Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Matvælastofnun, 26.Apr.2016 Til baka

Rýrnar næringargildi matvæla við eldun í örbylgjuofni?

Rýrnar næringargildi matvæla við eldun í örbylgjuofni?

Matur sem eldaður er í örbylgjuofni er ekkert óhollari en annar matur, segir í svari fagsviðsstjóra Matvælastofnunar, Zulema Sullca Porta. Eflaust er þetta þó mýta sem margir kannast við, enda segir Zulema í svari að þótt örbylgjuofnar hafi verið í notkun frá 1950, hafi enn margir áhyggjur af öryggi notkun þeirra fyrir heilsu. Þetta á ekkert síður við í dag þegar fólk kaupir meira af tilbúnum réttum miðað við áður. Zulema segir þó að vert sé að benda á nokkur öryggisatriði, eins og til dæmis brunahættu. Varðandi fyrirspurn lesanda um hvort eitthvað af lífrænum efnum glatist við eldun í örbylgjuofnum, segir Zulema að við eldun eða hitun á mat, rýrni alltaf einhver efni. Minna getur þó tapast við eldun í örbylgjuofni en suðu, vegna þess að í örbylgjuofninum notum við minna af vatni.

Lesandi spyr:

1. Er það rétt að næringargildi matvæla rýrni við eldun í örbylgjuofni?
 
2. Eyðileggst eitthvað af lífrænum efnum í matnum.

Fyrir hönd Matvælastofnunar svaraði Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri. 

Zulema:

Örbylgjuofnar - öryggi þess fyrir heilsuna og matarins

Örbylgjuofnar hafa verið í notkun frá 1950 og þó tækið sé nánast orðið sjálfsagður hlutur á heimilinu eru margir enn áhyggjufullir yfir öryggi þess fyrir heilsuna og áhrif þess á næringarefnin í matvælum sem þar fara inn. Sérstaklega núna þegar notkun þess er að aukast því fólk kaupir tilbúan rétti eða máltíðir í meira mæli en fyrr og hitar þá upp í örbylgjuofnum, er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga.

Staðreyndir um örbylgjuofnar

Þegar örbylgjur fara í gegnum matvæli verka vatnssameindirnar í matvælunum eins og örsmáir seglar og reyna að raða sér upp eftir rafsviðinu. Við það fara sameindirnar sjálfar að sveiflast og núast við aðrar þannig að hiti myndast. Maturinn hitnar því, það er, vatnið í matnum dregur í sig orkuna úr örbylgjunum og breytir henni í varma. Þetta útskýrir af hverju ílátið hitnar ekki.

Hönnun örbylgjuofna tryggir að aðeins sé hægt að keikja á ofninum þegar hurðin er lokuð. Þetta þýðir að örbylgjur eru eingöngu innan í ofninum á meðan keikt er á honum. Smávægilegur leki í kringum og í gegnum glerið (0-5 cm) er ávallt til staðar en það er yfirleitt vel undir því sem mælt er með í alþjóðlegum stöðlum. Hins vegar getur leki verið meiri ef ofninn er skemmdur, t.d. hurðir lokast ekki almennilega og/eða eru óhreinir.

Þegar örbylgjuofnar eru notaðir í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda, eru þeir öruggir og þægilegir til að hita og elda ýmis matvæli. Hins vegar þarf að hafa nokkrar varúðarráðstafanir í huga, sérstaklega með tilliti til hugsanlegra váhrifa örbylgja, brunahættu og meðhöndlunar matvæla.

Næringarefni og matvælaöryggi

Matur eldaður í örbylgjuofni er eins öruggur, og hefur sama næringargildi, eins og matur eldaður í hefðbundnum ofnum. Að minsta kosti hefur ekki verið sýnt fram á með rannsóknum að matur sem eldaður er í örbylgjuofni sé óhollari en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt.

Til útskýringar, matreiðsla, þ.e. hitun eða eldun veldur alltaf einhverju tapi á lífrænum efnum, næringarefnum og þá aðallega á vatnsleysanlegum vítamínum (B-vítamínum og C-vítamíni) sem eru hvað viðkvæmust fyrir hita. Vítamín fara að hluta út í vatn við suðu eða skemmast vegna hitunar. Þegar matur er eldaður í örbylgjuofni getur verið að það tapist minna af vatnsleysanlegum vítamínum en við suðu vegna þess að við notum minna af vatni. En vítamínin skemmast að einhverju leiti samt sem áður vegna hitunar. Þess vegna er mikilvægt hvort sem notaður er örbylgjuofni eða eldað á hefðbundin hátt að hitta matvæli ekki of lengi eða nota óþarflega mikið af vatni við suðu.

Það er hins vegar vert að nefna brunahættuna, bæði við eldun matarins í örbylgjuofni og með venjulegri hitun t.d. í potti. Heitur matur eða sjóðandi heitt vatn getur verið varasamur vegna brunahættu. Því er mikilvægt að bíða aðeins eftir að hiti dreifist betur í matnum sem er eldaður eða hitaður í örbylgjuofni, eða hræra í honum, svo hitinn jafnist, áður en byrjað er að borða.

Þar sem matur hitnar mjög snöggt í örbylgjuofni og hiti dreifist ekki jafnt eins og við venjulega hitun/eldun getur það leitt til að matreiðslan verði ójöfn. Þetta leiðir til ójafns hitastigs matarins og því hættu á að mögulegar sjúkdómsvaldandi örverur í matvælunum drepist ekki í þeim hluta matarins sem hitnar ekki nægjanlega vel. Þess vegna þarf að íhuga vel áður ern matur er hitaður eða eldaður hvaða eldunaraðferðir hentar sem best.

Nokkur atriði að lokun

• Fylgdu leiðbeiningum framleiðanda örbylgjuofnsins við matreiðslu matar og gerðu viðeigandi varúðarráðstafanir.

• Ekki nota örbylgjuofn ef hurðin lokast ekki þétt eða er boginn eða hefur skemmst á annan hátt.

• Ekki standa beint fyrir framan örbylgjuofn (og ekki leyfa börnum að gera þetta) í langan tíma á meðan hann er í gangi.

• Ekki hita vatn eða vökva í örbylgjuofni í of langan tíma.

Það er ekkert sem bendir til þess að örbylgjuofn sé skaðlegur, eða matur sem eldaður eða er hitaður í honum, enda væri þá ekki leyfilegt að selja hann. Athuga þarf að fjölbreytni í mataræði leggur grunn að góðri heilsu og vellíðan. Fjölbreytni felur ekki aðeins í sér val á mat sem er ríkur af næringarefnum heldur felur það líka í sér að nota fjölbreyttar aðferðir við matreiðslu þeirra.

Heilmildir:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=270

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=166

http://www.who.int/peh-emf/publications/facts/info_microwaves/en/

http://www.bag.admin.ch/themen/strahlung/00053/00673/03752/?lang=de

http://www.fda.gov/Radiation-EmittingProducts/ResourcesforYouRadiationEmittingProducts/ucm252762.htm

Er svarið þitt rætt í sjónvarpinu? Fylgstu með Spyrþættinum ,,Ég bara spyr" á Hringbraut á miðvikudagskvöldum kl.21.30 og kl.23.30. Þátturinn er endursýndur á Hringbraut um helgar. Þá eru fasteignamálin einnig rædd í þættinum Afsal, sem sýndur er á Hringbraut á fimmtudagskvöldum kl.21.00. Báðir þættir eru í umsjón Rakelar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Spyr.is.

 

 

 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira