Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Persónuvernd, 26.Sep.2016 Til baka

Er lögreglu heimilt að lofa nafnleynd?

Er lögreglu heimilt að lofa nafnleynd?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lögreglu væri heimilt að lofa þeim, sem kemur með ábendingu um brot, trúnað eða nafnleynd. Í svari Persónuverndar segir að um lögreglu gilda að mörgu leyti sérstakar reglur, sem veita henni aðra réttarstöðu heldur en stjórnvöldum almennt. Sjá nánar í svari.

 

Lesandi spyr:

Er lögreglu almennt heimilt að lofa þeim, sem kemur með ábendingu um brot, trúnaði og nafnleynd?   

Fyrir hönd Persónuverndar svaraði Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs.

Þórður:

Þegar unnið er með persónuupplýsingar gildir sú meginregla að hinn skráði eigi rétt á vitneskju um vinnsluna, sbr. 18. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þ. á m. um hvaðan upplýsingar um hann koma, sbr. 4. tölul. 1. mgr. þeirrar greinar. Þetta ákvæði getur mælt gegn loforði um að ekki verði gefið upp nafn þess sem veitir upplýsingar, enda hefði það jafnframt í för með sér skerðingu á umræddum rétti hins skráða. Á þeim grundvelli hefur Persónuvernd meðal annars fjallað um það þegar stjórnvöld veita sérstaklega kost á nafnlausum ábendingum um meint lögbrot og talið að slíkt verklag beri ekki að viðhafa (sjá hér:  Hefur í því sambandi einnig verið litið til 19. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, en þar kemur fram að hver sá sem tilkynnir til barnaverndarnefndar skuli segja á sér deili. Ef tilkynnandi óski hins vegar nafnleyndar gagnvart öðum en nefndinni skuli það virt nema sérstakar ástæður mæli gegn því. Hefur Persónuvernd talið þetta ákvæði vera til marks um þá afstöðu löggjafans að vafasamt geti verið, í ljósi sjónarmiða um gagnsæja málsmeðferð, að stjórnvöld veiti sérstaklega kost á nafnlausum ábendingum um meint lögbrot. Í því sambandi hefur stofnunin bent á að í athugasemdum við umrætt ákvæði í því frumvarpi, sem varð að barnaverndarlögum, kemur fram að ítarlegt hagsmunamat liggur að baki því. 

Um lögreglu gilda að mörgu leyti sérstakar reglur sem veita henni aðra réttarstöðu heldur en stjórnvöldum almennt. Birtist það meðal annars í því að samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 77/2000 gilda ýmis ákvæði þeirra laga ekki um lögreglu. Má þar nefna fyrrgreint ákvæði 18. gr. laganna um rétt hins skráða til vitneskju um vinnslu persónuupplýsinga um sig. Í 7. gr. sérstakrar reglugerðar, nr. 322/2001, um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu, settri með heimild í meðal annars 3. mgr. 45. gr. laga nr. 77/2000, er þó mælt fyrir um slíkan rétt hins skráða. Rétturinn samkvæmt reglugerðinni er hins vegar þrengri en rétturinn samkvæmt lögunum og mælir reglugerðin meðal annars ekki fyrir um rétt hins skráða til vitneskju um hvaðan upplýsingar um hann koma. Meðal annars í ljósi þess gæti reynt á ýmis sérsjónarmið við úrlausn um lögmæti umræddra ábendinga hjá lögreglu. Þau geta meðal annars lotið að því hversu víðtækar heimildir lögregla hefur til rannsóknar sakamála og gætu ýmist mælt með eða gegn því að lögregla megi afla sér upplýsinga með umræddum hætti. Ekki liggur fyrir niðurstaða frá Persónuvernd þar sem tekin er afstaða til slíkra sérsjónarmiða um lögreglu. Hins vegar skal bent á að samkvæmt 54. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sú skylda á lögreglu við rannsókn mála að finna sjónarvotta og aðra sem ætla má að borið geti vitni. Þá er í 116. gr. sömu laga mælt fyrir um skyldu manna til að gefa vitnisburð fyrir dómi, en eins og mælt er fyrir um í 1. mgr. 122. gr. laganna lætur dómari vitni gera grein fyrir nafni sínu, kennitölu og heimili. Verður að telja ljóst að þessi ákvæði laga nr. 88/2008 takmarki að einhverju leyti það svigrúm sem lögregla kann að hafa til að lofa þeim trúnaði og nafnleynd sem koma með ábendingar um brot. 

Jafnframt skal hins vegar bent á að samkvæmt 8. mgr. 122. gr. laga nr. 88/2008 getur dómari, ef þess er krafist, ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri ekki í heyranda hljóði grein fyrir nafni sínu, kennitölu og heimili eða segi á sér deili að öðru leyti ef dómari telur að lífi, heilbrigði eða frelsi vitnisins ellegar náinna vandamanna þess yrði stefnt í hættu ef það væri gert uppskátt hvert það er. Skuli dómari ekki fallast á kröfu um nafnleynd vitnis nema brýna nauðsyn beri til og ekki sé ástæða til að telja að hún geti spillt fyrir vörn ákærða svo að máli skipti. Í því tilviki skuli dómara greint skriflega og í trúnaði frá nafni vitnis og öðrum atriðum, sem leynt skulu fara, en gögn með þeim upplýsingum skuli síðan varðveitt þannig að tryggt sé að aðrir fái ekki aðgang að þeim. Sé máli skotið til Hæstaréttar skuli þessar upplýsingar á sama hátt fylgja því. 

Að auki skal bent bent á að samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008 getur dómari gert undantekningu frá þeirri meginreglu að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði. Eins og fram kemur í 2. mgr. 11. gr. laganna er óheimilt að skýra frá því sem í slíku lokuðu þinghaldi gerist án leyfis dómara. Þá segir að þótt þinghald sé háð í heyranda hljóði geti dómari bannað að skýrt verði frá því sem gerist þar ef ætla má að frásögn geti leitt til sakarspjalla eða valdið vandamönnum sakbornings, brotaþola eða öðrum sem ekki eru fyrir sökum hafðir þjáningum eða verulegum óþægindum. Ákvörðun um slíkt bann megi vera tímabundin. 

 

 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira