Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Fjármála- og efnahagsráðuneyti, 23.Feb.2016 Til baka

Ráðherrabílstjórar með 700-800 þús kr mánaðarlaun

Ráðherrabílstjórar með 700-800 þús kr mánaðarlaun

Samtals greiða ráðuneytin ríflega 90 milljónir króna á ári í laun og launatengd gjöld, fyrir bílstjóra ráðherra. Þetta þýðir að bílstjórar ráðherra eru að meðaltali með um 700-800 þúsund krónur í mánaðarlaun. Í svörum ráðuneytanna kemur fram að ráðherrabílstjórar eru einnig í hlutverki öryggisvarða fyrir ráðherra og sinna auk þess ýmsum erindum fyrir ráðuneytið. Má þar nefna rekstrarviðhald á húsnæði, verkefni í skjalasafni, losun endurvinnslutunna, afleysingar í eldhúsi, ýmis innkaup og sendistörf. Nánar má lesa um launakostnað ráðherrabílstjóra, bifreiðar ráðherra og upplýsingar um starf, í svari frá hverju ráðuneyti fyrir sig.

Lesandi spyr:

1. Hver er launakostnaður bílstjóra ráðherra á ári og felur starfið í sér eitthvað annað og meir en að keyra ráðherra á milli? 

2. Hver er bifreið ráðherra, árgerð og tegund? 

Spyr.is sendi fyrirspurnina á öll ráðuneytin.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Elva Sverrisdóttir,upplýsingafulltrúi:

Samkvæmt 8 gr. reglugerðar nr. 1281/2014 um bifreiðamál ríkisins skal ríkið leggja ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna og til aksturs frá heimili að vinnustað. Bifreiðin skal vera sér útbúin með öryggiskerfi og staðsetningarbúnaði og vera í eigu og rekstri ríkisins. Slíkri bifreið skal að jafnaði ekið af sérstökum bifreiðarstjóra sem sinnir jafnframt hlutverki öryggisvarðar hlutaðeigandi ráðherra. Bílstjóri ráðuneytisins annast einnig ýmis sendlastörf fyrir ráðuneytið  þegar færi gefst.

 
Árið 2014 nam heildarlaunakostnaður bílstjóra ráðherra  10,1 m.kr. Meðtalin eru laun afleysingabílstjóra og launatengd gjöld.
Bifreið sem ríkið á til afnota vegna starfa fjármála- og efnahagsráðherra er af tegundinni Mercedes Benz E 250 og var kaupár 2014. Kaupverðið var 9.587.850 kr. Jafnframt er vísað á  meðfylgjandi hlekk en þar má sjá svar ráðuneytisins frá síðasta ári við þingfyrirspurn um bifreiðamál.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Þorgeir Ólafsson, upplýsingafulltrúi:

Samkvæmt 8 gr. reglugerðar nr. 1281/2014 um bifreiðamál ríkisins skal ríkið leggja ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna og til aksturs frá heimili að vinnustað. Bifreiðin skal vera sér útbúin með öryggiskerfi og staðsetningarbúnaði og vera í eigu og rekstri ríkisins. Slíkri bifreið skal að jafnaði ekið af sérstökum bifreiðarstjóra sem sinnir jafnframt hlutverki öryggisvarðar hlutaðeigandi ráðherra. Bílstjóri ráðuneytisins annast einnig ýmis sendlastörf fyrir ráðuneytið  þegar færi gefst.

Árið 2015 var kostnaður vegna bílstjóra mennta- og menningarmálaráðherra um 10,9 m.kr.
Bifreið sem ríkið á til afnota vegna starfa mennta- og menningarmálaráðherra er af tegundinni Audi 6 og var kaupár 2008.
Forsætisráðuneytið - Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri:
Á árinu 2015 voru laun bifreiðastjóra ráðherra 8.761.656 kr. 
Auk aksturs fyrir ráðherra og umhirðu ráðherrabifreiðar sinnir bifreiðastjóri ráðherra ýmsum tilfallandi verkefnum fyrir ráðuneytið. 
Núverandi ráðherrabifreið er af tegundinni Benz, árgerð 2016. 

Velferðarráðuneytið - Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi:

Tveir bílstjórar starfa í ráðuneytinu, annar fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra og hinn fyrir heilbrigðisráðherra. Launakostnaður (laun og launatengd gjöld) vegna þeirra var á árinu 2015 að fjárhæð 20.723.986 kr. 

Bílstjórarnir gegna ýmsum verkefnum á meðan þeir eru ekki í akstri t.d. rekstararviðhald húsnæðis, losun endurvinnslutunna, afleysingar í eldhúsi, ýmis innkaup og sendistörf ásamt fleiri smá viðvikum. Samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 1281/2014 um bifreiðamál ríkisins gegnir bílstjóri ráðherra einnig hlutverki öryggisvarðar viðkomandi ráðherra. 

Ráðuneytið á tvo bíla: 

Tegund:        Landrover Freelander 
Undirtegund:        Freelander 
Árgerð:                maí 2008 
        
Tegund:        Volvo 
Undirtegund:        cx 90 
Árgerð:                2008 

Utanríkisráðuneytið - Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi:

Föst mánaðarleg heildarlaun bifreiðastjóra eru 718.870,-, þar af grunnlaun 440.084,- og föst yfirvinna að upphæð 278.786,-. 

Auk þess að vera bifreiðarstjóri utanríkisráðherra sinnir hann ýmsum verkefnum á aðalskrifstofu ráðuneytisins, m.a. í skjalasafni, þegar færi gefst frá öðrum skyldustörfum. Þá er rétt að nefna að bifreiðarstjórar ráðherra gegna jafnframt hlutverki öryggisvarðar viðkomandi ráðherra, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 1281/2014 um bifreiðamál ríkisins, og hefur bifreiðarstjóri utanríkisráðherra lokið námskeiðum þar að lútandi. 

Ráðherrabifreið er Land Rover Discovery 4 árg. 2014. 

Innanríkisráðuneytið - Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi: 

Heildarlaunakostnaður við ráðherrabílstjóra vegna ársins 2015 er 10.833.062 með launatengdum gjöldum og afleysingu.

Skilgreiningin starfsins er hin sama og í svari frá fjármálaráðuneytinu.

Bíll ráðuneytisins er Mercedes Benz E, skráður 3. september 2007.

Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið - Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi:

Launakostnaður við hvern bílstjóra hjá ANR er 10.150.932 kr. á ári (laun og launatengd gjöld) 

Ráðherrabílstjórar eru að auki öryggisverðir ráðherra. Svo hafa þeir umsjón með bifreiðunum (þrif / viðhald) ásamt því að fara ýmissa erinda fyrir ráðuneytið. 

Ráðherrabíll Ragnheiðar Elínar: Toyota Land Cruiser 120 VX, 2005 
Ráðherrabíll Sigurðar Inga: Toyota Land Cruiser 150 VX, 2015 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Guðný Lára Ingadóttir, ritari ráðuneytisstjóra:

Á árinu 2015 var heildarlaunakostnaður vegna bifreiðastjórar ráðherra, að meðtöldum launatengdum gjöldum, 10.425.937 kr.  Auk aksturs fyrri ráðherra og umhirðu ráðherrabifreiðar sinnir viðkomandi ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum fyrir ráðuneytið.
Núverandi ráðherrabifreið er Toyota Lexus árgerð 2005

Er svarið þitt rætt í sjónvarpinu? Fylgstu með Spyrþættinum ,,Ég bara spyr" á Hringbraut á miðvikudagskvöldum kl.21.30 og kl.23.30. Þátturinn er endursýndur á Hringbraut um helgar. Þá eru fasteignamálin einnig rædd í þættinum Afsal, sem sýndur er á Hringbraut á fimmtudagskvöldum kl.21.00. Báðir þættir eru í umsjón Rakelar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Spyr.is.

NÝTT! Viltu vinna þér inn 200 þúsund króna inneign hjá iKORT?

Spyr.is er í samstarfi við Tölvísi um kannanir sem fólk getur tekið þátt í og fengið greitt fyrir. Með skráningu er möguleiki á að vinna sér inn 200 þúsund króna inneign hjá iKort en kannanir. Tölvísi er hluti af alþjóðlegu umsjónarkerfi viðhorfahópa að nafni Cint sem hefur höfuðstöðvar í Stokkhólmi. Cint hefur umsjón með yfir 1.500 viðhorfahópum með alls 19 milljónum meðlima í yfir 65 löndum. Þátttakendur fá greitt fyrir að svara könnunum. Skráðu þig með því að smella HÉR eða á mynd.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira