Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Hundaþjálfun - svör, 26.Apr.2014 Til baka

Hundasvæði – 10 góðar reglur

10 góð ráð frá Heiðrúnu Villu

10 góð ráð frá Heiðrúnu Villu

Heiðrún Villa gefur hundaeigendum tíu góð ráð sem nýtast mörgum, hvort sem hundurinn er stór eða lítill.  Að fara með hundinn sinn á hundasvæði getur verið afbragðsleið til að leyfa hundinum að fá hreyfingu og útrás, en einnig til að æfa hann í til dæmis innkalli eða að sýna honum að þú veitir honum stuðning.

 

Hundasvæði –  10 góðar reglur

Heiðrún Villa

Hundasvæði getur verið afbragðs staður fyrir hunda og eigendur að koma á en svæðunum hefur fjölgað á landinu og virðist brýn þörf á að bæta við svæðum. En eru hundasvæði holl fyrir alla? Oft hafa komið fyrir leiðinleg óhöpp á hundasvæðum og slys orðið á hundum. Einnig hafa hundar og eigendur lent í slæmri reynslu sem hefur haft áhrif á félagshæfni hundsins. Það er mikilvægt fyrir hundaeigendur að hafa ákveðnar reglur bakvið eyrað ætli þeir með hundinn sinn á hundsvæði til þess að reynslan geti verið jákvæð og þroskandi bæði fyrir hunda og menn.

1. Hundasvæði eru oft notuð sem hreyfing og útrás fyrir hunda sem hafa kannski hangið inni allan daginn. Það getur komið sér vel en gallinn er sá að hundur fullur af orku er líklegri til þess að valda usla í hundahóp heldur en hundur sem hefur fengið útrás áður en hann kom á svæðið. Hundar sem hafa fengið útrás eru kurteisari og auðveldari í umgengni en þeir hundar sem spóla orkunni út í kringum aðra hunda. Ef þú ert með hund sem þarf að bæta félagshæfni sína innan um aðra hunda, getur verið gott að sinna hans hreyfiþörf áður en farið er á svæðið.

2. Ekki hanga við innganginn. Þar sem gengið er inn á svæðið er oftast mesta spennan í gangi. Þar koma hundar inn oftar en ekki mjög spenntir og miklar líkur á einhverjum riskingum eru við innanginn. Haltu þig því frá innganginum til þess að forðast óþarfa árekstra útaf spennu í þeim hundi sem er að koma.

3. Vertu á hreyfingu. Ef margir hundar eru á svæðinu er mjög gott að vera á hreyfingu, oft myndast spenna á milli hunda þegar stoppað er. Með því að vera á hreyfingu eykur þú líkurnar á að allt gangi vel og að óþarfa spenna myndist milli hunda til dæmis af sama kyni.

4. Gerðu þér grein fyrir viðeigandi hegðun. Þó að hundur urri, sýni tennur eða glefsi snöggt í átt að öðrum hundi þýðir það ekki að hann sé grimmur, hann er einfaldlega að gefa skilaboð um að honum finnist nálgun hins hundsins óþægileg og vilji hann frá sér.

Oftar en ekki eru það æstu hundarnir sem fá rólegri hunda til að glefsa frá sér vegna þess að þeir þola illa æsingin en horft er á rólegri hundinn sem þann sem er að valda usla því hann sýnir tennur eða glefsar, þegar raunin er sú að sá æsti er sá sem er að valda uslanum.

5. Yfirvegun skapar sátt og samlyndi. Þegar hundar eru ungir er algengt að það séu læti í þeim og þeir leiki mikið við aðra hunda. Þegar hundar eldast þá ætti markmiðið hjá hundaeigenda frekar að vera að hundurinn geti verið í kringum aðra hunda án vandamála þó hann vilji kannski ekki leika eins og þegar hann var yngri.

6. Þú átt að styðja hundinn þinn á hundasvæðinu. Það þýðir að ef honum finnst einhver hundur óþægilegur og gefur jafnvel merki um að hann vilji hann frá sér, hjálpar þú honum og sýnir honum þannig að þið eruð í þessu saman og hann þurfi ekki að bregðast illa við.  Þú þarft að styðja hann í þeim aðstæðum sem honum finnst ekki nægilega góðar eins og til dæmis að hundur sem honum líkar ekki kemur þétt upp að honum.  

Ef þinn hundur gefur merki um að vilja ekki hafa samskipti við hundinn sem kom að, þarft þú að sjá til þess að sá hundur fari áður en þinn þarf að gera eitthvað í málunum.

Þú þekkir þinn hund, vísaðu jafnvel strax hundum frá sem koma að ykkur og þú veist að hundurinn þinn mun ekki taka vel í, eins og til dæmis mjög æstir hundar eða hundar með ógnandi líkamstjáningu.

Það eru miklar kröfur gerðar á hund ef hann á að vera vinur allra, hvolpar og ungir hundar eru oft þannig, en svo á það til að breytast eftir því sem hundurinn eldist.

Ef þú ert með mjög æstan hund, ekki leyfa honum að vera ókurteis við aðra hunda. Það getur orðið til þess að einhver taki honum mjög illa.

7. Hundasvæði er tími til þjálfunar. Ekki hanga og slaka á meðan hundurinn þinn leikur lausum hala.

Æfðu hann í innkalli og allskyns skemmtilegum skipunum og æfðu hann líka að fara frá hundum sem sýna neikvætt viðmót við hann.

Skipun eins og “farðu frá” fær hundinn þinn til að fara í burt frá þeim hundi sem hann er að atast í og getur gert mjög góða hluti og komið í veg fyrir óþarfa óhöpp.

8. Litlir hundar þurfa að vera sér. Margir stórir hundar átta sig ekki á stærðarmun og geta meitt litla hunda. Því er gott að hafa sér svæði fyrir litla hunda þar sem þeir eru öruggir.

Alltaf er þó gott að bæta félagshæfni lítilla hunda með stórum og öfugt en það þarf að gerast með hundum sem eigendur þekkja og treysta.

9. Fáðu vin með þér á hundasvæðið. Það er afskaplega gott að búa til góða reynslu með því að fara á hundasvæði með vin sem á hund sem þekkir þinn hund og ekki gleyma að taka upp eftir hundinn þinn til að halda svæðinu snyrtilegu.

10. Leitaðu aðstoðar ef hundurinn þinn er að sýna óæskilega hegðun við aðra hunda. Allir hundar geta lært að umgangast aðra hunda en mikilvægt er að leita sér aðstoðar hjá fagmanni til þess að meta hvernig vinnu þarf að leggja í hundinn og hvort hann sé hæfur að fara á hundasvæði. Þar spilar eigandinn einnig stórt hlutverk.

Ekki láta hunda útkljá sín mál sjálfir. Ef það er vaninn sem þú vilt búa til getur þú lent í vandræðum. 

Fyrst birt 1.febrúar 2014

Birt 26.04.2014

 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira