Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Hundaþjálfun - svör, 30.Nov.2013 Til baka

Sagan af Skugga - hann er tveggja ára

Mynd frá Heiðrúnu Villu

Mynd frá Heiðrúnu Villu

Í dag birtum við bréf sem okkur barst frá Vigdísi, en henni þykir óskaplega vænt um hundinn sinn Skugga.  Hann er tveggja ára og glímir við ýmiss vandamál, enda ekki nægilega um hann hugsað.  Þið þurfið að byrja á því að halda fjölskyldufund, segir Heiðrún Villa hundaatferlisfræðingur í svari sínu. 

Vigdís skrifar:

Sæl. Fjölskyldan mín á 2 ára gamlan schefferhund sem heitir Skuggi. Pabbi minn keypti hundinn en hefur ekki beint verið duglegur að hugsa um hann.

Jú Skuggi hlýðir honum alveg en öðrum lítið. Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa hugsað meira um að gefa honum að borða og setja hann út o.s.frv. En málið er að enginn hefur tíma fyrir hann svo hann er mest allan daginn einn úti í keðjunni eða í stóra útibúrinu sínu.

Við búum í sveit og venjulega myndum við leyfa honum að vera lausum eins og við gerðum í fyrstu. En hann fer að eltast við kindur þegar enginn sér og hefur einu sinni drepið tvö lömb.

Mér þykir ótrúlega vænt um hundinn minn og hef ég verið sú eina sem getur stjórnað honum eitthvað af viti fyrir utan pabba minn. Í fyrstu var hann góður og blíður við alla, bara eitthvað smá hvolpaglefs en við ólum hann af því. En svo fórum við að taka eftir því að hann urrar á sumt fólk ókunnugt fólk en annað ekki (það kemur mikið af alls kyns fólki að heima hjá okkur).

Pabbi sér Skugga einn daginn vera að leika við litla stelpu á meðan annan daginn urrar hann og geltir á rútubílstjóra. Hann virðist rólegri þegar hann er ekki í keðjunni og urrar ekki, heldur er bara góður. Það er líka eins og hann urri frekar á ókunnugt fólk þegar það er með einhverjum sem það þekkir, þ.e. urrar ekki á ókunnuga fólkið ef það er eitt með honum.

Um daginn kom ég og bróðir minn heim eina helgina, en við erum bæði í heimavistarskóla. Við fórum að Skugga okkar til að leysa hann úr keðjunni og leika við hann. Það var myrkur, ég heilsa honum glaðlega eins og vanalega og klappa honum en þá byrjar hann að urra á bróður minn, svo byrjar hann að gelta og hoppar að honum, en hann er í keðju og bróðir minn hleypur undann. Ég tek þá í hann og held honum niðri þar til hann hættir að urra. Ég hélt þá að hann þekkti örugglega ekki bróður minn, hann kemur svo sjaldan heim núorðið. En samt var það skrítið, hann ætti að þekkja hann, búnir að þekkjast í nánast tvö ár. Aldrei hafði hann áður látið svona við fjölskyldumeðlim. Ekki gelti hann á eldri systur mína þegar hún flutti heim og Skuggi hafði aldrei verið mikið með henni.

Skuggi er hættur að urra, ég fer inn í hús og kem svo aftur út ca. 5 mín. síðar. En þegar ég kem að honum, klappa honum þá sperrist hann allur upp og fer að urra. Ég tek sitthvoru megin við kjaftinn á honum og segji nei í hvert skipti sem hann urrar, þar til hann hættir. Þá klappa ég honum þar til hann er slakur og leysi hann úr keðjunni.

Skuggi er þá orðinn góður. Mér fannst þetta mjög undarlegt, hann ætti alveg að þekkja mig þar sem það hafði aðeins liðið vika frá því ég sá hann síðast og ég hef verið með honum nánast hverja einustu helgi og öll önnur frí. En daginn eftir gerist það sama og hann meira að segja geltir og hoppar í áttina til mín eins og hann vilji ráðast á mig.

Ég fór aftur í skólann og kom svo aftur heim í dag. Það var enginn heima. Ég heyrði Skugga væla inn í bílskúr. Ég fór þangað til að hleypa honum úr búrinu sínu. Ég tek á móti honum eins og vanalega en byrjar hann þá ekki að urra á mig. Ég reyni að fá hann til að róa sig en gefst upp og hendi honum inn í búrið aftur. Þá verður hann ennþá brjálaðri og geltir og geltir. Hvað gæti stafað af öllu þessu? Hann hefur alltaf verið góður og blíður við mig en svo breytist það á viku.

Er hann að verða klikkaður af einveru?

Tengdist þetta eitthvað því að ég kom að honum einum í myrkrinu og kannski ógnaði honum einhvernveginn?

Mér finnst þetta mjög leiðinlegt og ég veit ekki hvað ég get gert. Þegar ég hef reynt að sýna pabba þetta þá er Skuggi bara góður. Hann er alltaf góður í kringum pabba. En spurningin er, er eitthvað sem ég get gert? Eða er þessi hundur bara að sturlast? Ættum við ekki frekar að gefa honum nýtt heimili þar sem fólk hefur tíma fyrir hann?

Kær kveðja, Vigdís

Heiðrún Villa svarar Vigdísi, en Spyr.is mælir með því að Vigdís hafi einnig samband við Heiðrúnu Villu beint.

  Heiðrún Villa:

Sæl Vigdís. Leitt að heyra með Skugga.

Það sem þið þurfið að gera til að byrja með er að halda fjölskyldufund. Þegar hundur býr á heimili er mikilvægt að allir í fjölskyldunni séu samstíga í því sem þurfi að gera til að tryggja að hundinum sé sinnt og hans vellíðan sé í fyrirrúmi.

Það eru ansi miklar kröfur lagðar á hund sem á að hlýða og vera góður í öllum aðstæðum ef honum er ekki sinnt. Þá á ég ekki bara við líkamlega þe mat og húsaskjól heldur líka andlega. Hundur af þessari gráðu verður að fá útrás daglega í hreyfingu og/eða vinnu af einhverju tagi. Hann þarf að hafa einhvern tilgang. Það þarf ekki að vera mikið, en samt daglega þannig að andleg heilsa hans haldist góð og auðvelt verði fyrir ykkur að vinna í þeim vandamálum sem upp hafa komið. Svo er það oft þannig að þegar hundur sýnir óæskilegar hegðanir er honum refsað með líkamlegri hörku af einhverju tagi, reiði og pirringi og það er eitthvað sem þarf að passa sig á, því það getur gert slæma hegðun enn verri.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að Skuggi þarf sitt og þá mun hann gefa ykkur góða hegðun til baka. Þar sem þú ert mikið í burtu er mikilvægt fyrir þá sem umgangast hundinn daglega að sjá til þess að honum sé sinnt með stjórnaðri hreyfingu eða vinnu þar sem hann má ekki vera laus, enda hefur hann ekkert að gera með það eins og er. Einnig er gott að gefa honum fáeinar reglur og hafa samskipti við hann á yfirvegaðan hátt þannig að hann sjálfur verði yfirvegaðri og líði betur og tala nú ekki um að hann fari að treysta meira.

Mér heyrist á póstinum að hundurinn sé ekki vel settur andlega og þá getur hann sýnt ýmsar neikvæðar hegðanir sem geta versnað ef ekkert er gert. Það góða er að það þarf ekki að taka langan tíma að koma hundi í jafnvægi, þessvegna bara 3-4 vikur en svo er miklvægt að viðhalda því.

Það er því ykkar sem fjölskyldu að setjast niður og ákveða framhaldið. Þið getið vel komið Skugga í gott jafnvægi aftur ef ykkur langar til þess og þú getur verið partur af því ferli þegar þú ert kemur í sveitina í fríum. Ef ekki þá væri annað heimili þar sem honum yrði sinnt betra fyrir hann.

Ég hvet ykkur til að taka sameiginlega ákvörðun um Skugga og hvort sem sú ákvörðun sé að þið vinnið í honum eða nýja heimilið þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar fagmanns til að koma Skugga á rétt ról á ný. Hann er farinn að sýna mjög óæskilega hegðun sem þarf að vinna í sem fyrst.

Velkomið að hafa samband við mig persónulega.

 

Hundaþjálfun.is

radgjof@hundatjalfun.is

Fyrst birt. 30.11.2013 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira