Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Seðlabanki Íslands, 17.Apr.2015 Til baka

Hver eru einkenni íslenskra lána? Seðlabankinn svarar

Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri á skrifstofu seðlabankastjóra

Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri á skrifstofu seðlabankastjóra

Í þessari fyrirspurn spyr lesandi Seðlabankan um einkenni íslenskra lána. Sem dæmi er spurt um samningsákvæði lána, þar sem lántaki greiðir ekki að fullu samningsbundna vexti, heldur sé hluta vaxtagreiðslu bætt við höfuðstól lánsins. Spurt er um tölulega mælikvarða og möguleg áhrif þess á höfuðstól íslenskra íbúðalána og þá til að mynda þannig að samningsformið geti haft áhrif á eignarmyndun lántakenda í eigin húsnæði. Í svari frá Seðlabankanum segir að ekki sé vitað til þess að slík áhrif séu til staðar, en bankinn hefur fjallað mikið um tegundir íslenskra lána í ræðu og riti. Þau lán sem Seðlabankinn hefur þá skoðað sérstaklega eru bæði verðtryggð og óverðtryggð,

 

Lesandi spyr: 
 Fyrir kemur að samið er um að lántaki greiði ekki að fullu samningsbundna vexti heldur sé hluta vaxtagreiðslu bætt við höfuðstól lánsins. Samingsákvæði þessa efnis eru þekkt alþjóðlega og er talað á enskri tungu um Negatively Amortizing Loan sem á íslensku mætti kalla lán með hækkandi höfuðstól.
 
Er það í samræmi við að a.m.k. á hluta lánstímans hækkar höfuðstóll við að ógreiddum vöxtum er bætt við höfuðstólinn og þær viðbótarfjárhæðir bera vexti eftir því sem lánasamningur kveður á um að öðru leyti.
 
Ýmsir hafa varað við samningsákvæðum af þessum toga, m.a. í ljósi þess að undirmálslán á bandarískum húsnæðislánamarkaði báru að einhverju marki einkenni af þessu tagi. Nýlega var fjallað um þetta efni, m.a. í alþjóðlegu ljósi, í grein eftir Ólaf Margeirsson doktorsnema á Bretlandseyjum, sjá http://blog.pressan.is/olafurm/2015/03/26/verdtryggd-lan-eru-toppurinn/.
 
Eftirfarandi spurningum er beint til Seðlabanka Íslands:
 
 1. Hefur af hálfu bankans í ræðu eða riti verið fjallað um hvort verðtryggð lán á íslenskum markaði hafi einkenni af þessu tagi?
 
 2. Hafa verið metin með tölulegum mælikvörðum hugsanleg áhrif þessa á höfuðstól í þeim íbúðalánum hér á landi sem þetta gæti átt við og þar með áhrif á eignamyndun í eigin húsnæði?
 
 3. Eigi þessi einkenni við einstaka lánaflokka á íslenskum markaði hafa verið metin áhrif á fjármálakerfið og efnahagslífið í heild sinni, m.a. í ljósi hugsanlegrar peningamyndunar, verðbólguhættu og fjármálastöðugleika?
Fyrir hönd Seðlabanka Íslands, svarar Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri á Spyr.is leitaði til Seðlabanka Íslands og fyrir þeirra hönd svaraði Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri á skrifstofu seðlabankastjóra.
 
Stefán:

Í fyrirspurninni er lýst lánum sem þekkjast í öðrum löndum og eru þannig að aðeins hluti vaxtagreiðslu er greiddur á gjalddaga en afgangi vaxta bætt við höfuðstólinn.

 
1.  Seðlabankinn hefur fjallað ítarlega um helstu tegundir lána á íslenskum fjármálamarkaði hverju sinni og eiginleika þeirra þeirra, þar á meðal verðtryggð lán. Nokkur rit sem gefin hafa verið út á vegum bankans og fjalla um þessi málefni eru:
Eiríkur Guðnason; Vextir og vísitölubinding, Fjármálatíðindi, janúar-apríl 1983 
Skýrsla Seðlabankans (2003) til viðskiptaráðuneytisins sem birt var í Peningamálum 2003/2 undir heitinuVerðtrygging og fastir vextir, bls. 91 
 
Í þessu sambandi við verðtryggð lán má benda á eftirfarandi:
 
a. Verðtryggð lán líkjast lánum af þeirri gerð sem lýst er á verðbólgutímum. Þá breytist höfuðstóll verðtryggðra lána sem nemur mun afborgana og hækkunar höfuðstóls vegna hækkunar verðlags. Ef verðbólga er nokkur og lánið til langs tíma getur nafnvirði höfuðstólsins hækkað.
 
b. Það gildir um öll verðtryggð lán hér á landi að ef staðið er við afborgunarsamning lánsins mun raunvirði eftirstöðvanna ávallt lækka.
 
c. Þótt Ísland standi ekki frammi fyrir verðhjöðnun er þessi hætta fyrir dyrum hjá mörgum öðrum löndum í kringum okkur. Rétt er að bend á að  verðhjöðnun getur valdið því að nafnvaxtalán af því tagi sem vísað er til í spurningunni verða sérstaklega varasöm því eftirstöðvar hækka ekki aðeins vegna vaxtaþáttarins sem leggst við heldur vaxa þær einnig að raunvirði þegar verðlag lækkar. Nafnvirði höfuðstóls verðtryggðs láns lækkar hins vegar í takt við verðlag við þessar aðstæður. Af þessu er ljóst að mun meiri áhætta er af nafnvaxtalánum þar sem hluti vaxtanna er færður á höfuðstól en af verðtryggðum lánum.
 
Á áttunda áratug síðustu aldar, áður en verðtrygging var leyfð á almennum útlánum banka, þurftu bankar að hækka nafnvexti þegar verðbólga hækkaði. Þótt vextirnir hækkuðu minna en verðbólgan og raunvextir væru því neikvæðir lenti fólk í greiðsluerfiðleikum vegna hárra nafnvaxta.
 
Ástæðan var sú að þegar nafnvextir voru orðnir 20-30% voru lántakendur að greiða stóran hluta af láninu á fyrsta árinu og gátu því lent í verulegum erfiðleikum þrátt fyrir að verðbólgan sæi fyrir hraðri eignamyndun. Til að jafna greiðslubyrðina var heimilað að fólk greiddi einungis hluta af vöxtum lána sinna ásamt afborgun af höfuðstól en afgangurinn af vöxtunum legðist við höfuðstólinn.
 
Höfuðstóllinn gat því hækkað yfir hluta lánstímans. Þetta gilti að vísu ekki um raunvirði höfuðstóls þessara lána sem lækkaði mjög hratt þrátt fyrir að nafnvirðið hækkaði.
 
Eins og útskýrt er í áðurgreindum ritum Seðlabankans jafnar verðtrygging út raunvirði endurgreiðsla lána miðað við það sem væri ef sambærileg lán væru óverðtryggð og verðbólga nokkur. Ef verðbólgan er lítil, t.d. 2,5%, þá skiptir þetta litlu en ef verðbólgan er 25% hefur verðtryggingin mjög mikil áhrif á raunvirði endurgreiðslna yfir tíma þannig að greiðslubyrðin verður mun léttari fyrstu árin en ef lánin væru óverðtryggð. Ef verðbólga er 25% hækkar nafnvirði höfuðstóls fyrstu árin en raunvirðið lækkar jafnt og þétt yfir tíma og oftast gildir að greiðslubyrðin sem hlutfall af tekjum lækkar einnig.
 
2. Spurt er hvort að liggi fyrir verðmat þessara áhrifa á höfuðstól íbúðalána og eignamyndun. Ekki er vitað til þess en rétt að benda á það sem nefnt var hér að framan um að verðtryggður lánasamningur felur ávallt í sér að raunvirði höfuðstóls lækkar þegar líður á lánstímann. Fjallað er ítarlega um þessa hluti í tveimur síðastnefndu ritunum í upptalningunni hér að framan.
 
3. Spurt er hvort metin hafi verið áhrif hugsanlegrar nafnverðshækkunar á fjármálakerfið og efnahagslífið, þar með talið áhrif á peningamyndun, verðbólguhættu og fjármálastöðugleika. Hér er aftur rétt að benda á að sú hætta sem stafar af þeim lánum sem vísað er til felst í því að þau geta vaxið að raunvirði vegna hækkandi vaxta þegar um óvænta verðbólgu er að ræða og einnig vegna höfuðstólsáhrifa þegar verðbólga reynist lítil eða verðlag hjaðnar.
Slík óvænt áhrif koma ekki fram vegna verðtryggðra lána og því verður ekki um sömu breytingar að ræða í áhrifum á fjármálakerfið og efnahagslíf. Fjallað er ítarlega um þætti sem ógna verðstöðugleika og fjármálastöðugleika í ritum Seðlabankans, einkum Peningamálum sem gefin eru út fjórum sinnum á ári og Fjármálastöðugleika sem gefinn er út tvisvar á ári. Bæði þessi rit eru aðgengileg á heimasíðu Seðlabankans www.sedlabanki.is.

 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira