Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Hundaþjálfun - svör, 03.Mar.2015 Til baka

Að læra að gera þarfirnar utandyra

Það getur tekið tíma að læra að gera þarfirnar utandyra

Það getur tekið tíma að læra að gera þarfirnar utandyra

Eitt af því fyrsta sem flestir hundaeigendur þurfa að ráðast í, er að venja hvolpinn sinn á að pissa úti.  Það getur oftar en ekki verið hægara sagt en gert og ,,slysin” innandyra geta því verið æði mörg.  Heiðrún Villa svarar lesanda sem spurði um þetta.

 

 

Spurt er:

Sæl Heiðrún. Ég hef gluggað í bækurnar þínar og er svosem búin að sjá að ég þyrfti að kaupa mér bók. En á meðan ég trassa það langar mig að spyrja þig að einu. Við erum með tík, blöndu af Labrador og Golden og hún er fædd um miðjan júlí.

Hún er mjög dugleg að læra, virðist klár og skilja vel það sem við höfum uppálagt henni. En hvað má ég gera ráð fyrir löngum tíma þar til hún lærir alveg að fara út og gera þarfir sínar? Hún virðist vera búin að átta sig á að það er bannað að gera þær inni.

Í það minnsta fer hún stundum fram að hurð og lætur vita af sér og skammast sín þegar hún er gripin við að gera þetta inni. En þess á milli lætur hún ekkert í sér heyra og lætur bara vaða einhversstaðar. Svo erum við kannski að finna það löngu síðar og þýðingalítið að gera mál úr því þá.

Svar Heiðrúnar Villu stendur fyrir fleiri sambærilegum fyrirspurnum þar sem hundaeigendur eru í vandræðum með að hundarnir pissa hér og þar.

Heiðrún Villa:

 

Takk fyrir spurninguna.

Tíminn sem tekur hvolp að verða húshreinn er mjög mismunandi, en reikna má með að hvolpur sé orðinn húshreinn 5-7 mánaða.

Endurtekningar og staðfesta þín í að kenna honum það rétta er mikilvægt til að ná árangri og hafa þarf í huga að alltaf geta komið fyrir stöku pissuslys inni.
 

Hér koma nokkrir punktar sem létta ferlið.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvenær er líklegt að hvolpur þurfi að létta á sér:

Eftir að hann vaknar

Eftir að hann borðar og drekkur

Eftir að hann er búinn að leika sér

Eftir að hann er búinn að vera í miklum æsing

Óþolinmæði og of háar kröfur gera það oft að verkum að við verðum pirruð við hvolpinn og skömmum hann mikið ef koma fyrir slys inni.

Það er óþarfi þar sem það er fullkomlega eðlilegt að hann læri ekki strax að ekki eigi að pissa inni og með því að skamma hann getur hann misskilið okkur og einfaldlega tengt hræðslu og neikvæðni við að pissa nálægt þér og þessvegna farið að pissa inni í laumi þegar þú sérð ekki til.

Eins með gamla pissupolla, hvolpur mun ekki skilja reiði útaf þeim.

Það er mjög gott að verðlauna þegar hvolpur léttir á sér á réttum stað, en það er um að gera að hafa það ekki í miklum æsing, rétta hvolpinum td nammimola strax eftir að hann er búinn og láta hann heyra eða finna að þú ert ánægð með hann á yfirvegaðan máta samt.

Þú getur tengt “pissa” skipun við athöfnina ef þú vilt sumir finna gagn í því.

Ef hvolpur gerir þetta inni þannig að maður sjái til er um að gera að taka hvolpinn og setja hann þar sem á að gera hlutina, alveg óþarfi að reiðast en allt í lagi að segja NEI við hann þegar maður grípur hann til að setja hann út. Hrósa svo ef hann klárar úti.

Rútína er vinur margra í þessum efnum og að skammta mat og vatn á meðan hvolpurinn er að ná þessu getur reynst mikil hjálp.

Ef hvolpurinn borðar alltaf og drekkur á sama tíma léttir hann alltaf á sér á sama tíma og þá sérðu rútínu myndast. Þessvegna getur þú látið rútínuna hjálpa þér og hvolpinum að búa til góðan vana.   

Mismunandi er hvernig fólk skammtar mat en ein leið er til dæmis að gefa hvolpinum í hádeginu, kaffinu og á kvöldin að borða og alltaf vatn með, og svo vatn aukalega einu sinni til tvisvar yfir daginn, til dæmis á morgnana og/eða eftir göngutúra.

Gott er að gefa hvolpinum ekkert eftir kl 20 á kvöldin það minnkar líkurnar á að hann létti á sér á nóttunni eða veki þig um miðja nótt alveg í spreng.

Þegar hvolpur er hinsvegar orðinn húshreinn má hafa vatn alltaf hjá honum óski maður eftir því.

Það virkar alltaf vel ef margir búa á heimilinu að skrifa upp matar og út að létta á sér rútínu svo allir getir tekið þátt sem flýtir ferlinu til muna.

Einnig hjálpar mjög að útbúa griðarstað sem hvolpurinn á að vera á þegar þú getur ekki fylgst með honum. Þetta getur verið lítið afmarkað svæði eða búr, hvað sem þér finnst henta.

Þegar hundur á sér griðarstað vill hann ekki vera að létta á sér þar og heldur frekar í sér, þá er hægt að fara með hann beint út af griðarstaðnum og þá er líklegt að hann létti á sér úti.

Þegar hvolpurinn leitar svo eftir því að gera þarfir sínar úti eftir að þú ert búin að hrósa honum fyrir það vantar honum einhverja leið til þess að láta þig vita að hann þurfi út.

Sumir hvolpar finna sína leið með því að væla við hurðina, eða með því að horfa á eiganda sinn og spennast upp eða hvað sem er.

Sumir hundaeigendur halda rútínunni vel og þá þarf hundurinn ekki neina leið til að láta vita, hann veit rútínuna og heldur í sér samkvæmt henni, það er líka hið besta mál.
Þú getur hjálpað honum með því til dæmis að láta hann alltaf setjast við hurðina áður en hann fer út að pissa þá veit hann að það er ein leið það til að fá þig til að hleypa sér út.

Endurtekningar skipta miklu máli þá kemur þetta.

Einnig getur þú notað þá leið sem hundurinn hefur fundið upp sjálfur sem er oft einhver líkamstjáning í staðinn fyrir hljóð til að láta þig vita.

Ef hvolpurinn er að pissa í mottu heima er líklegt að hann geri það aftur.

Hvolpar finna lykt af pissi í mottum nema þær sem eru þrifnar sértaklega vel (mundu að hundar eru með frábært lyktarskyn) og því er mælt með að fjarlægja mottur á heimilinu tímabundið ef hvolpurinn sækir í þær til að létta á sér.

Gott er að þrífa ekki allt upp um leið utandyra við heimilið tímabundið því hvolpur sækir í að létta á sér þar sem hann finnur lykt af því.

Það er því gott að það sé eitthvað um þvag og skít eftir hann á þeim stað sem hann á að létta á sér til að hjálpa honum að skilja betur hvar á að gera þetta. Þegar hann er svo orðinn góður í þessu má auðvitað hreinsa allt upp.

Margir pirra sig mikið yfir pissupollunum og missa því af þeirri gleði sem fylgir því að vera með hvolp inn á heimilinu.

Því er um að gera að sýna hvolpinum skilning og gefa þessu tíma og þolinmæði. Þetta verður fljótt tímabil sem þú manst varla eftir.

Gangi þér vel!

www.hundaþjálfun.is

https://www.facebook.com/hundatjalfun

Er svarið þitt rætt í sjónvarpinu? Fylgstu með Spyrþættinum ,,Ég bara spyr" á Hringbraut á miðvikudagskvöldum kl.21.30 og kl.23.30. Þátturinn er endursýndur á Hringbraut um helgar. Þá eru fasteignamálin einnig rædd í þættinum Afsal, sem sýndur er á Hringbraut á fimmtudagskvöldum kl.21.00. Báðir þættir eru í umsjón Rakelar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Spyr.is.

Fyrst birt.7.10.13

 

Hvað eru hvolpar oftast gamlir þegar þeir eru orðnir húsvanir?


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira