Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Hús og heilsa, 27.Nov.2013 Til baka

Engar kröfur gerðar til þeirra sem skoða myglusvepp

Myglusveppur getur fundist víða í híbýlum, varast ber raka.  Mynd frá Ástu Guðjónsdóttur

Myglusveppur getur fundist víða í híbýlum, varast ber raka. Mynd frá Ástu Guðjónsdóttur

Spyr.is hefur fylgt eftir fyrirspurnum af ýmsu tagi er varða myglusvepp.  Fyrirtækið Hús & heilsa sérhæfir sig í raka- og mygluskoðun.  Í svari Hús og heilsu kemur fram að það er ekki algengt að fólk í fjölbýlishúsum veikist vegna myglusvepps í íbúðum annarra, en það getur þó komið fyrir ef fólk er mjög næmt fyrir sveppinum og myglusveppurinn mjög mikill.

 

 

Á vefsíðu Hús & heilsa kemur fram að fyrirtækið er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í raka- og mygluskoðunum.  Engar faggildingar eða kröfur eru gerðar til þeirra sem stunda mygluskoðanir á Íslandi og því er ekkert fyrirtæki með vottun eða viðurkenningu frá opinberum aðilum. Á vefsíðu kemur fram að forsvarsmenn fyrirtækisins vona að opinberir aðilar muni gera bót á þessu.

Í kjölfar greina sem Spyr.is hefur birt um myglusvepp í íbúðarhúsum, hafa lesendur sent inn fjölda fyrirspurna.  Algengt er að fólk spyrji hvert sé hægt að leita til að láta skoða hvort mögulegur myglusveppur sé í þeirra híbýlum.  Spyr.is mun ekki benda á einn aðila frekar en annan, en bendir fólk á að nota google eða ja.is til að leita upplýsinga.

  Hins vegar fékk Spyr.is svar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í byrjun sumars og þar kemur fram að heilbirgðiseftirlit sveitarfélaga hefur m.a. það hlutverk að meta ástand húsnæðis.  Ingibjörg H. Elíasdóttir, heilbrigðisfulltrúi sagði meðal annars í svari sem birt var 12.júní sl.:

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur m.a. það hlutverk samkvæmt ákvæði í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti, að meta ástand húsnæðis m.t.t. hollustuhátta. 

Fyrst og fremst er um sjónræna skoðun að ræða auk mælinga á þáttum sem hafa áhrif á innivist s.s. hiti, raki og koltvíoxíð. Heilbrigðisfulltrúar skoða húsnæði með tilliti til hvort þar séu rakaskemmdir vegna leka, rakaþéttingar á gluggum og veggjum, bak við húsgögn (kuldabrú)  eða önnur ummerki um óeðlilega rakasöfnun innanhúss.

Einn lesandi velti fyrir sér hvort myglusveppur í einni íbúð, gæti haft áhrif á aðra íbúa í fjölbýlishúsi.

Spurt er:

Ef það kemur upp myglusveppur í einni íbúð í blokk og fer í hurðina sem er út á gang, er þá hætta á að aðrir í blokkinni veikist ?

Spyr.is leitaði til Hús & heilsu til að svara þessu.

  Hús og heilsa:

Myglusveppurinn sjálfur berst ekki fram á gang, þ.e.a.s. myglan sjálf vex ekki nema að til komi raki.  

Afleiðuefni og gró geta borist með lofti og dýrum á milli rýma en fólk finnur venjulega ekki fyrir myglu í öðrum íbúðum þar sem eru steyptir veggir á milli og ekki opnar loftrásir nema að myglan sé í óvenju miklu magni eða einstaklingur sé sérstaklega næmur fyrir t.d. afleiðuefnum.

Fólk finnur mest til einkenna ef það er með viðvarandi rakavandamál inni í sínum íbúðum þar sem þessi efni, útgufunarefni frá byggingarefnum, gró og svepphlutar hlaðast upp í óeðlilega miklu magni.

Þá spurðu margir lesendur um einkenni myglusvepps.  Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, svaraði þessu vel í fyrirspurnum frá lesendum í apríl síðastliðnum.  

  Guðríður:

Hættan til staðar í öllum húsum.

Hættan er til staðar í hvaða húsi sem er. Það fer allt eftir því hvort raki er til staðar. Það er miðað við að eftir að byggingarefni hafa verið blaut í tvo sólarhringa megi búast við vexti myglusveppa.

Næg loftun er nauðsynleg. Stundum eru gerð mistök þegar hús eru byggð sem verða til þess að hlutar þeirra haldast rakir.  

Steypan sjálf er svo sem ekki sérlega ljúffengt efni fyrir sveppi en myglusveppir geta nærst á óhreinindum sem sitja í steypunni eða á málningu, lími og ýmsum efnum sem notuð eru í húsum og innréttingum í þeim.

Fjölmargir sveppir lifa á viði og geta því vaxið á rökum viði innanhúss jafnt sem rotnandi trjáviði úti í skógi.

 

Verið vakandi yfir pöddum og smádýrum.

Þegar  raki er innanhúss og upp spretta myglusveppir þá birtast þar einnig smádýr svo sem mítlar og mordýr (stökkmor), smádýr sem lifa á myglusveppum og finnast náttúrulega í rotnandi jurtaleifum í sverði.

Stærri smádýr eru t.d. ryklýs, parketlús og skápalús, enn fremur saggavinur lifa á sveppþráðum og gróum þeirra. Sjá nánar á Pödduvef Náttúrufræðistofnunar Íslands, pöddur í húsum.   

Köngulær veiða önnur skordýr sér til matar þannig að þær éta ekki myglusveppi beint.

Stundum eru smádýr búin að éta megnið af myglunni og það sem sést er fullt af skítaspörðum þeirra, pökkum af étnum sveppþráðabútum og gróum sem farið hafa gegn um dýrið.

Þá velta margir fyrir sér hvort algilt sé að fólk verði veikt af völdum myglusvepps og hversu heilsuspillandi myglusveppurin getur verið.  Í upplýsingum á vefsíðu Hús & heilsu kemur fram að rannsóknir bendi til þess að sumir séu viðkvæmari en aðrir:

Rannsóknir benda til þess að einstaklingar í ákveðnum vefjaflokkum séu viðkvæmari fyrir þessum eiturefnum en aðrir.

Þess vegna sýna íbúar húsnæðis ekki alltaf sömu einkenni hverju sinni nema kannski þar sem erfðafræðileg tengsl eru fyrir hendi. Einkenni geta jafnvel verið afar mismunandi á milli fjölskyldumeðlima sem búa í sama húsnæði.

Það er algengt að þar sem myglusveppur er í vexti finni aðeins hluti af íbúum eða starfsmönnum til óþæginda.

Þar sem einkenni eru almenn og ansi víðtæk eiga þau það samt sem áður sameiginlegt að þau minnka eða hverfa þegar ákveðið húsnæði er yfirgefið.

  Spyr.is mun halda áfram að fylgja eftir ýmsum fyrirspurnum lesenda er varða myglusvepp.

Mynd sýnir parket á gólfi í íbúðarhúsnæði sem nú stendur tómt og er í eigu Ástu Guðjónsdóttur, sem Spyr.is hefur meðal annars leitað til vegna heilsufarseinkenna af völdum myglusvepps.  Að sögn Ástu var parketið í íbúðinni einn þeirra staða sem henni hafði sjálfri ekki dottið í hug að gæti verið með svepp, en annað kom í ljós.  Það er því greinilegt að myglusveppurinn getur verið lúmskari en mörgum grunar.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira