að hægt sé að draga afdráttarlausar ályktanir um orsakatengsl. Rannsóknir um tiltekin áhrif eru einnig fáar og því ekki hægt að staðfesta niðurstöðurnar.

Geislun frá sendimöstrum og þráðlausum staðarnetum

Hnattræn þráðlaus samskipti byggja á víðfeðmu neti senda og móttakara sem nota geislun á fjarskiptatíðnum. Þráðlaus staðarnet (WLAN, Wi-Fi) nota hana einnig. Nýlegar kannanir hafa sýnt að þrátt fyrir mikla aukningu á notkun þráðlausra samskipta hefur slík geislun á svæðum ætluðum almenningi utandyra, sem og innanhúss í skólum, skrifstofum og hýbýlum fólks haldist langt fyrir neðan viðmiðunarmörk."

Tilvísanir í heimildir má sjá HÉR

Er svarið þitt rætt í sjónvarpinu? Fylgstu með Spyrþættinum ,,Ég bara spyr" á Hringbraut á miðvikudagskvöldum kl.21.30 og kl.23.30. Þátturinn er endursýndur á Hringbraut um helgar. Þá eru fasteignamálin einnig rædd í þættinum Afsal, sem sýndur er á Hringbraut á fimmtudagskvöldum kl.21.00. Báðir þættir eru í umsjón Rakelar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Spyr.is.
 

 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira