Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Senda inn spurningu Draumráðningar Hrannar, 08.Nov.2015 Til baka

Draumráðningar: Hrönn fer yfir þessa drauma

Hrönn Friðriksdóttir

Hrönn Friðriksdóttir

Nýjustu draumráðningar Hrannar fyrir lesendur, getur þú séð í heild sinni með því að smella HÉR. Meðfylgjandi eru hins vegar draumar sem enn hafa ekki verið afgreiddir, en tekið skal fram að Hrönn velur úr þá drauma sem sendir eru inn. Oftast eru draumráðningar á hennar vegum margar í hverri viku, en mikilvægt er að fylgja eftir leiðbeiningum Hrannar um hvernig best er að skrá niður drauminn. Þar skiptir miklu máli að sem flest komi fram. 

 

Leiðbeiningar Hrannar:  Um drauma.

Það getur hjálpað okkur mikið í lífinu að geta lesið í drauma okkar. Við þurfum að læra að túlka þá því fáum dreymir berdreymni. Ef við erum undir álagi eða stress mikið getur okkur dreymt erfiða og hraða drauma sem eru endemis vitleysa, ekki hægt taka mikið mark á þeim.

Atburðarrás í draumi skiptir miklu máli til að vel sé hægt að lesa úr þeim, eins geta smáatriði skipt máli. Það er því nauðsynlegt að skrifa drauminn eins nákvæmnlega niður eins og þið munið þá og best er að skrifa þá strax niður, þegar þeir eru ferskir í minni.

Gott að hafa bók eða blað við rúmið. Hver og einn þarf að læra að lesa úr sínum draumatáknum, sami hluturinn getur þýtt mismunandi. Ég ætla að gefa dæmi: nafnið Guðrún er talið gott í draumi en ein sem ég þekki segir að ef henni dreymi konu sem heitir Guðrún veit hún að það boði erfiðleika fyrir sig. Það skiptir því máli að skrifa draumana niður og læra að lesa í táknin.

Hrönn Friðriksdóttir

Spámiðill

Tímapantanir:  spamidill@spamidill.com

11.Feb.2017

Sæl Hrönn, Mig dreymdi að ég og vinkona mín vorum að fara á svona kynningu eða ráðstefnu. Erum hér staddar í anddyri á hóteli. Fljótt átta ég mig á því að ég væri í engum nærbuxum og buxum, náði að komast í buxur einhvern veginn. Var samt pirruð að finna ekki mínar eigin buxur, skildi ekkert í því hvernig þær gátu gufað svona upp. Lét þó nærbuxnaleysið ekki angra mig þegar svona var komið, var þó í buxum. Á sama tíma meðan ég leita að buxunum er ég að svipast um eftir vinkonu minni. Ég finn hana í herbergi baka til og það er skjannahvítt herbergi og mjög bjart þar inni. Herbergið var ekkert svo stórt samt. Það voru fleiri þarna inni að bíða eftir að fá að skoða eitthvað eða slíkt. Ég læta hana vita af mér og segist ná henni aftur á eftir. Hún virtist spennt að bíða og sjá það sem hún var að bíða eftir. Ég ætlaði að reyna halda áfram að finna buxurnar mínar. En ég gafst fljótt upp minnir mig, anddyrið í hótelinu var einfalt en stórt, en samt mun dimmra en herbergið aftan til, mest svona hugguleg kvöldstemming. Man svo ekki meira, man bara að ég gafst upp á þessu og ætlaði bara halda áfram og finna vinkonu mín aftur.

11.Feb.2017

Takk fyrirfram. Mig dreymdi að ég væri í vinnu sem ég var búin að vera í, í tæpt ár (er ekki í þessari vinnu). Ég var kölluð á teppið til yfirmanns ásamt örðrum starfsmanni. Ég fann það á mér að ég yrði rekin. Fór ég inn til yfirmannsins á undan hinum starfsmanninum. Yfirmaðurinn var með einhvern formála á máli sínum. Ég vildi bara að hann kæmi sér að efninu strax og segði mér upp. Ég hafði líka hugsað mér að ganga tafarlaust út af vinnustaðnum þegar mér var tilkynnt að ég ætti að tala við yfirmanninn. Annan draum dreymdi mig. Mér fannst minn fyrrverandi hafa fundið lúxusíbúð til leigu og ætlaði dóttir okkar að búa hjá honum (í vöku er hún í farsælli sambúð). Þessi íbúð reyndist svo ekki nógu hagstæð, hann setti hana á bið og hélt áfram að leita að íbúð handa þeim tveimur. Ég furðaði mig á því að hann skildi vera með þessi plön, því hann eins og dóttirin er líka í sambandi sem varla telst lengur fjarbúð, því hann er öllum stundum heima hjá kærustunni.

06.Feb.2017

Mig dreymdi að ég var að fara i sturtu og ætlaði að raka á mér fótleggina en þegar mér var litið niður á fæturna var lítið slétt svart hár á vinstri fæti en á hægri fæti var sítt slétt mikið svart hár sem ég gat ekki rakað en ég hugsaði um að klippa það en náði aldrei að gera það svo vaknaði ég af draumnum

02.Feb.2017

Þessi draumur er ekki mjög skýr, en mér leið vel í draumnum. Mig dreymdi vinkonu mína sem dó fyrir meira en ári. Við nutum þess að hittast og höfðum ágætan tíma til að skrafa. Það var gaman hjá okkur og við kjöftuðum mikið. Ekki man ég hvað við töluðum um, en það kom mér á óvart að hún skildi ekki minnast á það hvað ég hefði grennst mikið. Ég spurði hana ekki hvort hún tæki eftir því. Hún hafði stundum orð á því í lifanda lífi að ég yrði nú sætari ef ég myndi létta mig, en í dag er ég komin í kjörþyngd.

31.Jan.2017

Sæl mig dreymdi þennan draum í nótt: Ég var stödd á heimili mágs míns og ég var að leita að einhverju. Fer inn í eldhús og þar er allt í óreiðu, ég fer að taka til og er að steinhissa yfir draslinu. Jóhanna kemur og segir að svona er þetta bara. Fleiri koma og ég útdeili verkefni á fólk sem gengur hægt en svo er eldhúsið orðið næstum því fínt. Ég fer fram til fólksins, þar er sykur á borðum og fleira sóðalegt. Engin virðist kippa sér upp við þennan sóðaskap þótt ég sé að býsnast yfir honum. Svo vaknaði ég.

29.Jan.2017

Mig dreymdi að ég hefði eignast apa sem heimilisdýr og var ánægð með það, sérstaklega vegna Þess hvað hann var lítill - og því neyslugrannur. Ég vissi ekki hvernig í fékk hann. Hann líktist simpansa apa,en var bara á stærð við mús. Hann var gefandi og skemmtilegur. Hann át grænmeti, en var líka hrææta sem mér líkaði ekki því þá þyrfti ég líklega að gefa honum blóðugt kjöt. Ég pældi líka í því að hann væri ólöglegur í landinu sem væri neikvætt á allan hátt t.d. væri erfitt fyrir mig að finna út hvað hentaði dýrinu varðandi fóður og heilsuvernd. Ég var því ekki eins ánægð með dýrið eins ég var í upphafi draumsins.

25.Jan.2017

Ég er að kynnast manni sem á tvær fyrrverandi eiginkonur. Ég hef aldrei hitt þær. Í drauminum eru þær staddar heima hjá föður mínum sem er látinn og fv. eiginmaður þeirra situr í eldhúsinu að spjalla við föður minn. Í drauminum vilja þær setja fyrir mig prófraun og draga mig niður að tjörn og segja mér að henda mér ofan í vök og koma mér upp úr henni aftur. Í drauminum stóðst ég prófið, fór heim til föður míns og endaði draumurinn á því að þær voru argar út í mig fyrir að hafa staðist prófið. Vildu þær láta mig hlaupa í hringi en ég neitaði þeim og sagði þetta komið gott. Það fór vel á með föður mínum og manninum í draumnum.

11.Jan.2017

Góðan daginn, Draumurinn. Byrjar á því að ég er staddur á heimili mínu og það eru tvær konur (konur sem þrífa hjá mér) að þrífa heimilið mitt ekkert óeðlilegt við það. Síðan virðist fjölga í hópnum sem er að þrífa aðþví virðist fólk tengt þrífingakonunum. (ekki viss samt en þær stýrðu þessu samt sem áður) Þessi þrif virðast vera að enda í því að það er verið að setja upp veisluborð með Jóla "style" mat. Ég spyr þær þá hvað er í gangi og þær svara nú við erum að setja upp veislu fyrir þig. Ég verð þakklátur og aðeins snertur af hversu vel þær hugsa um mig. Ég er nett fyrir í þessari uppsetningu því það virtist vera um 5-8 manns að stússast í þessu. Þá er mín fyrrverandi (sem ég hætti með fyrir 4+ mánuðum) mætt á svæðið. Hún er greindasta kona sem ég hef verið með og þrátt fyrir að ég hætti með henni þá fynnst mér ennþá ekkert ólíklegt að hún verði framtíðar konan mín. Hætti með henni því ég held að hvorki ég né hún elskum sjálfan okkur nægilega mikið til að elska hvort annað. Hún er kominn þarna og ég bið hana um að labba með mér og við byrjum að labba af stað og íbúðin mín virðist vera partur af mjög stóru timpur húsi byrjum að labba eftir stórum gangi sem er ekki með neinu sérstöku á nema áberandi viðar look á öllu. Þar fynnst mér eins og við séum að ræða samann á mjög vinarlegum nótum man ekki eftir neinum orðun en mér leið mjög vel. (síðan ég hætti með henni höfum við ekkert rætt samann hún bað mig um að heyra ekki í sér fyrr en eftir áramót) Ég hef fylgt því og ætla að hringja í hana þegar ég kem úr utanlandsferðinni sem ég er í núna. einu samskiptin hafa verið læk á feisbúkk frá hvort öðru og hún hefur sett upp nokkrar snappchat sögur sem gætu vel verið merki til mín. Gangurinn endar og við beygjum til vinstri inní risa stóran sal 25m lofthæð og sennilega 100m á breidd og 250 á lengd allt úr við í hólf og gólf írþóttahúsa parket á gólfunum. Þar virtust vera fullt af börnum og fullorðnum að þjálfa eitthverskonar íþróttir. Við göngum áfram inn í salinn og þá segist hún þurfa að skjótast á klósettið og skilur töskuna sína ásamt veski myndavél og eitthverjum þriðja hlut á stærð við veskið og myndavélina. (þeir hlutir voru allir í sömu stærð og í leður hulstrum) Þar líður mér skringilega eins og það sé verið að nota mig með að láta mig geyma þetta. Ég byrja að labba í burtu. Sný strax við og tek myndavélina veskið og þriðja leður hlutinn með og hugsa þetta er allavegana það sem skiptir máli. Labba síðan áfram og séð langborð þar sem fólkið í salnum er að setjast til borðs að borða sambærilegan mat og var verið að búa til í íbúðinni minnni. Ég finn tvö laus sæti við fjær enda borðsins (einu lausu sætin) og sest niður og vonanst til að fyrrverandi komi og setjist á móti mér. Ská á móti mér situr maður sem ég þekki en líkar ekkert sérstaklega við. Ekki aðþví að hann er vondur eða ég eigi slæma sögu með honum. Heiðarlega sagt fynnst mér hann ekki skemmtilegur og hann byrjar að seigja mér eitthverja innihaldslausa og leiðinlega sögu. Þá kemur fyrrverandi aftur af klósettinu með töskuna sína og segir við mig að hún ætli að borða inní íbúð. Ég leyfi honum að klára söguna meðan ég stend upp hendi á hann einni loka línu í takt við söguna hans (er frekar kurteis) og labba af stað með hlutina hennar þrjá. Kem inní íbúð og þá eru allir sestir við borð (hefbundið 8-10 manna borðstofuborð samt í breiðari kanntinum hátt í 2m á breidd) Það er þétt setið við alla kannta borðsins nema á endanum þar sem enginn situr nema fyrrverandi situr á bekk bakvið eins og hún sé að bíða eftir mér. Ég fer við endann og ég og hún setjum niður við enda borðisns og borðhaldið byrjar og ég vakna..... Takk fyrir að lesa þetta og vonandi gæti ég fengið eitthverskonar ráðningu úr þessu.

10.Jan.2017

Mig dreymdi að ég væri komin með blöðru á stærð við kirsuber á baugfingur hægri handar (er övhent). Mér fannst hún æði stór. Ég þorði ekki að sprengja blöðruna. Ætlaði frekar að láta lækni gera það. Í draumnum leið mér bara eins og mér mundi líða í vöku, ekkert alltof vel, en þetta var samt nokkuð sem mætti laga.

09.Jan.2017

Takk fyrirfram.Mig dreymdi æskuástina mína. Ég var að horfa á bíómynd í sjónvarpinu. Mér fannst þetta vera fræg Hollywood-mynd. Einhver var hjá mér líka að horfa, kona sem ég veit ekki alveg hver var. Myndin var hálf erótísk og var æskuástin í aðalhluverki ber að ofan og sást í bakið á honum. Ég var full af hégóma og sagði konunni sem horfi með mér á myndina að ég þekkti þennan leikara aldeilis vel. Hann væri æskuástin mín. Mér leið einstaklega vel í draumnum og var barnslega montin af því að þekkja aðalleikar myndarinnar. Tilfinning mín gagnvart þessum draumi var góð.

05.Jan.2017

Mig dreymdi stuttan draum um hana ömmu mína og alnöfnu sem dó fyrir mörgum árum. Mig dreymdi að hún væri nýlega dáin. Ég furðaði mig á því hvað margar minningargreinar voru skrifaðar um hana í Morgunblaðinu. Þó hún hafi verið góð manneskja þá var ég samt hissa á öllum þessum minningargreinum! Blaðið var næstum fullt af greinum um ömmu. Sömu nótt dreymdi mig líka að ég væri í heimsókn hjá ömmu þar sem hún bjó síðustu æviárin ásamt yngsta syninum sem nú er látinn. Þau voru bæði heima og ég sat í eidlhúsinu hjá þeim. Hann sagði mér að dúfa (grá fannst mér að hún hafa verið) hafi gert sig heimkomna hjá þeim og átt unga. Sagði hann mér að hann hafi þurft að farga þeim, sem mér þótti fremur harneskjulegt af honum. Mér leið vel í báðum draumunum (kannski var þetta sami draumurinn) - nema ég var hálf döpur yfir örlögum unganna.

21.Dec.2016

Hef dreymt mikið undanfarið en allt sundurlausir draumar sem ég hef ekki munað. Núna undir morgun dreymdi mig að ég, dóttir mín og þrjár ömmustelpurnar mínar værum í timburhúsi – líktist sumarhúsi. Allt í einu lyftist húsið og er næstum oltið. Eins og einhver væri að reyna að velta því um koll. Það komu svona 2–3 veltingar en húsið fór aldrei á hliðina. Ég lít út og þá sé ég að það er risaeðla :) sem orsakar þetta og hún er að reyna að komast inn. Ég læt dóttur mína vita og við slökkvum öll ljós og reynum að hafa mjög hljótt. Lengri var draumurinn ekki en rétt áður en þessi draumur birtist, þá dreymdi mig eitthvað um snjó í húsnæði en eitt hornið eða flöturinn var að bráðna og þar var komið vatn Man því miður mjög lítið eftir þeim draumi.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira