Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Senda inn spurningu Svör frá lögfræðingum, 14.Aug.2015 Til baka

Sendu spurningu til lögfræðingsins

Frá vinstri: Reynir Karlsson, hæstaréttalögmaður, Helga Reynisdóttir lögfræðingur og Halldór Þorsteinsson lögfræðingur

Frá vinstri: Reynir Karlsson, hæstaréttalögmaður, Helga Reynisdóttir lögfræðingur og Halldór Þorsteinsson lögfræðingur

Sjáðu spurningarnar og kynntu þér leiðbeiningarnar fyrir nýjar spurningar:  Ekki er hægt að svara einstökum málum, heldur eru svör ætluð þannig að þau nýtist sem flestum. Til að senda fyrirspurn, smellið á SENDA SPURNINGU efst á vefsíðu en reglulega, mun Spyr.is óska eftir því að lögfræðingur velji úr innsendum erindum. Athugið: Ekki er hægt að tryggja að öllum fyrirspurnum sé svarað, en lögmenn velja úr fyrirspurnum. Til að auka líkur á að fá svar, er því gott að hafa fyrirspurnina almennt orðað og ekki of ítarlega um einstakt mál.

16.Dec.2016

Þessi fyrirspurn ásamt fleirum verður tekin fyrir á Hringbraut fljótlega eftir áramótin. Heimili og bíll hjóna eru skráð á konuna. Þau gera með sér kaupmála þar sem réttur eignarhlutur hvors um sig kemur skýrt fram og konan á mun stærri hlut en hann í eignunum. Ef maðurinn deyr, telst hann samt eiga 50% í heimili og bíl þar sem þau eru gift sem skiptast þá á milli konu og barna eða getur kaupmáli eða það að eignir séu skráðar á konuna komið í veg fyrir að hann teljist eiga 50% sem er ekki reyndin?​

14.Nov.2016

Ef einstaklingur sem lést lætur eftir sig börn og barnabörn en ekki hefur verið gerð erfðaskrá, eiga þá barnabörnin einhvern rétt á arfi? Fyrirspurn hefur verið send.

25.Oct.2016

Eftirfarandi fyrirspurn er of sérhæfð fyrir skriflegt svar en verður tekin fyrir í sérstökum þætti um erfðamál, Ég bara spyr á Hringbraut eftir næstu áramót Spurningin: Hæ Mig langar svo mikið að vita. Eins og út frá sjálfri mér, lést annað foreldrið og hitt situr í óskiptu búi. Það kemur í ljós að sú sem situr í óskiptu búi er ekki skráð á sameiginlegt íbúðarlán foreldra minna.(En auðvitað héldu þau það). Þ.a.l. hefur hún ekki fengið senda neina greiðsluseðla, né fengið vaxtabætur, osfrv. Mig langar bara að vita hver staða móður minnar er, núna er hún komin í rosa vanskil út af íbúðaláninu og á að fara að selja ofan af henni. En það var birt fyrir henni á heimili þar sem hún býr í dag og hefur búið frá því að faðir minn dó. Þannig ég er bara að pæla hver er réttur hennar, henni er bara sagt þú ert ekki skráð á lánið og greiðsluseðlar fóru á fyrrverandi heimilisfang mannsins þíns. Hefði alveg eins verið hægt að senda greiðsluseðla upp í kirkjugarð. Þannig að mér leikur forvitni á hvernig svona gengur fyrir sig, á dánarbúið að tilkynna sig sem eigendur fyrir bankanum eða er bankinn ekki að gera eitthvað ótrúlega rangt?

24.Oct.2016

Hjónaband án kaupmála. Eru allir bankareikningar sameign hjóna? Bankareikningur er stofnaður og skráður á hjón upphaflega. Annað nafnið, sjálfgefið hjá banka eða aðilanum sem fer í bankann, stofnandi væntanlega og hinn aðilinn maki skráður upphaflega með fullan aðgang enda stofnað sem sameign hjóna. Getur makinn eða hefur hann rétt til, sá sem skráður er "stofnandi hjá banka/ eða annað" einhliða lokað aðgangi á hinn makann? Haft þá full yfirráð og stjórn á sameiginlegum fjármálum á þeim reikningi án þess að hinn makinn hafi nokkurn rétt á, eða kröfur á yfirsýn, stjórnun eða upplýsingum um þann reikning? Ekki er unnt að senda þessa fyrirspurn í vinnslu því hún sé of sérhæfð, en hún verði tekin fyrir í þætti um hjónaskilnaði eftir áramót í þættinum Ég bara spyr á Hringbraut.

18.Oct.2016

Hjón sem er hafa verið með skilnaðarmál til meðferðar hjá sýslumanni og lögfræðingum þeirra í meira en 2 ár þar sem deilur eru um eignskipti. Annar aðilinn ákveður að gera tilboð í íbúð núna, taka með því nýtt lán, en ekkert af peningum frá búinu. Spurningin er getur hann keypt sér íbúð og ef íbúðin verður svo skráð á hans nafn, á þá fyrrverandi maki sem er samt enn þá skráð maki. gert tilkall til þeirrar íbúðar? Það er ef hann kaupir íbúð, á hún sjálkrafa helminginn bara af því þau eru ekki lögskilin. Fyrirspurnin verður ekki tekin til meðferðar núna en notuð í þátt um hjónaskilnaði í Ég bara spyr á Hringbraut eftir áramót.

12.Oct.2016

Ef ekki liggja fyrir kaupmálar í hjónabandi, eru tekjur maka séreign eða sameign hjóna? er bankareikningur eða inneign á bankareikningi séreign eða sameign hjóna? Fyrirspurnin verður tekin fyrir í þættinum ,, Ég bara spyr“ sem sýndur verður á Hringbraut eftir áramót.

12.Oct.2016

Er viðbótarlífeyrissparnaður / séreignarsparnaður, einkalífeyrissjóður? Er viðbótarlífeyrissparnaður / séreignarsparnaður séreign eða sameign hjóna? Fyrirspurnin verður tekin fyrir í þættinum ,, Ég bara spyr“ sem sýndur verður á Hringbraut eftir áramót.

12.Oct.2016

Ef maki sem er og gerist sekur um hjúskaparbrot t.d. framhjáhald í hjónabandi, velur að ganga fyrirvaralaust og sjálfviljugur út af heimili sínu og hjónabandi (lögheimili og sameignlegu húsnæði hjóna) ákveður að taka á leigu annað húsnæði, (íbúð, greiðir aukalega húsaleigu og annan kostnað) án samráðs við maka sem áfram situr (í áfalli) og sér um heimilið. Er makinn sem eftir situr á heimilinu, með fjölskyldu, ábyrgur fyrir greiðslum eða skyldugur til að taka þátt í greiðslum og óvæntum auknum útgjöldum, kostnaði vegna húsaleigu ofl. sem til fellur, óvænt og fyrirvaralaust því makinn valdi sjálfviljugur að yfirgefa heimili sitt og ábyrgð? Fyrirspurnin verður tekin fyrir í þættinum ,, Ég bara spyr“ sem sýndur verður á Hringbraut eftir áramót.

02.Sep.2016

Hæ Amma mín átti 3 börn. Tvö þeirra eru enn á lífi en móðir mín sem var þriðja barn hennar er látin. Hvernig er varðandi erfðarmál þegar amma mín fellur frá? Rennur arfurinn einungis til eftirlifandi barna hennar eða rennur hann einnig til mín og ef svo er, skiptist það jafnt?

15.Aug.2016

Ath: Þessi fyrirspurn verður tekin fyrir í þættinum Ég bara spyr á Hringbraut, en þar er í undirbúningi þáttasería þar sem flókin fjölskyldumál eru tekin fyrir. Sýningartími liggur ekki fyrir. Spurningin: Foreldrar eru með sameiginlegt forræði yfir börnum. Gerður hefur verið samningur um umgengni hjá Sýslumanni. Foreldri, þar sem börnin eru með lögheimili, getur verið sektað ef það afhendir ekki hinu foreldrinu börnin skv.samningum. En foreldri sem ekki með lögheimili barnanna getur ekki verið sektað ef það neitar að taka börnin og brýtur þar með samninga. Afhverju er þetta svona? Afhverju er bara hægt að sekta foreldrið sem er með lögheimili barnanna en ekki foreldrið sem er ekki með lögheimili en neitar að standa við samninga og neitar að taka börnin? Er engin leið að sekta foreldrið sem ekki er með lögheimili barnanna til að reyna fá viðkomandi til að standa við samninga sem hafa verið gerðir hjá Sýslumanni?


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira