Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Áhugavert, 16.Sep.2015 Til baka

Að læra að njóta kynlífs eftir kynferðisofbeldi - námskeið

Að læra að njóta kynlífs eftir kynferðisofbeldi - námskeið

Rannsóknir hafa sýnt fram á að algengt er að bæði ​konur og karlar upplifa truflun í kynlífi eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. En hvað er heilbrigt kynlíf? Hverjar eru afleiðingar kynferðisofbeldis á parasamband? Hvernig er hægt að eiga heilbrigt kynlíf í sambandi eftir kynferðisofbeldi? Þessum spurningum er svarað á námskeiðinu ,,Frá kynferðisofbeldi í heilbrigt samband" sem Lausnin fjölskyldumiðstöð stendur fyrir. Kennarar námskeiðsins, Helga Lind Pálsdóttir og Theódór F. Birgisson eru bæði menntaðir félagsráðgjafar og ákvað Spyr.is að fá nánari upplýsingar um í hverju námskeiðið felst og fyrir hverja það er. 

 

 Hvað er kynferðisofbeldi?

Kynferðisofbeldi er vítt hugtak sem margt sem fellur undir. Þolendur kynferðisofbeldis geta verið á öllum aldri, börn sem fullorðnir. Kynferðisofbeldi getur verið allt frá því að gerast í eitt skipti eða standa yfir í mörg ár. Gerandi í kynferðisofbeldi getur verið nátengdur þolandanum allt yfir í að vera þolanda algörlega ókunnugur. Kynferðisofbeldi getur átt sér stað innan fjölskyldna, ástarsambanda, hjónabanda og vinasambanda.

Það getur tekið langan tíma fyrir þolanda að átta sig á því að það sem hann varð fyrir, eða tók þátt í var í raun kynferðislegt ofbeldi. Þannig getur reynst erfitt að setja rétt orð á ,,það” s.s kynferðislegt ofbeldi. Að þátttakan í kynferðislegum athöfnum var á einhvern hátt þvinguð fram eða að atvikið fór yfir persónuleg mörk einstaklingsins.

 Hverjar eru algengustu afleiðingar kynferðisofbeldis?

Kynferðisofbeldi, sama í hvaða mynd, getur haft langvarandi áhrif á þann sem fyrir því verður. Afleiðingar ofbeldisins gætir víða í lífinu og hefur verið sýnt fram á að þolendur kynferðisofbeldis eiga oft erfitt með að mynda tilfinningalega nánd í vinar/ástarsambandi og ekki síst þegar kemur að kynlífi eftir ofbeldið ​(McEvoy og Daniluk, 1995).

Afleiðingar kynferðisofbeldis geta komið fram strax eftir ofbeldið en þær geta einnig komið fram löngu eftir ofbeldið, jafnvel mörgum árum seinna. Oft koma afleiðingarnar fram tengt ákveðnum lífsatburðum svo sem nýjum samböndum, meðgöngu og fæðingu barns og aðstæðum sem krefjast aukinnar nándar við aðra manneskju (Bass og Davids, 1994 og ​McEvoy og Daniluk, 1995)

Afleiðingar kynferðisofbeldis getur átt sér margskonar birtingamyndir, rannsóknir hafa þó sýnt fram á að algengt er að bæði ​konur og karlar upplifa truflun í kynlífi eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, truflun sem getur varað til margra ára sé ekki unnið úr ofbeldinu (Walker o.fl., 2005). Sem dæmi ​virðist nokkuð algengt að konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis eigi erfitt með líkamlega snertinu og geta jafnvel upplifað snertingu maka óþæginlega. Kvennkyns þolendur geta átt erfitt með að njóta kynlífs með maka sínum og upplifa kynlíf jafnvel frekar sem skyldu en til gangkvæmarar ánægju (Sigrun Sigurdardottir, Sigridur Halldorsdottir og Soley S. Bender, 2013). 

Ef ekki er unnið úr ofbeldinu getur það leitt til áfallastreituröskunar.

 Hvert á að leita eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi?

Það eru oft þung skref að byrja vegferðina að bættri andlegri líðan eftir kynferðisofbeldi. Oft hafa liðið mörg ár frá ofbeldinu og skömmin stjórnar líðan. Sumir hafa reynt að grafa og gleyma og kosið þá leið að vinna ekki úr því sem gerst hefur. Það gæti tekist hjá einhverjum að halda tilfinningum dofnum, jafnvel í áratugi en úrlausn málsins mun alltaf eiga sér stað í einhverri mynd.

Hjá Stígamótum er flottur hópur fagfólks sem hjálpar öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi að vinna úr því. Eins má nefna Drekaslóð sem vinnur með þolendum ofbeldis. Neyðarmóttaka kynferðisafbrota á LSH tekur síðan þolendum nauðganna, ​tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Eins eru margir félagsráðgjafar og aðrir ráðgjafar sem hjálpa þolendum að vinna úr ofbeldinu og takast á við lífið. Til dæmis hefur Lausnin í sínum ráðgjafarhópi vel þjálfaða félagsráðgjafa sem meðal annars sinna slíkum málum.

 Hver eru fyrstu skref í átt að bata?

Að okkar mati er það alltaf fyrsta skrefið að segja frá, að viðurkenna það fyrir sjálfum sér að maður hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi og síðan að leita sér aðstoðar og ræða tilfinningar og líðan við aðila sem maður treystir. Þannig verður samtalið líklegast alltaf stærsta verkfærið á bataleiðinni.

Við hjá Lausninni vinnum með fólki sem hefur orðið fyrir ýmisskonar ofbeldi og er tilgangur námskeiðisins ,,frá kynferðisofbeldi í heilbrigt samband” að hjálpa pörum, hjónum og einstaklingum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og/eða eru makar þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi að takast á við afleiðingarnar af ofbeldinu, meðal annars á afleiðingunum á sambandið og á kynlífð innan sambandsins.

  Hafa fleiri leitað sér hjálpar eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eftir að umræðan varð opnari?

Umræðan um kynferðislegt ofbeldi er vissulega orðin opnari en áður var og þolendur kynferðisofbeldis eru orðnir meðvitaðri um að skömmin er ekki hans. Sem dæmi má fagna vitundarvakninguinni á facebook fyrir ekki svo löngu síðan þar sem fólk var hvatt til að skipta um prófílmynd til að standa með þolendum kynferðisofbeldis. það kom okkur þó á óvart, þrátt fyrir að vinna í málaflokknum, hversu margir höfðu orðið fyrir eða þekktu einhvern sem hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Markmið okkar hins vegar, og það sem við viljum koma fram með námskeiðinu ,,frá kynferðisofbeldi í heilbrigt samband” er að opna umræðuna um hvaða áhrif kynferðisofbeldi getur og hefur á kynlíf þolandands eftir að hann byrjar í nýju sambandi, og þá einnig hvaða árhif kynferðisofbeldið hefur á makan sem oft skilur ekki viðbörgð þolandans sem skilur þau jafnvel ekki sjálfur.

 Á einstaklingur sem hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi erfitt með að lifa "eðlilegu kynlífi" eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi?

Eins og áður kemur fram eru afleiðingar kynferðisofbeldis fjölmargar og í raun ótrúlega flókar. Afleiðingar af kynferðisofbeldi geta vissulega verið líkamlegar þannig að sá sem fyrir því hefur orðið á líkamlega erfitt með að stunda kynlíf. Hins vegar teljum við að afleiðingarnar séu oft og frekar tilfinningalegar og sálrænar. Reynsla okkar er að kynlífið í annars ,,góða” sambandinu getur orðið flókið þar sem ákveðnar tilfinningar tengdar kynferðisofbeldinu vakna til lífsins í kynlífi með makanum. Það getur orðið til þess að þolandin forðist kynlíf á meðan makinn upplifir það sem höfnun sem getur leitt til meiri háttar samskiptarvanda vegna þess að sameiginlegan skilning vantar. kannski vegna þess að ekki er búið að setja rétt orð á vandan og gefa rými til að ræða hann innan sambandins.

 Hvers vegna er skömmin hjá þolandanum eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, en ekki endilega eftir að hafa orðið fyrir líkamlegum áverkum td. eftir slagsmál?

Þrátt fyrir að allt ofbeldi sé slæmt þá er það líklegast kynferðisofbeldi sem gengur næst einstaklinginum. Kynlíf er náin athöfn þar sem krafist er nándar og líkamlegrar snertingar.

Það er líklega ein helsta spurning sem þolendur kynferðisofbeldis spyrja sig ,,hvað gerði ég rangt, hvað hefði ég geta gert öðruvísi, bauð ég upp á þetta, af hverju setti ég ekki skýrari mörk” Slíkar spurningar hafa í för með sér mikla skömm og það tekur oft langan tíma fyrir þolendur að átta sig á að hverju sem líður þá skipta þessar spurningar engu máli þar sem gerandinn hafi ekki leyfi til að gera það sem hann gerði, sama hvað. 

Leiða má líkur að því að bataferli í kynferðisofbeldis sé lengra en í öðru ofbeldi.

 Hvernig fer námskeiðið "Frá kynferðisofbeldi í heilbrigt samband" fram og fyrir hverja er það ?

Líklegast geta flestir verið sammála um að kynlíf getur verið dásamleg athöfn sem eykur nánd og ánægju í parasambandi. Einstaklingur sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, sama í hvaða mynd, hefur upplifað aðra hlið á kynlífi og kynferðislegum athöfnum, þ.e.a.s reynslu sem lituð er af þvingunum, vanmætti og sorg.​ Því getur það reynst þolendum kynferðisofbeldis erfitt að sjá kynlíf sem skemmtilegan, góðan, eðlilegan og gefandi part af parsambandinu.

Við hjá Lausninni viljum bjóða upp á námskeið sem ber nafnið Frá Kynferðisofbeldi í heilbrigt samband. Markmið námskeiðisins er að opna umræðuna um hvaða afleiðingar kynferðisobeldi getur haft og hefur á kynlíf og samskipti í nánum samböndum og hvernig er hægt að byrja að vinna að bættum stundum innan sambandins.

Á námskeiðinu, sem er 3 klst. örnámskeið verður farið yfir afleiðingar kynferðisofbeldis á náin tengsl. Farið verður yfir hvaða lausnir eru mögulega í sjónmáli og hvað þarf til að vinna sig út úr vandnum. Við sem höldum námskeiðið förum yfir faglega þekkingu á sviðinu svo og persónulega reynslu okkar varðandi kynferðisofbeldi. Á námskeið eru allir velkomnir, einstaklinga sem langar að fræðast, þolendum kynferðisofbeldis, makar og stuðnignsaðilar. Það er mikilvægt að geta þess að það verður enginn beðin um deilda sinni persónulegu reynslu á námskeiðinu.

Báðir kennarar námskeiðisins eru menntaðir félagsráðgjafar og eru með starfsréttindi sem slíkir.

Sjá heimasíðu námskeiðsins hér


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira