Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Hundaþjálfun - svör, 12.Apr.2015 Til baka

Að skilja hunda eftir eina heima (aðskilnaðarkvíði) - svar

Í svari í dag gefur Heiðrún Villa góð ráð við því hvernig hægt er að vinna á aðskilnaðarkvíða hunda

Í svari í dag gefur Heiðrún Villa góð ráð við því hvernig hægt er að vinna á aðskilnaðarkvíða hunda

Heiðrún Villa svarar spurningu frá lesanda og segir aðskilnaðarkvíða algengt vandmál.  Einkenni aðskilnaðarkvíða er óróleiki þegar þeir eru skildir eftir, væl, gelt, skemmdarverk og stress sem gerir það að verkum að þeir létta á sér innandyra.

 

                                       

 

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist um aðskilnaðarkvíða hunda og hvað sé til ráða.  Lesendur:

Hvernig á að díla við aðskilnaðarkvíða?

Hvernig á að fara að að venja hund á að vera einan heima þannig að hann sé ekki að spangóla og gelta?  Hann er með einhverskonar aðskilnaðar kvíða.

Ég er með lítinn hund sem er ekki mikið einn heima en þegar það gerist mígur hann og/ eða skítur á gólfið. Þá skiptir litlu hvort við erum í burtu í 20 mínútur eða tvo tíma. Hvað er til ráða?

Sæl Heiðrún. Nú á ég japanese Chin/Chiuahuahua blöndu sem er 75% japanese chin og 25% tjúi.. Hann sefur alltaf í lokuðu búri á nóttunni á ganginum fyrir framan svefnherbergið og það er ekkert mál. Hins vegar er það annað mál þegar við ætlum að fara útúr húsi. Um leið og ég byrja að klæða mig í skónna þá byrjar hundurinn að væla og klóra í fótlegginn minn - hann greinilega áttar sig á því að við erum að fara að yfirgefa hann. Ég fer alltaf með hann út áður en ég fer og leyfi honum að gera stykkin sín og set hann svo inní búrið sitt og loka því. Þegar ég kem heim kannski 2-3 klst síðar þá er hann annaðhvort búinn að skíta í bælið eða míga (það er eitthvað sem ég hélt að hundar gerðu ekki) Mér finnst mjög leiðinlegt að þurfa að þrífa mottuna sem er í búrinu og koma heim og allt angar af kúkalykt. Svo þegar ég er komin inn þá byrjar hann að gelta á fullu og væla samtímis - ég fór eitthvað að googla þessa tegund og þá kom í ljós að japanese chin upplifir mikinn aðskilnaðarkvíða og vill helst ekki vera skilinn eftir einn - en stundum þarf maður bara að skilja hundinn sinn eftir heima, maður getur ekki alltaf verið með hann með sér. Svo ef ég er með hann í litla ferðabúrinu inní bíl þá líður honum mikið betur þar heldur en nokkurn tímann einn heima. Hvað myndir þú telja að væri til ráða og hvernig get ég komið í veg fyrir að hundurinn minn verður svona hræddur og hætti að skíta/míga í búrið sitt þar sem hann sefur?

 Heiðrún Villa svarar:

Takk fyrir spurningarnar.

Aðskilnaðarkvíði í hundum er algengt vandamál þar sem hundar eru hópdýr og vilja hafa hópinn sinn nálægan.

Einkenni aðskilnaðarkvíða eru óróleiki þegar þeir eru skildir eftir, væl, gelt, skemmdarverk og margir stressast svo upp þegar þeir eru einir að þeir létta á sér inni.

Það er mjög mikilvægt í okkar samfélagi að hundum líði vel í eigin skinni þó þeir séu skildir eftir einir heima. Oft þarf smá vinnu til þess að fá hund til að líða vel einum en það er vel gerlegt.

Til að byrja með þarf að ákveða einn stað heima sem má kalla yfirvegunarstað, griðar- eða öryggisstað. Þetta má vera afmarkað svæði, lítið herbergi eða búr. Því minni staður því betra því of mikið pláss eykur gjarnan óöryggi.

Sumir nota sama stað og hundurinn sefur í á nóttunni, en gott er að hafa þetta rólegan stað og sumir sem nota búr breiða jafnvel yfir það að hluta.

Áður en lengra er haldið til að útskýra af hverju við erum að búa til svona stað langar mig að koma með smá dæmi.

Segjum sem svo að þú eigir mjög stressaðan maka. Þig langar að gera eitthvað til að hjálpa og sendir makann í klukkutíma hugleiðslu á dag í sjö daga. Makinn þinn er nú ekki sáttur við það enda ekki vanur að fara í hugleiðslu og lítinn áhuga á því en þú nærð að sannfæra hann að gera þetta. Eftir þessa sjö daga er makinn þinn ekki bara stressminni, heldur ákveður sjálfur að fara í hugleiðslu aftur vegna þess að hann finnur hvað þetta gerir sér gott. Hann sækir þangað sjálfur og er kominn í meira jafnvægi andlega og á því auðveldara með að eiga við stressandi aðstæður.

Þú þarft að gera þetta fyrir hundinn þinn.

Þú þarft að senda hundinn þinn á yfirvegunarstað  í 20-90 mínútur á dag 1x-2x á dag þegar þú ert heima og láta hann vera þar útaf þú sagðir það ekki vegna þess að hann er líkamlega lokaður af. Við erum að vinna með hugann og búa til takmarkanir sem hafa mjög róandi áhrif á hunda. Að loka strax td ef þú ert með herbergi eða búr getur hægt á árangri og aukið stress. Hafðu því staðinn opinn til að byrja með.

Mikilvægast er að hundurinn á að vera þarna þangað til hann heyrir nafnið sitt. Hann má aldrei fara af yfirvegunarstaðnum nema heyra nafnið sitt.

Fyrst er það smá vinna að fá hundinn til að skilja hvað þú vilt og leiðrétta ef hundurinn brýtur skipunina en svo fer hundurinn að verða betri og betri í þessu og einnig fer hann að sækja þangað sjálfur því hann finnur yfirvegunina sem tengist þessum stað.

Yfirvegun er það hugarástand sem öllum dýrum líður vel í, enda þeirra náttúrulega hugarástand.

Mundu að mistök eru til þess að læra af þeim og eru oftast bestu kennararnir og því er bara gott að hundurinn geri mistök þegar hann er að læra hvað er rétt.

Mundu líka að þú þarft aldrei að skamma hundinn, heldur einfaldlega leiðrétta yfirvegað en sýna staðfestu í því sem þú hefur ákveðið.

Mörgum finnst hjálp í að setja hundinn í taum til að byrja með meðan hann er að læra.

Hundar hafa mjög gott af því að kunna að vera frá okkur og á einum stað þó að við séum heima að labba um, tala við fólk, opna hurðir og þessháttar. Notaðu ástand hundsins þegar hann er líklegur til að leggja sig td eftir hreyfingu eða á kvöldin til að æfa.

Þegar hundurinn þinn hefur áttað sig á og virðir það að nafnið hans er það eina sem kemur honum áleiðis er ekkert að gera fyrir hann nema slaka á og bíða.

Á þessum stað æfir hundurinn þinn þannig yfirvegun og eins og mottóið mitt er þegar yfirvegun er annars vegar eru engin vandamál og því meira sem hundur æfir yfirvegun því meira smitast hún inn í aðrar aðstæður.

Yfirvegun er að mínu mati stór þáttur af hamingju og vellíðan hunda og í að laga hegðunarvandamál.

Þegar á svo að skilja voffa eftir þá er hann sendur á yfirvegunarstaðinn 10-15 mínútum áður en þú ferð, svo lokar þú hvort sem það er herbergi eða búr og svo ferðu. Alltaf gott að hafa í huga að loka aldrei á neitt nema yfirvegun. Mundu að hafa heimkomu og brottför eins hlutlausa eins og þú mögulega getur.

Dagleg hreyfing og reglur heimavið hraða árangri en þessi regla sem tengist yfirvegunarstað getur haft mjög góð áhrif á hundinn þinn á svo margan hátt.

Gangi þér vel.

 

www.hundaþjálfun.is

https://www.facebook.com/hundatjalfun

Heiðrún Villa tekur að sér hunda í atferlisbootcamp og vinnur í ýmsum vandamálum eins og aðskilnaðarkvíða, slæmri hegðun utan sem innandyra. Sjá nánar hér.

Lesa fleiri svör frá Hundaþjálfun.is 

Fyrst birt 13.10.2013

Nefndu eitthvað eitt góð ráð úr svari Heiðrúnar við aðskilnaðarkvíða hunda.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira