Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir, 02.Mar.2015 Til baka

Kolvetni og afköst – engin klisja!

Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir.

Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir.

Mikið hefur verið rætt og ritað um kolvetni eða öllu heldur kolvetnasnautt mataræði síðustu vikur. Sitt sýnist hverjum en með pistli dr. Önnu Sigríðar fengu lesendur tækifæri til að senda inn spurningar sem dr. Anna Sigríður svaraði. Áhugaverður pistill og góð lesning.

 

 

Anna Sigríður:

Kolvetni og afköst – engin klisja!

Þessu tvennu ætti ekki að rugla saman þótt vissulega geti holdfar haft talvert að segja um heilsufar einstaklinga – sem þó er heldur alls ekki algilt eins og hefur áður komið fram í pistlum hér á Spyr.is.

Innleggið í dag snýst þó ekki um holdafar og heilsu heldur fyrst og fremst gildi kolvetna fyrir íþróttafólk og almenning sem stundar markvissa og reglulega þjálfun, enda má lesa um aðra þætti í ágætum pistlum margra kollega minna í stétt næringarfræðinga.

 

Árangur = vel samsett fæði.

Til að ná árangri í íþróttum er æskilegt að borða vel samsett fæði sem veitir öll orkuefnin; prótein, fitu og kolvetni. Vöðvar vinna úr blöndu orkuefnanna en ekki hreinum bruna eins orkuefnis en vægi þeirra er mismikið eftir mataræði, álagi (ákefð og tíma) og líkamsástandi. Hlutfallslega eykst vægi kolvetna við aukna ákefð en heildarmagnið sem við þurfum á dag er fyrst og fremst háð líkamsþyngd. Það er stærsti vandinn við almennar ráðleggingar að þar er gengið út frá hlutföllum orkuefna, en þau geta verið verulega skekkt þegar breytileikinn í orkuþörf er orðinn jafn mikill og raun ber vitni milli ólíkra íþróttagreina og mikla þjálfun.

Rannsóknir benda til að við stífa þjálfun þar sem verulega er gengið á kolvetnaforða líkamans þurfi að innbyrða 7-10 grömm af kolvetnum fyrir hvert gramm líkamsþyngdar á dag til að viðhalda kolvetnaforðanum, en það er lykilatriði til að líkaminn sé tilbúinn undir átök dag eftir dag í fleiri daga. Ef ekki er fyllt á forðann sígur hægt og rólega undan og afkastagetan verður smám saman minni. Þess ber þó að geta að líkaminn er ólíkindatól og getur vanið sig á flest og þannig má komast af með nokkuð lágt magn kolvetna og venjast því að stunda íþróttir á „tómum tanki“ án þess að það skerði frammistöðu verulega en það er samt talsvert breytilegt eftir íþróttagreinum og þreyta gerir vart við sig að lokum, sérstaklega ef krafist er snerpu og hraða.

Hjá þeim sem stunda þjálfun sem ekki tæmir kolvetnaforðann eða fá lengri hvíld á milli æfinga (amk  sólarhring) eru 5g/kg ágætt viðmið og sama má segja um kraftþjálfun, þar er hæfilegt að miða við 5-6 g/kg en þar sem þeir einstaklingar sem náð hafa góðri vöðvauppbyggingu eru almennt þyngri en þolíþróttafólk er magnið oft jafnt eða meira.

 

Tvö dæmi.

Skoðum tvö dæmi – kvenkyns ballettdansara og körfuboltamann. Ef við gerum ráð fyrir að dansarinn sé 50 kg og við miðum við að hún þurfi um 5g/kg af kolvetnum á dag þá þarf hún almennt í kringum 250 g af kolvetnum á dag.  Sé miðað við að orkuþörfin sé 2500 kcal (=hitaeiningar) jafngildir það 40% orkunnar úr kolvetnum. Ef æfingamagnið er hins vegar minna og orkuþörfin ekki nema um 2000 kcal á dag er þetta hlutfall orðið 50%. Körfuboltakappinn er 95 kg og þarf 5000 kcal á dag. Hann er í stífri þjálfun tvisvar á dag og þarf því að hafa kolvetnamagnið í 7-10 g/kg. Það jafngildir 665-950g af kolvetnum! Þetta samsvarar 53-76% orkunnar. Flestir eiga erfitt með að ná þessu magni og rannsóknir á íþróttafólki benda til að fáir séu að innbyrða meira en 4 g/kg, það er ekki nema um 30% orkunnar.

 

Hvaðan koma kolvetnin?

Það er auðvitað ekki sama hvaðan kolvetnin koma. Almennt vantar bæði grænmeti, ávexti og ber í fæði Íslendinga auk grófs kornmetis og heilkorns; þetta á jafnt við um íþróttafólk sem almenning. Auk þess má fá góða blöndu próteina og kolvetna úr fræjum og hnetum sem um leið auka trefjarnar í fæðunni.  Því meira sem þjálfunarálagið verður og kolvetna og orkuþörfin meiri má hins vegar gera ráð fyrir að bæta við kolvetnaríkum matvælum sem ekki veita jafnmikið magn trefja því þær veita þá svo mikla seddu að það getur komið í veg fyrir að íþróttafólk fái nóg að borða. Fyrir meðalmanneskjuna sem þarf rétt í kringum 2000-3000 kcal á dag er hins vegar lítið pláss fyrir annað en gæðakolvetni; þ.e. sætindi, bakarísvörur  og flestir drykkir sem veita orku, ekki bara gosdrykkir heldur einnig safar að ógleymdum bjórnum þurfa að vera á sparilista ef vel á að vera. Það er kannski þess vegna sem kolvetnasnauða mataræðið hljómar vel í augum margra, því þá fara þessar vörur ósjálfrátt á bannlista og eftir stendur talsvert minna úrval og færri hitaeiningar til að falla fyrir. Verst er bara að um leið missum við af slatta af tækifærum til að innbyrða mikilvægar trefjar og andoxunarefni, ef bara má borða grænmeti sem vex ofanjarðar dugir það eitt og sér skammt til að fylla þá þörf. Hitt ber svo einnig að hafa í huga að umframmagn kolvetna, rétt eins og umframmagn orku úr fæði almennt, umbreytist alltaf að lokum í líkamsfitu, meira er því aldrei betra, það gengur allt út á að finna rétta jafnvægið og læra á eigin líkama.

Fyrir þá sem ætla sér að láta þjálfunina skila árangri í formi íþróttaafreka en ekki bara á vigtinni er mikilvægt að hafa í huga að þótt líkaminn geti aðlagast kolvetnasnauðu fæði, og 50-100 g virðist almennt duga til að sjá þeim líkamshlutum sem háðir eru kolvetnum fyrir sínu, þá er ekki endilega neinn tilgangur í að forðast kolvetni og það getur jafnvel komið í veg fyrir að þú standir uppi sem sigurvegari. Þótt líkaminn geti vanist ýmsu þá er það einfaldlega þannig að loftfirrt þjálfun, sem felur í sér mikla ákefð á stuttum tíma s.s. að geta tekið spretti og lyft lóðum, er háð aðgengi að kolvetnum og getan takmarkast því þegar kolvetnabirgðir líkamans tæmast. Ef markmiðið er hins vegar útlit umfram árangur má vel vera að kolvetnasnauða leiðin henti því um leið og kolvetnabirgðirnar tæmast fara um 2 kg af vatni, það getur skipt máli tímabundið ef stunduð er íþrótt þar sem skipt er í þyngdarflokka og ef ekki þarf að skila hámarksafköstum í sömu andránni getur kolvetnasvelti vel verið tímabundin lausn.  Til lengri tíma litið er þó ágætt að spyrja sig hvort þetta snúist um árangur eða útlitið.

Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir, næringafræðingur.Dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, ráðgjafi og hóptímakennari í World Class.

Spurningar og svör:

Mundu eftir að vera vinur Spyr.is á Facebook - ótrúlega margt á döfinni næstu vikurnar - verðlaun og fleira.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira