Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Hundaþjálfun - svör, 14.Nov.2014 Til baka

Hvernig á að heilsa hundi?

Hvernig á að heilsa hundi?

Tengingin á milli hunds og eigandans skiptir miklu máli segir Heiðrún Villa í svari til lesanda sem segist í vandræðum með hve mikið hundurinn geltir þegar hann mætir fólki á göngu.  Reynt ýmiss trix segir í fyrirspurn en Heiðrún Villa bendir til dæmis á að það getur verið gott að láta hundinn ganga nálægt eiganda sínum.  Fyrir alla gangandi vegfarendur fylgir einnig með plakat sem sýnir hvernig okkur ber að heilsa hundum.  

 

 

Spurt er:

Er með 10 mán. Bicon Frise tík. Hvernig fæ ég hana til að gelta ekki að fólki sem gefur sig að henni þegar við erum á göngu. Hef reynt ýmis trix með hundanammi en árangurinn ekkert sérstakur”

 

Athugið að svar Heiðrúnar Villu stendur fyrir svörum við sambærilegum fyrirspurnum þar sem hundaeigendur eru í vandræðum með hundana sína á göngu, til dæmis ef þeir mæta öðrum hundum eða fólki (sjá neðst).

 

 Heiðrún Villa:  

Mér heyrist vera eitthvað óöryggi í gangi hjá tíkinni þinni. Fyrst er gott að hugsa um göngutúrinn, eru þið tengdar á göngu eða er hún meira bara að gera sitt og þú hinn endinn á ólinni? Með því að fá hana huglega til þess að vera nálægt þér á göngu og þið saman þá getur það veitt henni mun meira öryggi í aðstæðum utandyra sem hafa komið henni til að gelta.

Þegar maður er tengdur hundi er mun auðveldara að hafa áhrif á hann og það veitir honum meira traust til þín inn í aðstæðunum. Ef hann er ekki tengdur eiganda sínum á göngunni er hann líklegri til að taka ýmsar neikvæðar ákvarðanir þegar honum finnst að hætta steðji að í staðinn fyrir að horfa á eiganda sinn fyrst.

Ef þér finnst erfitt að finna hvort það sé tenging í gangi þá getur þú fundið tenginguna ef td þú snýrð við eða stoppar og hún fylgir þinni hreyfingu án þess að þú þurfir að toga eitthvað í tauminn.

Einnig getur verið mjög gott að kenna svokallað ,,auto-sit" þegar þú hefur náð betri tengingu við skvísuna þína á göngu. Þá æfir þú að alltaf þegar þú stoppar þá á hún að setjast. Þegar hún finnur að þú ert staðföst með þetta fer hún að gera þetta sjálfkrafa. Hvernig þú kennir þetta er ekkert fast bara um að gera að prufa sig áfram. Þetta einnig gefur hundi meiri ró og eykur líkur á árangri.

Það sem er gott að gera þegar þú hittir einhvern er að biðja hann að beygja sig beint niður og bjóða tíkinni að koma til sín, en ekki fara að henni. Hafa ágætis pláss á milli. Ef tíkin geltir getur þú leiðrétt það td með því að segja NEI og sett hana í sitja skipun.

Og svo þarft þú að taka tillit til þess að hún er ekki tilbúin að láta ókunnugu manneskjuna fara nær. Maður þarf að styðja hundinn sinn ekki ætlast til að honum líki við alla. Því meira sem maður styður hundinn sinn því meira öryggi færist í hann í allskonar aðstæðum.

Einnig er gott að hafa bakvið eyrað að hlutlaus reynsla af ókunnugum er afskaplega góð, það þarf ekki endilega nammi til þess að reyna að fá hund til að líka eitthvað heldur í þessu tilviki er gott fyrir tíkina þína að öðlast hlutlausa reynslu. Það þýðir að þegar einhver er að tala við þig á að láta hana í friði, hún í sitja skipun og ef hún teygir sig fram og þefar af viðkomandi er það frábært mál, ef hún er óróleg eða geltir er gott að setja hana aftur í sitja skipun.

Það þarf aldrei að skamma eða refsa hundi, en það er hægt að leiðrétta með því að vera ósammála á yfirvegaðan hátt og biðja um aðra hegðun í staðinn. Það er allt mun auðveldara ef tengingin er til staðar.

Vona að þetta hjálpi, hundar eru mismunandi og misóöruggir þannig að það hentar ekki það sama fyrir alla, en þetta hafa reynst góð ráð fyrir marga og mig sjálfa þegar ég er að vinna með óörugga hunda.

Hér er plakat sem ég lét gera sem sýnir vel hvernig á að nálgast hund ef maður er ókunnugur og sérstaklega ef hundurinn er óöruggur gagnvart ókunnugum sem er í raun mjög algeng og eðlileg hegðun.

 

 

  Nýtið ofangreindar leiðbeiningar sem svör við fleiri fyrirspurnum um sama efni.  Sjá til dæmis þessar fyrirspurnir frá lesendum:  

Sæl, Rogh Collie hundurinn minn hefur mikinn áhuga á öðrum dýrum og þá sérstaklega hundum og köttum. Hann brjálast alltaf þegar hann sér kött og þótt ég geri mér grein fyrir því að það sé ósköp eðlilegt er einum of að hann sé geltandi og hlaupandi um á parketinu ef það er köttur úti í garði. Annað er með aðra hunda, ef hann sér annan hund geltir hann og æsist alveg þangað til að hann fær að hitta hundinn, en þá verður hann yfrleitt rólegri (hann villa bara heilsa uppá) En ég get ekki alltaf leyft honum að heilsa uppá aðra hunda og þá geltir hann og vælir lengi eftir að við erum farin frá hundinum. Ertu með einhver ráð? Með fyrirfram þökkum, Bergdís Helga Jónsdóttir

Sæl. Ég á tík sem er 10 ára blendingur af Schaffer, Border Collie og Terrier. Hún hefur breyst undanfarið ár, hún er orðin svo æst þegar einhver kemur og er á lengi að ná sér niður. Hún er ekki góð í göngutúrum ef hún mætir öðrum hund. Þá hefur hún þefað en svo bara viljað ana í hundana. Mér finnst hún ekkert hafa róast miðað við hvað hún er orðin gömul, það fer bara í hina áttina. Er eitthvað til ráða?

Hundurinn hjá mér flaðrar mikið uppum fólk, hvort sem ég er að mæta því útá götu eða kemur í heimsókn, eða heimilisfólk að koma heim, það hefur reyndar aðeins minnkað í göngu þar sem ég tek hana alltaf að mér þegar ég sé fólk nálgast - en mig vantar að fá að vita hvernin ég get vanið hundinn, sem er rétt rúmlega ársgömul og verið hjá mér í mánuð ca. af þessu, hún semsagt hoppar uppá fólk og æsist öll upp við að sjá fólk koma inná heimilið, kannski ekki best orðaða spurning í heimi, en held að þú náir því hvert ég er að fara, þarf semsagt að læra hvernin ég á að fá hana til að sitja kjurra og bíða eftir að sér sé heilsað en að hún stökkvi ekki á mann . . .

Er svarið þitt rætt í sjónvarpinu? Fylgstu með Spyrþættinum ,,Ég bara spyr" á Hringbraut á miðvikudagskvöldum kl.21.30 og kl.23.30. Þátturinn er endursýndur á Hringbraut um helgar. Fyrst birt 14.11.2011

 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira