Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Samtök fjármálafyrirtækja, 06.Feb.2015 Til baka

Greiðslumat ef lánabeiðni hærri en tvær milljónir króna

Greiðslumat ef lánabeiðni hærri en tvær milljónir króna

Miklar breytingar verða á meðhöndlun lánaumsókna frá og með 1.nóvember 2013 því þá taka gildi ný neytendalög sem ætlað er að vernda neytendur betur en áður.  Með nýjum lögum má gera ráð fyrir að vinnsluferli lánaumsókna lengist nokkuð því ef lánabeiðni nemur hærri en tveimur milljónum króna, er fjármálafyrirtækjum gert að fylgja eftir greiðslumati.  Hjá hjónum er miðað við fjórar milljónir króna.

 

Eins og Spyr.is hefur áður greint frá, munu ný neytendalög taka gildi 1.nóvember næstkomandi.  Upphaflega áttu nýju lögin að taka gildi 1.september síðastliðinn, en vegna tæknilegra mála frestuðust þau um tvö mánuði.  

Spyr.is fékk upplýsingar um að með nýju lögunum myndi lánaumhverfi neytanda breytast verulega og þá þannig að umsóknartími lána yrði mjög langur og torveldur.  Spyr.is sendi því eftirfarandi fyrirspurn til Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF):

Lesandi spyr:

Er eitthvað rétt í því að nýju lögin um neytendalán, nr. 33/2013, sem taka eiga gildi 1.nóvember næstkomandi, munu meðal annars hafa þau áhrif að biðtími eftir niðurstöðum lánsmat banka verður mun lengri en nú þekkist og lánshæfismatið þannig samsett að gera má ráð fyrir að mun erfiðara verði fyrir fólk að fá lán en verið hefur miðað við eldri lánabeiðnihefðir hér á landi?

Fyrir hönd SFF svaraði Jóna Björk Guðnadóttir lögfræðingur fyrirspurninni.  Jóna Björk segir nýju lögin munu hafa áhrif á umfang vinnsluferils við lánveitingar og því líklegt að vinnslutími lánsumsóknar geti lengst.  Hins vegar er ekki talin ástæða til að ætla að nýju lögin hafi þau áhrif að erfiðara verði fyrir fólk að fá lán.

   Jóna Björk:

Lögin setja nýjar kvaðir á fjármálafyrirtæki og aðra lánveitendur varðandi upplýsingagjöf til lántaka. Jafnframt setja þau auknar skyldur á herðar lántaka um upplýsingagjöf til  lánveitanda við gerð lánasamnings.

Lögin munu því hafa áhrif á umfang vinnsluferlis lánveitinga og og getur vinnslutími lánsumsóknar lengst vegna þessa.

Almennt er ekki er ástæða til að ætla að nýju lögin leiði til þess að erfiðara verði fyrir fólk að fá lán  en þó þarf að hafa í huga að lögin kveða á um að lánveitanda er óheimilt að veita lántaka lán ef mat á lánshæfi eða greiðslumat leiðir í ljós að neytandi hefur augljóslega ekki fjárhagslega burði til þess að standa í skilum með lánið..

Markmið laganna er að auka neytendavernd og tryggja samræmt lagaumhverfi, stuðla að aukinni neytendavitund um lánskjör og auðvelda samanburð á lánssamningum. Lögin byggja að hluta á tilskipun Evrópusambandsins um þetta efni.

Hér á eftir reyni ég að gera grein fyrir breyttu verklagi samkvæmt lögunum og þeim réttindum sem lántakar öðlast með þeim.

Lánveitendum skylt að gera lánshæfis- og greiðslumat

Áður en samningur um neytendalán er gerður er lánveitanda skylt að meta lánshæfi neytanda.  Ef lánsfjárhæð er 2.000.000 kr. eða meira skal því til viðbótar framkvæma greiðslumat áður en lánssamningur er gerður. Þegar um hjón eða sambúðarfólk er að ræða skal framkvæma greiðslumat ef lánssamningur er að fjárhæð 4.000.000 kr. eða meira.

Framkvæmd lánshæfis- og greiðslumats skal vera í samræmi við ákvæði reglugerðar sem innanríkisráðherra setur.

Óheimilt er að veita lántaka lán ef mat á lánshæfi eða greiðslumat leiðir í ljós að hann hefur augljóslega ekki fjárhagslega burði til þess að standa í skilum með lánið.

Gerð  lánshæfismats

Lánshæfismat er gert þegar skuldir lántaka við lánveitanda eru undir þeim fjárhæðarmörkum sem nefnd eru hér að framan og er lánshæfismatið einfaldara í framkvæmd en greiðslumat.

 • Lánshæfismat skal byggt á viðskiptasögu milli lánveitanda og lántaka og/eða vanskilaupplýsingum úr gagnagrunnum um fjárhagsmálefni og lánstraust (vanskilaskrá). 
 • Í þeim tilfellum þar sem engri viðskiptasögu er til að dreifa á milli lánveitanda og lántaka er lánveitanda heimilt, að fengnu samþykki lántaka, að byggja mat sitt eingöngu á vanskilaupplýsingum úr gagnagrunnum um fjárhagsmálefni og lánstraust (vanskilaskrá).

 

Gerð greiðslumats

Greiðslumat felur í sér útreikning á greiðslugetu lántaka til þess að meta hvort hann geti staðið við greiðslur samkvæmt lánssamningi.

Við útreikning á kostnaði við framfærslu lántaka skal að lágmarki miða við grunnviðmið í íslenskum neysluviðmiðum eins og þau eru birt á vefsíðu velferðarráðuneytisins á hverjum tíma auk áætlana um rekstrarkostnað bifreiða og húsnæðis, eins og við á.

Lánveitandi skal, eftir því sem við á, afla eftirfarandi upplýsinga við framkvæmd greiðslumats:

 1. Staðfest afrit af síðasta skattframtali.
 2. Staðfesting á tekjum síðustu þriggja mánaða
 3. staðfesting á eftirstöðvum og greiðslubyrði allra skulda.
 4. Staðfesting á föstum greiðslum, s.s. vegna meðlags- og lífeyrisgreiðslna.
 5. Matsverð fasteigna í eigu lántaka eða fasteigna sem hann hyggst kaupa, t.d. fasteignamat Þjóðskrár Íslands eða verðmati löggilts fasteignasala.
 6. Þinglýsingarvottorð á fasteignir í eigu lántaka.
 7. Upplýsingar um húsaleigugreiðslur.
 8. Upplýsingar um ábyrgðarskuldbindingar.
 9. Önnur gögn sem varpað geta ljósi á fjárhagsstöðu lántaka.

Það getur tekið lántaka tíma að afla þessara gagna og lánveitandi þarf einnig tíma til að vinna úr þeim. Því má búast við því að vinnslutími lánsumsókna lengist.

Réttindi lántaka

Auk þeirra kvaða sem nefndar eru hér að framan eru í lögunum ýmis ákvæði sem veita lántökum réttindi sem ekki hafa verið áður í lögum. Þá setja lögin ýmsar kvaðir á lánveitendur um upplýsingagjöf til lántaka. Sem dæmi um þetta má nefna:

 • Áður en lánssamningur er gerður á lánveitandi að veita upplýsingar um lánssamninginn á stöðluðu upplýsingaeyðublaði. Upplýsingunum er ætlað að auðvelda lántaka að bera saman ólík tilboð og taka upplýsta ákvörðun um lántökuna
 • Lánveitanda ber að veita upplýsingar um sögulega þróun verðlags og vaxta og áhrif þeirra á breytingar á höfuðstól og greiðslubyrði efsé um verðtryggt lán er að ræða og um breytingar á greiðslubyrði efsé um óverðtryggt lán er að ræða. Þessar upplýsingar verða unnar af Neytendastofu til að tryggja samræmi og verða birta á vef stofnunarinnar.
 • Við veitingu verðtryggðra lána skal lánveitandi afhenda lántaka niðurgreiðslutöflur verðtryggðra lána miðað við meðaltals ársverðbólgu síðustu 10 ára til viðbótar við niðurgreiðslutöflu miðað við ársverðbólgu síðastliðna 12 mánuði.
 • Lánveitandi á nú sem fyrr að sýna árlega hlutfallstölu kostnaðar sem er heildarlántökukostnaður, lýst sem árlegu hlutfalli af heildarfjárhæð sem lántaki greiðir. Árleg hlutfallstala kostnaðar nýtist lántökum til að bera saman mismunandi lán því hún tekur saman allan kostnað sem láninu fylgir og setur fram í eina prósentutölu. Hámark er á árlega hlutfallstölu kostnaðar á neytendalánum og má kostnaðurinn ekki nema meira en 50% að viðbættum stýrivöxtum Seðlabanka Íslands.
 • Í lánssamningi á að koma fram hvaða vexti lánveitandi áskilur sér. Ef vextir eru breytilegir þarf það að koma fram með skýrum hætti auk þess sem viðmiðunarvextir, eða þeir vextir sem eru í gildi þegar lánið er tekið, eiga að vera tilgreindir. Þegar lánveitandi hyggst breyta vöxtum á hann að tilkynna lántaka það með 30 daga fyrirvara. Ef vaxtabreytingar eru gerðar vegna breytinga á viðmiðunargengi, viðmiðunarvöxtum eða vísitölu geta lánveitandi og lántaki komið sér saman um að lánveitandi gefi þessar upplýsingar með ákveðnu millibili.
 • Lántaki getur alltaf greitt upp lánið fyrir þann tíma sem samið hefur verið um. Lánveitandi getur krafist þess að lántaki greiði uppgreiðslugjald en það má aldrei vera hærra en 1% af fjárhæðinni sem greidd er upp. Í ákveðnum tilvikum má lántaki ekki krefjast uppgreiðslugjalds.
 • Lántaki hefur Í allt að 14 daga frá undirritun lánssamnings rétt á að hætta við og falla frá samningi. Falli lántaki frá samningi þarf hann að greiða áfallinn kostnað samkvæmt samningnum, t.d. vexti og verðbætur.

 

Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessu máli að kynna sér upplýsingar á vef Neytendastofu www.neytendastofa.is eða að snúa sér til síns viðskiptabanka eða sparisjóðs.

Fyrst birt. 28.10.13

Hvenær taka nýju lögin gildi?


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira