Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Logos, 09.Feb.2016 Til baka

Ættum við að fara í gjaldþrot? Fyrningafrestur 2 ár

Hvaða leið hentar okkur best?

Hvaða leið hentar okkur best?

Endurbirt reglulega vegna fjölda fyrirspurna: Alþingi setti bráðabirgðarlög árið 2010, þar sem fyrningafrestur gjaldþrota styttist úr fjórum árum í tvö ár. Þessi lög munu gilda, nema Alþingi afnemi þau sérstaklega með nýjum lögum. Reglulega berast fyrirspurnir til Spyr.is, um gjaldþrot. Þar er til dæmis spurt um hvaða skuldir teljast með, hverjar ekki og fleira. Hér eru helstu spurningar og svör varðandi þessi mál.

 

Spyr.is óskaði eftir liðsinni lögmannstofunnar Logos til að svara algengustu fyrirspurnum lesenda varðandi þessi mál. Helstu upplýsingar, auk svara Logos, má sjá hér að neðan en lesendur eru beðnir um að leita sér aðstoðar sjálfir fyrir frekari upplýsingar, til dæmis hjá Umboðsmanni skuldara eða hjá lögmönnum. 

 

Ættum við að fara í gjaldþrot?

Hver er munurinn á því að verða gjaldþrota og því að fá á sig árangurslaust fjárnám, sérstaklega með tilliti til 2 ára skráningar á vanskilaskrá?

Árangurslaust fjárnám.

Fjárnám felst í því að tekið er veð í eignum skuldara til tryggingar kröfum á hendur honum. Talað er um árangurslaust fjárnám þegar skuldari á engar eignir eða ekki nægilegar eignir til að tryggja viðkomandi kröfu(r), en þá bókar sýslumaður að fjárnáminu sé lokið án árangurs.

Við þetta fá kröfuhafar heimild til að óska eftir gjaldþrotaskiptum hjá skuldaranum fyrir dómi og gildir sú heimild í þrjá mánuði frá bókun hins árangurslausa fjárnáms.  

Við árangurslaust fjárnám er skuldari skráður á vanskilaskrá og sú skráning er í gildi þar til að viðkomandi krafa fyrnist. Lengd fyrningarfrests er mismunandi eftir tegundum krafna, en algengast er að hann sé fjögur ár. Bæði skuldari og kröfuhafi geta rofið fyrningu þannig að nýr frestur byrjar að líða.

Kröfuhafi getur t.d. rofið fyrningu með nýrri fjárnámsbeiðni, beiðni um gjaldþrotaskipti eða málsókn. Skuldari aftur á móti getur rofið fyrningu með því að viðurkenna skuld sína við kröfuhafann. Sé fyrningin ekki rofin fellur krafan niður að fyrningartíma liðnum (almennt 4 ár) og þá ætti viðkomandi skuldari sjálfkrafa að falla út af vanskilaskrá samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo.  

 

Gjaldþrot.

Þegar einstaklingur er úrskurðaður gjaldþrota verður til sjálfstæð lögpersóna, svokallað þrotabú, sem tekur við öllum fjárhagslegum réttindum og skyldum skuldarans. Þegar um einstakling er að ræða má hann þó halda þeim lausafjármunum sem nauðsynlegir eru honum og heimilisfólki hans til að halda látlaust heimili með þeim hætti sem almennt gerist. Skiptastjóri er skipaður af héraðsdómara og fer með forræði þrotabúsins á meðan á skiptameðferð stendur. Hann gefur út innköllun í Lögbirtingarblaði þar sem fram kemur áskorun til lánardrottna um að lýsa kröfum sínum á hendur viðkomandi skuldara.

Fyrningarfrestur í kjölfar gjaldþrots er samkvæmd gildandi lögum tvö ár og byrjar sá frestur að líða við lok skiptameðferðar. Á þeim tíma ber skuldari ábyrgð á þeim skuldum sem ekki fengust greiddar við skiptin og er skráður á vanskilaskrá. Kröfuhafi getur aðeins rofið fyrningarfrestinn með því að höfða mál á hendur skuldaranum og fá dóm um viðurkenningu á fyrningarslitum. Slík viðurkenning verður aðeins veitt ef kröfuhafi getur sýnt fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að slíta fyrningu og ef líkur má telja á því að fullnusta geti fengist fyrir kröfu hans á nýjum fyrningartíma.

Innskot Spyr.is:  Samkvæmt þeim upplýsingum sem Spyr.is fékk hefur kröfuhafi aldrei rofið fyrningafrest með því að höfða mál samkvæmt ofangreindu.

Hugsun löggjafans var sú að eingöngu skyldi heimila fyrningarslit í algjörum undantekningartilvikum. Möguleikar kröfuhafa til þess að rjúfa fyrningu eru því mun takmarkaðri þegar um gjaldþrot er að ræða heldur en árangurslaust fjárnám.   

 

Hvaða kröfur fara í þrot ef maður verður gjaldþrota og hvaða kröfur ekki?  Sérstaklega er spurt um meðlagsskuldir og skattaskuldir.

Við gjaldþrot falla að meginreglu öll fjárhagsleg réttindi og allar skyldur til þrotabúsins, en skuldari heldur hins vegar þeim launum sem hann vinnur sér inn eftir úrskurðardag. Þá má skuldari halda þeim lausafjármunum sem nauðsynlegir eru honum og heimilisfólki hans til að halda látlaust heimili með þeim hætti sem almennt gerist.

Breytingin á fyrningarfrestinum (tvö ár) á við um allar skuldir þrotamannsins, þ.m.t. meðlagsskuldir og skattaskuldir. Þær falla því niður að liðnum tveimur árum frá skiptalokum, líkt og aðrar skuldir, að því gefnu að kröfuhafi slíti ekki fyrningu, sbr. að framan.   

 

Mjög sjaldgæft er í dag að kröfuhafar óski eftir gjaldþroti, hvernig geta einstaklingar farið þessa leið sjálfir? (leiðbeiningar)

Einstaklingar geta krafist þess að bú þeirra verði tekið til gjaldþrotaskipta ef þeir geta ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki er sennilegt að greiðsluörðugleikar þeirra muni líða hjá innan skamms tíma.

Einstaklinguróskar eftir því að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta með því að leggja inn beiðni þess efnis til héraðsdómstóls í því umdæmi þar sem hann á lögheimili eða hefur dvalarstað. Beiðnin skal vera skrifleg, í tvíriti og í henni þarf að koma skýrt fram:

1.Að skuldari óski eftir því að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta.

2.Fullt nafn skuldara og kennitala hans.

3.Lögheimili skuldara og dvalarstaður, ef hann er annar en lögheimili.

4.Ef skuldari stundar atvinnurekstur þarf að koma fram:

a.Stutt lýsing á því um hvernig rekstur er að ræða.

b.Hvar reksturinn fer fram.

c.Hvort um er að ræða firma sem ber sérstakt heiti og kennitölu.

5.Gagnorð og skýr lýsing á málsatvikum og rökum skuldara, þ.e. hvernig fjárhagur skuldara hafi komist í það horf að hann telur rétt að krefjast gjaldþrotaskipta á búi sínu.

6.Fram þarf að koma að krafan styðjist við 64. gr. laga nr. 21/1991.

7Sundurliðaðar upplýsingar um eignir og skuldir skuldara.

Beiðninni þurfa að fylgja gögn sem sýna fram á að skuldari geti ekki staðið í skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga.

Ekki er hægt að telja upp með tæmandi hætti hvaða gögn getur þurft að leggja fram, en slík gögn geta t.d. verið launaseðlar, greiðsluseðlar, yfirlit lána, skattframtöl skuldara síðustu 2-3 ár og endurrit úr gerðabók sýslumanns þar sem fram kemur að árangurslaust fjárnám hafi verið gert hjá skuldara. Dómara er ávallt heimilt að krefja skuldara um frekari gögn.

Um leið og beiðni um gjaldþrotaskipti er afhent héraðsdómi þarf að greiða 15.000 krónur sem fara til ríkissjóðs.  Áður en beiðni er tekin fyrir þarf síðan að greiða 250.000 krónur í tryggingagjald.

 

Er hætta á að gengið verði á eignir maka eða ábyrgðarmanna ef maður fer í gjaldþrot?

Eignir maka.

Meginreglan er sú að annað hjóna ber ekki ábyrgð á þeim skuldbindingum sem maki hefur stofnað til eða bakað sér. Þetta þýðir að annað hjóna getur orðið gjaldþrota án þess að það hafi bein áhrif á eignir eða skuldir makans.  Hjón geta að sjálfsögð stofnað til skulda í sameiningu eða annað tekist á hendur ábyrgð á skuldum hins, en það er þá undantekningin frá meginreglunni.

Frá meginreglunni eru einnig önnur frávik. Samkvæmt sérreglu í skattalögum bera hjón óskipta ábyrgð á greiðslu skatta sem á þau eru lagðir og getur innheimtumaður ríkissjóðs því gengið að hvoru hjóna um sig til greiðslu á sköttum beggja. Sama regla um ábyrgð hjóna gildir um samskattað sambúðarfólk og einstaklinga í staðfestri samvist.

Samkvæmt hjúskaparlögum hefur annað hjóna jafnframt heimild til að skuldbinda bæði sig og maka með samningi við þriðja aðila, en þessi heimild er bundin við samninga sem eru venjulegir vegna sameiginlegs heimilishalds hjóna. Með þessu er einkum átt við kaup á neyslu- og nauðsynjavörum, og það hvað telst venjulegt verður að miðast við hagi og afkomu þess fólks sem í hlut á hverju sinni.

Loks verður að hafa í huga riftunarreglur gjaldþrotalaga, en samkvæmt þeim er hægt að rifta tilteknum ráðstöfunum sem þrotamaður gerir í aðdraganda gjaldþrots. Á þessar reglur getur reynt ef eignir færast á milli hjóna í aðdraganda þess að annað þeirra verður gjaldþrota, en þá kann að vera hægt að rifta slíkum gerningum.

Ábyrgðarmenn.

Þeir sem skrifa undir sem ábyrgðarmenn takast á hendur gagnvart kröfuhafa að greiða skuld þriðja manns (aðalskuldara) ef hann gerir það ekki sjálfur. Kröfuhafi getur því að meginreglu gengið að ábyrgðarmönnum í þau tvö ár sem líða frá skiptalokum og þar til viðkomandi kröfur fyrnast.

Sömu reglur gilda um fyrningarslit og gagnvart aðalskuldara, þ.e. eingöngu er hægt að rjúfa fyrningu með viðurkenningarmáli fyrir dómstól. 

Þess ber að geta að samkvæmt samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá árinu 2001 (aðgengilegt á vef atvinnuvegaráðuneytisins) ber fjármálafyrirtækjum að tryggja að ábyrgðarmaður geti kynnt sér niðurstöðu greiðslumats fyrir viðkomandi skuldara áður en hann gengst í ábyrgð fyrir skuldum hans. Sé þetta ekki gert kann slíkt að leiða til þess að ábyrgðaryfirlýsing verði ekki talin skuldbindandi.

Innskot Spyr.isVarðandi rétt ábyrgðarmanna lána þá skal þess getið hér að fjármálafyrirtækjunum ber að færa sönnur á því að þeir hafi kynnt ábyrgðarmönnum niðrustöðu greiðslumats fyrir viðkomandi skuldara áður en gengist var í ábyrgð.

 

Geta allir farið í gjaldþrot sem óska eftir því og geta sýnt fram á að þeir skulda meira en þeir eiga?

Skuldari getur krafist þess að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta ef hann getur ekki staðið í skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma.

Með beiðni um gjaldþrotaskipti skal skuldari veita sundurliðaðar upplýsingar um eignir sínar og skuldir og leggja fram gögn sem sýna að hann geti ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína. Héraðsdómari fer síðan yfir þessar upplýsingar og úrskurðar í framhaldinu um beiðnina.  

 

Hvernig breytist þetta aftur eftir næstu áramót?

Samkvæmt upplýsingum sem Spyr.is fékk frá Alþingi, gilda þessi lög þar til Alþingi afnemur þau sérstaklega með nýjum lögum. Aðeins ný lagasetning, getur tekið úr gildi þegar sett lög, óháð því hvort þau eru skilgreind sem bráðabirgðarlög eða ekki.

Svar frá maí 2013 var hins vegar svohljóðandi:

Ákvæði gjaldþrotalaga um hinn tveggja ára fyrningarfrest skal endurskoðað innan fjögurra ára frá gildistöku þess, en það tók gildi í desember 2010. Það þýðir að Alþingi ber að endurskoða ákvæðið ekki síðar en í desember 2014.

Ef ákvæðið verður fellt úr gildi á þeim tímapunkti (sem er alls óvíst) og lögum breytt aftur í fyrra horf, þá munu á ný gilda almennar reglur um fyrningarfrest krafna, þ.e. þær munu almennt fyrnast á 4 árum en stundum lengur. Jafnframt mun þá rýmkast á ný um heimildir kröfuhafa til þess að rjúfa fyrningarfrest gagnvart skuldurum.

 

Hvað geta kröfuhafar eiginlega haldið kröfum í innheimtu í mörg ár?  Dæmi eru um 10 ára gamlar kröfur sem enn er verið að innheimta.  Er þetta óendanlegur tími?

Kröfur sem ekki fást greiddar við gjaldþrotaskipti fyrnast samkvæmt núgildandi fyrningarreglu á tveimur árum, sbr. að framan, og kröfuhafar hafa mjög takmarkaðar heimildir til að rjúfa þann fyrningarfrest. Þær kröfur sem falla undir þessa reglu ættu því almennt séð ekki að lifa lengur en í tvö ár frá skiptalokum.

Hin tveggja ára fyrningarregla tekur til allra krafna við gjaldþrotaskipti sem var ólokið þegar reglan tók gildi. Hafi skiptum á þrotabúi verið lokið fyrir gildistöku laganna skyldu þær kröfur, sem þar fengust ekki greiddar og ekki voru enn fyrndar, fyrnast á tveimur árum frá gildistöku laganna (desember 2010), nema skemmri tími stæði eftir af fyrningarfresti.

 

Frá hvaða tíma telst 24 mánaða skráningin á vanskilaskrá?  Ef viðkomandi hefur verið á vanskilaskrá í nokkurn tíma áður en gjaldþrot er úrskurðað, telst sá tími með?

Tveggja ára fyrningarfresturinn telst frá þeim degi sem skiptalokin eiga sér stað. Sá tími sem viðkomandi skuldari hefur verið á vanskilaskrá áður telst ekki með í hinum tveggja ára fresti.

 

Hvað tekur það langan tíma að verða gjaldþrota.  Ef einstaklingar ætla að nýta sér þetta úrræði fyrir árslok 2013, hvað þarf þá að gera og hvenær þarf að huga að næstu skrefum til þess að tímamörk renni ekki út?

Krafa einstaklings um töku bús síns til gjaldþrotaskipta er yfirleitt tekin formlega fyrir innan mánaðar frá því að krafan er lögð fram hjá viðkomandi héraðsdómstól. Það fer síðan eftir önnum hversu langan tíma það tekur fyrir dómara að kveða upp úrskurð sinn og fer það m.a. eftir því hvort að dómari þarf að kalla eftir frekari gögnum frá viðkomandi skuldara.

Samkvæmt upplýsingum frá dómstólunum tekur þetta núorðið í kringum 2-4 vikur.

Sjálf skiptameðferðin getur síðan tekur allt frá fáeinum mánuðum upp í nokkur ár, allt eftir umfangi þrotabúsins og þeim verkefnum sem standa frammi fyrir viðkomandi skiptastjóra.

Eins og að framan segir þarf löggjafinn að endurskoða hinn tveggja ára fyrningarfrest í síðasta lagi í desember 2014.  Alþingi er heimilt að taka ákvæðið til endurskoðunar fyrr en ekkert liggur fyrir um að slíkt sé fyrirhugað.

Þegar og ef ákvæðinu verður breytt þarf löggjafinn að taka afstöðu til þess hvernig fara skuli með kröfur sem búið verður að úrskurða um á þeim tímapunkti en skiptum á þeim verður ekki lokið. Núgildandi lög svara þeirri spurningu ekki. 

 

Ef einstaklingi er synjað um að verða gjaldþrota, getur hann sótt um það aftur?  Þarf þá aftur að greiða gjaldið?

Ef héraðsdómari úrskurðar um að kröfu um gjaldþrotaskipti skuli synjað þá er tryggingargjald fyrir greiðslu skiptakostnaðar að fjárhæð 250.000 kr. endurgreitt til viðkomandi skuldara. Ef hann síðan leggur aftur fram beiðni um gjaldþrotaskipti þá þarf hann aftur að leggja fram samskonar tryggingu.

 

Er hægt að verða gjaldþrota oftar en einu sinni á ævinni?

Já, það er hægt. 

Fyrst birt 19.05.2013.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira