Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Veraldarvefurinn, 16.Mar.2015 Til baka

Hún skrifaði þessi skilaboð til okkar, rétt áður en hún dó

Hún skrifaði þessi skilaboð til okkar, rétt áður en hún dó

Um miðjan september síðastliðinn, lést bloggarinn Charlotte Kitley. Hún barðist við krabbamein og hafði vitað í hvert stefndi um nokkurt skeið. Síðasta pistilinn sinn, skrifaði hún nokkrum dögum áður en hún lést. Hún bað samt um að hann yrði ekki birtur fyrr en að henni látinni.

Pistillinn fylgir hér í lauslegri þýðingu og er góð lesning fyrir okkur öll.

Charlotte bjó í Bretlandi og var 36 ára þegar hún lést.

Þessi skilaboð hafði hún fyrir okkur hin.

 

Það er komið að lokum.

Ég hef alltaf verið rosalega skipulögð. Skrifa allt niður á verkefnalista, bæði það sem ég þarf að gera og markmið sem ég set mér. Er rosalega dugleg að byrja á einhverju en ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá er ég alltof gjörn á að klára ekki öll verkefnin sem ég byrja á. Gleymi því hvað ég ætlaði að gera eða hættir að þykja það nógu spennandi.

Í baráttunni við krabbameinið bjó ég þó ekki við þann munað að hafa eitthvað val. Krabbamein er ekki þannig að þótt þú viljir það ekki eða nennir ekki að glíma við það, þá bara fer það ekkert. Enginn takki til að slökkva og kveikja. Frá því að ég greindist, hef ég því þurft að mæta í ótal blóðprufur, lyfjameðferðir og hvaðeina annað sem fylgir. Krabbameinið tók eiginlega yfir allt hjá okkur, það hefur allt snúist um veikindin.

Allar samverustundir eða hátíðarstundir fjölskyldunnar, eru líka skipulagðar í kringum lyfjameðferðina. Er ég líkleg til að eiga góðan dag eða slæman þennan dag.  Meira að segja börnin mín eru farin að kunna að skipuleggja allt í kringum þessa daga. Vonandi er þetta þó ekki eitthvað, sem mun varpa of miklum skugga á þeirra annars góðu æsku.

Það var erfiðast að þurfa að segja þeim sannleikann. Þurfa að segja þeim í hvað stefndi.  Það var nefnilega þannig fyrir stuttu síðan að við vissum að nú væri þetta ekki lengur spurning um einhverja mánuði. Þeir voru að gefa mér daga. Kannski tvær vikur.

Það var komið að þessu.

Í fyrstu vildu læknarnir að ég yrði lögð inn á spítalann og yrði þar. En við náðum sem betur fer að sannfæra þá um að leyfa mér að fara heim. Þetta væri svo stuttur tími sem við hefðum, að það að fá að njóta hans saman, skipti svo miklu máli. Ég vildi ekkert fremur en að vera með ástríkum eiginmanni mínum og börnunum mínum þessar fáu stundir sem ég ætti eftir.

Núna, þegar ég er að skrifa þessi orð niður á blað, ligg ég heima í sófanum. Ég er nokkuð verkjalaus og er bara að reyna að klára hin og þessi verkefni sem ég þarf að klára. Að undirbúa jarðaförina mína er þar á meðal og líka að selja bílinn minn. En ég er þó þakklát fyrir það að vera enn að vakna í rúminu mínu á morgnana og geta faðmað og kysst börnin mín.

Þegar þú lest þennan pistil minn, er ég dáin. Eiginmaðurinn minn, Rich, stendur þá eftir og þarf að horfast í augu við sorgina. Mun væntanlega taka bara eitt skref í einu, til að reyna að halda áfram. Ég veit að það verður erfitt fyrir hann að vakna á morgnana, án þess að ég sé við hliðina á honum lengur. Sjá sólina koma inn um gluggan, en enga eiginkonu í rúminu. Hann á eftir að gera tvo kaffibolla klára, áður en hann fattar að í rauninni þarf hann bara að hella upp á einn.

Lucy dóttir mín á eftir að þurfa að finna einhvern annan en mig til að hjálpa sér að setja teygju í hárið sitt á morgnana. Sonur minn Danny, þarf að finna einhvern annan til að leita að Lego lögreglumanninum sem hann er örugglega búinn að týna. Hingað til hefur það verið mamma sem hann leitar til. Manneskjan sem veit örugglega betur en aðrir, hvar er best að leita.

Og bloggpistlarnir mínir munu hætta að birtast. Það verða ekki fleiri kaflar. Þetta er sá síðasti.

En það er bara svo víða, sem einhver hefur misst einhvern. Svö mörg heimili sem eiga ekkert nema minningar um einhvern ástvin, sem nú hefur kvatt. Ég get ekki skýrt það út, hvers vegna þetta er svona eða hver tilgangurinn með því er. Ég verð leið yfir því, eins og þið. Já, myndi svo gjarnan vilja lifa áfram, hlæja, borða, kjafta um allt og ekkert, vera með vinum mínum, sjá börnin mín fullorðnast, verða sjálf gömul og krumpuð og eldast með honum Rich mínum. En, ég hef ekki það tækifæri að geta það.

En þú hefur það.

Þannig að það sem ég ætla að biðja þig um, er að njóta lífsins. Gríptu það í fangið, hristu það og fáðu sem mest út úr því hverja einustu sekúndu sem þú hefur. Njóttu tímans með börnunum þínum. Í alvörunni, þú ert mjög líklega ekki að gera þér grein fyrir því hversu verðmætt það er að þú hafir tækifæri til þess að eiga þennan tíma með þeim. Þótt það séu bara stundir þar sem þú ert að reka á eftir þeim á morgnana, eða hjálpa þeim að bursta tennurnar.

Ræktaðu þína nánustu og láttu þá vita hversu vænt þér þykir um þá. Ræktaðu sambandið einna helst við þá, sem gefa þér ást og kærleika til baka. Það eiga það allir skilið og þurfa á væntumþykju að halda. Reyndu líka að starfa við það sem þú hefur áhuga á og passaðu þig á því að verða ekki þræll vinnunnar. Ég get lofað þér því að þú munt nefnilega aldrei segja ,,Ég vildi óska þess að ég hefði unnið meira.”

Farðu út að skemmta þér með vinum, hlæðu og njóttu þess að borða góðan mat. Góður, heiðarlegur og sterkur vinskapur er guðs gjöf og í raun hefur þú það í hendi þér að rækta slíkt samband. Þú getur nefnilega valið þér vini en ekki vandamenn.

Veldu lífsförunautinn vel og reyndu að rækta ástina með þeim aðila eins mikið og þér er unnt. Reyndu að draga fram það jákvæða og fallega í kringum þig, því það er nógu mikið til af einhverju slæmu í heiminum. Það sem þú ættir að gera, má eiginlega líkja við að taka mynd af regnboganum og setja hann síðan í ramma. Þannig velur þú það sem þér finnst best og fallegast og ert með það hjá þér, alltaf í augsýn svo þú gleymir ekki öllu því sem þú átt. Það er nefnilega eitthvað gott til í öllu, við eigum það bara til að hætta að taka eftir því.

En jæja, nú kveð ég. Takk fyrir allt síðustu 36 árin sem ég hef átt með ykkur. Allt frá stelpunum sem ég var með í skóla og stríddu mér, yfir í eiginmennina sem hafa deilt því með mér með hvaða hætti konurnar þeirra undirbjuggu börnin sín undir það að móðir þeirra væri að deyja. Í raun er það þannig að þið öll sem ég hef einhvern tíman hitt á lífsleiðinni, hafið á endanum haft áhrif á það hver og hvernig ég er.

Og mundu bara í kvöld, áður en þú ferð að sofa, að kíkja út um gluggann og horfa á stjörnurnar sem þú sérð.

Ein þeirra verður ég, horfandi niður til ykkar að fylgjast með.

Ég ætla að vera með glas af pina colada í annarri og súkkulaði í hinni.

Góða nótt, guð blessi ykkur og bestu kveðjur, Charlotte.

Mundu eftir að vera vinur Spyr.is á Facebook - ótrúlega margt á döfinni næstu vikurnar - verðlaun og fleira.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira