Það eiga engin leyndarmál að vera í húsfélögum og þar hafa allir íbúðaeigendur rétt á að fá að sjá öll þau gögn sem snúa að húsfélaginu. Ef stjórn húsfélags sinnir ekki lögboðnu hlutverki sínu til að halda aðalfund og skila ársreikningum, er lokaúrræði íbúðaeigenda að boða sjálfir til fundar og skipa nýja stjórn. Spyr.is fékk svar frá Húseigendafélaginu vegna fyrirspurnar frá lesanda um hvað væri hægt að gera, ef húsfélag legði ekki fram ársreikninga né stæði fyrir aðalfundi.
Lesandi spyr:
Hvert getur fólk leitað ef húsfélag trassar að halda löglegan árlegan aðalfund og skila ársreikningi?
Spyr.is sendi þessa fyrirspurn til Húseigendafélagsins og fyrir þeirra hönd svaraði Helga Þórhallsdóttir, lögfræðingur.
Helga:
Aðalfund húsfélags á samkvæmt lögum að halda ár hvert fyrir lok aprílmánaðar, og eitt af lögbundnum verkefnum aðalfundar er framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá. Stjórn húsfélags ber ábyrgð á að boða til aðalfundarins og útbúa og leggja fram ársreikninga.Sinni stjórnin ekki þessu hlutverki sínu á fyrstu fjórum mánuðum ársins er eiganda rétt að byrja á því að skora skriflega á stjórnina að boða til aðalfundarins og leggja ársreikningana fram svo fljótt sem verða má, og jafnvel innan nánar tiltekins frests.Dugi það ekki til getur eigandinn, eftir atvikum í félagi við aðra eigendur í húsinu, boðað til fundarins sjálfur að frestinum liðnum. Er þá rétt að taka það fram í áskorun á stjórnina að sú leið verði farin.Við þessar aðstæður er rétt að hafa í huga að í húsfélögum eiga engin leyndarmál að vera og allar upplýsingar sem varða rekstur félagsins og bókhald eiga að vera eigendum aðgengilegar. Öllum eigendum er tryggður í lögum réttur til þess að skoða bækur félagsins, reikninga og fylgiskjöl með hæfilegum fyrirvara en þó jafnan að viðstöddum stjórnarmanni.Þrátt fyrir að framangreindar skyldur séu lagðar á stjórn húsfélaga gefur það augaleið að stjórnarmenn verða ekki þvingaðir til þess að útbúa ársreikninga, geri þeir það ekki að eigin frumkvæði eða í kjölfar áskorunar þar að lútandi.Lokaúrræði eiganda, þegar stjórn hefur ekki sinnt áskorunum um að boða fund og leggja fram ársreikninga, er að boða sjálfur til fundarins, sbr. framangreint, kjósa nýja stjórn og fela henni að útbúa ársreikningana.Að lokum skal leggja ársreikningana fram á framhaldsaðalfundi, sem æskilegt er að halda við fyrsta tækifæri.
Er svarið þitt rætt í sjónvarpinu? Fylgstu með Spyrþættinum ,,Ég bara spyr" á Hringbraut á miðvikudagskvöldum kl.21.30 og kl.23.30. Þátturinn er endursýndur á Hringbraut um helgar.
Fyrst birt 15.10.2014
Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira
Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira
Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira
Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta. Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira
Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira
Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira
Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira
Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira
Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira
Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira
Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira
Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira
Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira
Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira
Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira
Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira
Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira
Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira
Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira
Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira
Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira
Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira
Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira
Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira
Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira
Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira
Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira
Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira
Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira
Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira
Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira
Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira
Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira
Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira
Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira
Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira
Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira
Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira