Heilbrigðisfulltrúar skoða húsnæði með tilliti til hvort þar séu rakaskemmdir vegna leka, rakaþéttingar á gluggum og veggjum, bak við húsgögn (kuldabrú) eða önnur ummerki um óeðlilega rakasöfnun innanhúss. Kuldabrú getur myndast þar sem einangrun er léleg og kalt loft mætir hlýju lofti. Þar getur orðið rakaútfelling sem dregur að sér örverur sem setjast þar að.
Ingibjörg H. Elíasdóttir, heilbrigðisfulltrúi svarar fyrir hönd Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrirspurn um hvernig skoðun fer fram þegar verið er að kanna hvort myglusveppur eða raki er til staðar í íbúðum. Meðal þess sem fram kemur í svörum Ingibjargar er að það er ekki gott að þurrka þvott inni þar sem loftkæling er ekki næg.
Eins kemur fram að í dag er meira verið að skoða áhrif gamalla byggingarefna frekar en að leita af myglusveppum, til dæmis lími eða lakki.
Spurt var:
Hvernig fer ástandsmat fram þegar þið farið á vettvang vegna raka og myglu ?
Ingibjörg:
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur m.a. það hlutverk samkvæmt ákvæði í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti, að meta ástand húsnæðis m.t.t. hollustuhátta.
Fyrst og fremst er um sjónræna skoðun að ræða auk mælinga á þáttum sem hafa áhrif á innivist s.s. hiti, raki og koltvíoxíð. Heilbrigðisfulltrúar skoða húsnæði með tilliti til hvort þar séu rakaskemmdir vegna leka, rakaþéttingar á gluggum og veggjum, bak við húsgögn (kuldabrú) eða önnur ummerki um óeðlilega rakasöfnun innanhúss.
Kuldabrú getur myndast þar sem einangrun er léleg og kalt loft mætir hlýju lofti. Þar getur orðið rakaútfelling sem dregur að sér örverur sem setjast þar að.
Rakasöfnun innanhúss getur verið vegna leka og lélegrar einangrunar. Þetta getur einnig verið vegna ófullnægjandi loftræsingar/útloftunar eða upphitunar sem veldur því að raki þéttist innandyra, svo eitthvað sé nefnt.
Stundum er sjáanlegur örverugróður, málning með rakablettum, skemmd í gólfefnum eða jafnvel opin blaut sprunga eða fúkkalykt í íbúð.
Upplýsinga er leitað hjá íbúa um hvort lekið hafi frá lögnum, sprungum í veggjum eða vegna bilunar í heimilistækjum sem tengd eru vatni.
Engin viðmiðunargildi.
Heilbrigðiseftirlit getur mælt hitastig, rakahlutfall og CO2 í innanhússlofti og stundum staðfestir það sjónræna skoðun. Engin viðmiðunargildi eru í reglugerðum fyrir hitastig og rakahlutfall innanhúss á Íslandi en flestum finnst notalegt að hafa hitastig 20 -24.
Reynsla heilbrigðiseftirlits er að rakahlutfall sé sjaldan mælt nærri 50% innanhús á Íslandi þó loft sé þungt og jafnvel raki á gleri og rakaskemmdir sjáist nema loft sé svo rakamettað að yfirborð veggja og hluta sé blautt.
Ef grunur er um rakaskemmdir undir innréttingum, gólfefnum eða í innviðum húsnæðisins er íbúum bent á að leita til byggingarfræðilegs aðila s.s. iðnaðarmanns eða byggingarfræðings. Heilbrigðisfulltrúar opna ekki inní veggi, undir föst gólfefni eða innréttingar.
Fyrir kemur að heilbrigiseftirlit er kallað til að skoða aðstæður þar sem rakaskemmdir og mygla er tilkomin vegna hegðunar og umgengni notenda húsnæðisins. Verið getur að gluggar séu ekki opnaðir nægilega oft, viftur í eldhúsi ekki virkar eða óþarflega mikið sé látið renna af heitu vatn.
Ekki er gott að þurrka þvott inni þar sem ekki er nægjanleg loftræsing.
Nauðsynlegt að koma í veg fyrir rakasöfnun innandyra.
Lögð er áhersla á að fræða notendur húsnæðisins um nauðsyn þess að koma í veg fyrir rakasöfnun innandyra, bregðast við ástandinu og láta gera við ef byggingarefni nær að skemmast af völdum raka.
Leiðbeiningar heilbrigðiseftirlits fela því í sér að koma í veg fyrir rakasöfnun innanhúss og fjarlægja rakaskemmt byggingarefni eða efni sem örveruvöxtur sést á. Ef rakaskemmdir eða raki í húsnæði er vegna leka þarf að finna orsök hans og komast fyrir hann síðan þarf að fjarlægja skemmt byggingarefni, endurnýja það og þrífa húsnæðið.
Meðan beðið er viðgerða er lögð áhersla á að takmarka bleytu af völdum leka og halda svæðinu eins þurru og hreinu og kostur er. T.d. með að byrgja glugga, setja fötur undir leka eða skrúfa fyrir vatnsinntak.
Að undanförnu hefur umræða um rakaskemmt húsnæði snúist að mestu leyti um skaðsemi sveppagróðurs en athygli rannsakenda beinist nú meira að áhrifum efna sem geta losnað úr gömlum og rakaskemmdum byggingarefnum t.d. lími, lakki og öðrum efnavörum sem fyrir koma heldur en að sveppum.
Ingibjörg H. Elíasdóttir, heilbrigðisfulltrúi
Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur
Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar
Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira
Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira
Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira
Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta. Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira
Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira
Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira
Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira
Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira
Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira
Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira
Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira
Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira
Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira
Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira
Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira
Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira
Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira
Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira
Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira
Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira
Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira
Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira
Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira
Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira
Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira
Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira
Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira
Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira
Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira
Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira
Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira
Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira
Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira
Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira
Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira
Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira
Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira
Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira