Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Lukka ráðgjöf í mataræði, 19.Feb.2015 Til baka

Svar: Þú grennist með prótíni en hraðar öldrun

Svar: Þú grennist með prótíni en hraðar öldrun

Fræðimenn halda því fram að með því að takmarka magn af prótíni sé hægt að draga úr öldrun og langvinnum sjúkdómum.  Þetta segir Lukka á Happ um málið.

                                                                                                      

 

 

Spurt var:

Hvaða álit hafa aðilar á því að æskilegt sé að takmarka magn af próteini með tilliti til langlífis og sjúkdóma eins og sumir fræðimenn halda fram?

 

Lukka svarar:

Þetta er afar góð og mikilvæg spurning og ég velti því heillengi fyrir mér hvernig best væri að svara henni.  Svarið er nefnilega í 

senn mjög einfalt og afar flókið!

 

Spurningin er sérstaklega áhugaverð í ljósi þess að vinsælustu matarkúrarnir um þessar mundir eru svokallað steinaldarfæði (Paleo) eða lágkolvetna mataræði. 

Þeir matarkúrar sem leggja áherslu á hátt hlutfall prótína í fæðu hafa reynst góðir til árangurs þegar kemur að þyngdartapi. 

Þessi ástæða EIN nægir þó ekki til að sýna fram á heilbrigði þeirra því það dreymir fáa um að vera hasarkroppur með langvinna sjúkdóma og hraðari öldrun.

 

Neysla dýraprótína hraðar öldrun.

Lágkolvetnakúrar eru klárlega til heilsubóta ef mataræðið fyrir var fullt af gosdrykkjum og skyndibitamat eða öðru sem ekki gerir okkur gott en það er hins vegar óumdeilt að grænmeti og plöntuafurðir hafa mestu heilsueflandi eiginleikana.

Menn hafa lengi verið að leita að leið til að hægja á öldrun og frumuskemmdum og rannsóknir í þá veru hafa margar hverjar bent til þess að dýraprótín í fæðu hraði öldrun þar sem það valdi oxunar skemmdum í frumum og skemmdum á DNA. Neysla dýraprótína ýtir nefnilega undir framleiðslu IGF-1 eða Insulin-like growth factor sem er talinn ýta undir skemmdir í frumum.

Það eru líka til ýmsar rannsóknir sem benda til þess að neysla á prótíni úr dýrum og dýraafurðum s.s. kjöt, fiskur, mjólkurvörur o.s.frv. örvi vöxt krabbameinsæxla.  Má í þessu sambandi benda á rannsóknir Dr. Colin Campbell. 

Rannsóknir hans eru bæði tilrauna- og faraldsfræðilegar rannsóknir og benda allar til sömu niðurstöðu þ.e. að neysla dýraprótína ýti undir hraða öldrunar og þróun langvinnra sjúkdóma s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, sjálfsofnæmissjúkdóma og krabbameina. 

 

Viltu grennast eða halda heilsunni?

Mikilvægt er að átta sig á að ekki er allt prótín sett undir sama hatt þ.a. prótín úr plöntum hefur ekki þessi örvandi áhrif á vöxt æxla. 

Þegar fólk talar um að ná góðum árangri með því að borða meira af prótínum og fitu og minna af kolvetnum þá er það yfirleitt að tala um árangur í kílóum talið.

Það er nokkuð óumdeilt að prótín- og fituríkt mataræði veldur gefur okkur seddutilfinningu fyrr en mataræði ríkt af kolvetnum og því hefur fólk að jafnaði minni matarlyst á slíku mataræði.

Þyngd í kílóum er hins vegar ekki eini mælikværðinn á árangur og ef markmiðið er heilbrigði frekar en eingöngu útlitstengt þá ættum við frekar að hugsa um gæði hitaeininganna sem við innbyrðum heldur en hvort þær heita prótín, fita eða kolvetni. 

Mestu gæðin eru í plöntum, þar er mesta næringarþéttnin í formi trefja, vítamína, steinefna og snefilefna sem verja heilsu okkar gegn skakkaföllum.

Vissulega gerir okkur öllum gott að forðast einföld, unnin kolvetni s.s. hvítan sykur og hveiti en það þýðir ekki að við eigum að forðast öll kolvetni.

Ofþyngd og offita tengist aukinni áhættu á fjölmörgum langvinnum sjúkdómum og því hefur það alltaf heilsubætandi áhrif að breyta mataræðinu í þá átt að færast nær kjörþyngd sé fólk í mikilli yfirþyngd.

 

Þetta getur hjálpað.

Hugsaðu þó frekar um að næra líkama og sál heldur en að leggja áherslu á hvað á að forðast.  Safnaðu góðum venjum og þá detta hinar slæmu sjálfkrafa út með tímanum. Mín niðurstaða er því þessi:

Borðaðu alvöru mat, hreinan og óunninn og fáðu næringuna og vítamínin þaðan en ekki úr bætiefnum í pilluformi eða dufti. 

Láttu plöntur vera uppistöðu í fæðunni því þar færðu mesta verndun gegn langvinnum sjúkdómum og ótímabærri öldrun.  Borðaðu aðrar fæðutegundir í hófi en umfram allt njóttu án samviskubits.

Ég set hér með hlekk á skemmtilega heimildarmynd sem tengist efninu sem þú spurðir um.  Ég er ekki endilega að mæla með svelti eins og í myndinni en í henni eru þó áhugaverðar upplýsingar settar fram á skemmtilegan hátt.

Ég vona að þetta svari spurningu þinni og að ég hafi ekki skilið þig eftir með fleiri spurningar en svör en ef svo er er þér velkomið að spyrja áfram.  Til þess er spyr.is!

Fyrst birt 12.7.13.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira