Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Lukka ráðgjöf í mataræði, 16.Feb.2016 Til baka

Kúamjólk ekki endilega góð fyrir tennur og bein (5 uppskriftir af mjólk fylgja!)

Kúamjólk ekki endilega góð fyrir tennur og bein (5 uppskriftir af mjólk fylgja!)

Mjólkurklám sagði eiginmaður Lukku eitt sinn í umræðunni um að neysla á mjólkurvörum væri lausnin á beinþynningarvanda þjóðarinnar. Lukka segir samt að þótt hægt sé að finna rannsóknir sem segi kúamjólkina holla og heilsubætandi, þá sé hreinlega rangt að ýta undir þá trú fólks að kúamjólk sé nauðsynleg tann- og beinheilsu Íslendinga. Pistil Lukku má lesa hér að neðan en spurningar frá lesendum tekur Lukka fyrir í þættinum Heilsuráð Lukku, sem sýndur er á Hringbraut á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Þátturinn er einnig endursýndur um helgar og má nálgast á síðu Hringbrautar, sjá HÉR. Með pistli Lukku, fylgja 5 uppskriftir af mjólk.

 

 

Mjólkurklám

Sagt er að á 3 sekúndna fresti brotni bein af völdum beinþynningar á heimsvísu.  Beinþynning er algengt vandamál á Íslandi og af hennar völdum brotna bein 4 Íslendinga á degi hverjum. Nýleg fyrirsögn í fjölmiðlum á Íslandi sagði kalkskort vandámál of víða.  Undir fyrirsögninni var mynd af hillu fullri af skyri.

Af fréttinni mátti draga þá ályktun að aukin neysla á mjólkurvörum væri lausnin á beinþynningarvanda þjóðarinnar.  

Mjólkurklám! sagði eiginmaður minn þar sem hann er vel lesinn og hefur séð fjöldan allan af rannsóknum sem benda til þess að neysla á kúamjólkurafurðum tengist AUKINNI tíðni beinþynningar og beinbrota en ekki öfugt. Helstu kenningar um skaðleg áhrif mjólkurneyslu á bein eru annars vegar að mjólkurprótein og sykur (á sérstaklega við um sykurbættar mjólkurvörur) valdi úrkölkun og hins vegar hafi mikil kalkneysla þau áhrif að beinmyndandi frumur (osteoblasts) verði fyrir auknu álagi og skipti sér hraðar og því þrjóti þær fyrr á ævinni hjá þeim sem neyta mikilla mjólkurvara. Mjólkurneysla getur því styrkt bein til skamms tíma en verið orsakavaldur beinþynningar seinna á ævinni vegna hraðari öldrunar beinmyndandi fruma. Þetta er svipað því sem gerist hjá húðmyndandi frumum í mikilli sól – þær eldast hraðar.

Fjöldi rannsókna bendir einnig til þess að mikil neysla kúamjólkurafurða tengist aukinni hættu á krabbameinum og öðrum langvinnum sjúkdómum. Rannsóknir hafa bent til tengsla á milli mjólkurneyslu og krabbameina í æxlunarfærum s.s. brjósta-, legháls- og blöðruhálskrabbameina.  Ein af ástæðunum er talin aukning IGF-1 (Insulin-like growth factor) við mjólkurneyslu en IGF-1 hefur hvetjandi áhrif á frumuskiptingar. Sumar rannsóknir, þar með talin Íslensk rannsókn finna tengsl mjólkurneyslu við aukna áhættu krabbameina síðar á ævinni en aðrar rannsóknir sýna að neysla kúamjólkurvara getur örvað vöxt krabbameina þegar hann er á annað borð hafinn.  Sem sagt valdi ekki krabbameininu en örvi vöxt þess.

Þó að einnig sé hægt að finna jákvæðar rannsóknir um góð áhrif mjólkurneyslu eru heilsubætandi áhrif kúamjólkurneyslu í öllu falli mjög umdeild og því hreinlega rangt eða ósiðlegt að ýta undir þá trú fólks að kúamjólk sé nauðsynleg tann- og beinheilsu Íslendinga.   

Hvernig styrkjum við tennur og bein?

D-vítamín og K-vítamín eru ekki síður mikilvæg en kalk til að styrkja tennur og bein.  Þungaberandi æfingar og tog vöðvafestinganna á beinin styrkja þau hvað best.  Styrktarþjálfun, brokkólí, fræ, baunir og sólarljós væru því betri beinstyrking en öll mjólk í heiminum.

Sjálf drekk ég mjólk.  Mér finnst hún alveg nauðsynleg í kaffibollann minn á morgnana og ostur er reglulega borðaður á mínu heimili ásamt AB-mjólk og kotasælu.  Ég vel þessar afurðir vegna nautnarinnar við að borða þær en ekki til að styrkja tennur og bein. 

Það er mikilvægt að kalla hlutina réttum nöfnum.  Mjólk er vissulega GÓÐ – en EKKI endilega fyrir tennur og bein.

 

Hér að neðan má sjá nokkrar uppskriftir af heimagerðri mjólk.

#1. Kasjúhnetumjólk með hindberjum og kanil

2 ½ dl kasjúhnetur

75 dl vatn

handfylli hindber

½ tsk kanill

Setjið kasjúhnetur í blandara.

Hellið vatni yfir og blandið vel saman í blandara.

Bætið hindberjum og kanil út í og blandið vel.

Ef þú vilt fá þynnri mjólk má bæta við vatnsmagnið eða hella mjólkinni í gegnum síu.

 

#2. Möndlumjólk

2 ½ dl möndlur

1 l heitt vatn

2-3 döðlur eða örlítið hunang til að fá sætt bragð ef vill

Sejið möndlurnar í blandara.

Hellið heitu vatninu yfir og látið standa í um 20 mínutur til að mýkja möndlurnar.

Bætið döðlum (eða hunangi) út í og blandið öllu vel saman.

Hellið mjólkinni í gegnum sigti og síið hratið frá.

 

#3. Kókosmjólk með jarðarberjum

2 ½ dl kókosmjöl

1 l vatn

150 g fersk jarðarber

Setjið kókosmjöl í blandara.

Hellið vatni yfir, bætið jarðarberjum út í og blandið vel.

Ef þú vilt fá þynnri mjólk má bæta við vatnsmagnið eða hella mjólkinni í gegnum síu.

 

#4: Hafra-kakómjólk

2 ½ dl hafrar

1 l vatn

2 msk kókossykur

1-2 msk hreint kakó

Setjið hafra í blandara.

Hellið vatni yfir, bætið kókossykri og kakódufti út í og blandið vel.

Ef þú vilt fá þynnri mjólk má bæta við vatnsmagnið eða hella mjólkinni í gegnum síu.

 

#5: Möndlumjólk í einum grænum

·           2 kúfaðar msk  möndlusmjör

·           ½ l vatn

·           örlítið sjávarsalt

·           ½ tsk vanilla

·           hunang eða  hlynsíróp til að  sæta, ef vill

Setjið allt í blandara  og maukið.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira