Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Lukka ráðgjöf í mataræði, 05.Jan.2016 Til baka

Hvers vegna á að nota döðlur í stað sykurs?

Hvers vegna á að nota döðlur í stað sykurs?

Nú hefur þátturinn ,,Heilsuráð Lukku" hafið göngu sína á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og verða þeir frumsýndir næstu mánuði á mánudagskvöldum kl. 21:00. Í þættinum fjallar Lukka t.d. um heilsu, hollustu og betra mataræði. 

En Lukka heldur að sjálfsögðu áfram að svara fyrirspurnum frá lesendum hér á Spyr.is og í þetta skiptið velti lesandi fyrir sér hvers vegna döðlur séu notaðar í svona miklum mæli í stað sykurs. Hver er kostur þess að nota döðlur í staðinn fyrir sykur eða sukrin til dæmis? Lukka segir það skipta máli hvaða sæta er notuð í mat og segir lykillinn að hollu mataræði sé eins margar næringareiningar og hægt er að fá í eins fáum hitaeiningum og mögulegt er. Þegar kemur að sætuefnum flokkast sykur sem næringarlaus en hitaeiningaríkur. 

Döðlur innihalda trefjar, steinefni og vítamín og andoxunarefni og gefa heilmikið af næringu í bland við orku. Trefjarnar gera það líka að verkum að blóðsykurinn hækkar hægar en ef venjulegur sykur er notaður. Þess vegna eru döðlur betri kostur en hvítur sykur og flest öll sætuefni getum við flokkað á þennan hátt. 

Að lokum segir Lukka gott að vanda valið þegar kemur að sætu, en muna það að við megum flest minnka sykurneyslu almennt.

Lesandi spyr: 

Þegar fólk gefur upp "hollar" uppskriftir og jafnvel "sykurlausar" þá eru gjarnan í þeim döðlur í staðinn fyrir sykur. Mér er sagt að þurrkaðir ávextir innihaldi mikinn sykur sem fer beint út í blóðið og hækkar blóðsykurinn. Er einhver kostur þess að nota döðlur í staðinn fyrir sykur eða sukrin til dæmis?  

Spyr.is sendi fyrirspurnina á Lukku: 

Þetta er góð spurning og ég hef sjálf oft velt því fyrir mér af hverju svo mikil áhersla er lögð á það að finna “besta” sykurinn eða þann “hollasta” í staðinn fyrir að reyna að draga úr sykurneyslu almennt.

Þegar átök eins og sykurlaus september, meistaramánuður og annað slíkt fer í gang á haustin þá rignir yfir samfélagsmiðlana uppskriftum að hinum og þessum sætu uppskriftunum þar sem enginn sykur er notaður en kapp er lagt á að finna aðra sætu í staðinn.

Markmiðið ætti auðvitað frekar að vera að draga úr sætindaneyslu almennt frekar en að breyta sykurtegundinni.

Átök eins og þessi geta hjálpað fólki að skipta um gír og komast á rétta braut því þegar við erum föst í viðjum vanans getur verið mjög gott að gera svolítið átak í afmarkaðan tíma og svo verður oft léttara í framhaldinu að tileinka sér nýjan og betri lífsstíl.

En það er hætt við því að lífsstíllinn fari fljótt í fyrra horf ef einungis er breytt um sætutegund en haldið áfram að baka og borða kökur og sætindi.

Betra væri að leyfa sér að prófa fyrir alvöru sykurlausan september með því að sleppa sætu þann mánuð og upplifa þær breytingar sem á líkamanum verða.  Breytingarnar eru nefnilega ekki bara í því formi að einhver kiló  hverfi heldur gerist ýmislegt annað.  Bragðlaukarnir t.d. aðlagast mjög fljótt og þú tekur eftir því að þú verður mun næmari fyrir sætu bragði þegar þú gefur bragðlaukunum örlítið frí frá endalausu sætu áreiti.

Þrátt fyrir þetta þá skiptir jú einhverju máli hvaða sæta er notuð.  Ef við hugsum um næringareingar versus hitaeiningar þá myndi ég segja að lykillinn að hollu mataræði sé eins margar næringareiningar og þú getur fengið í eins fáum hitaeiningum og mögulegt er.

Með öðrum orðum næringarþéttni skiptir öllu máli.

Þegar kemur að sætefnum þá flokkast hvítur sykur sem næringarlaus en hitaeiningaríkur.

Döðlur hins vegar innihalda trefjar, steinefni, vítamín og andoxunarefni og gefa þér því heilmikið af næringu í bland við orkuna auk þess sem trefjarnar gera það að verkum að blóðsykurinn hækkar hægar en ef vejulegur sykur er notaður.  ÞESS VEGNA eru döðlur betri kostur en hvítur sykur og flest öll sætuefni getum við flokkað á þennan hátt.

Það er því gott að vanda valið þegar kemur að sætu en munum það þó að flest megum við vel við því að minnka sykurneyslu almennt. 

Góðar kveðjur,
Lukka


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira