Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Ýmsir, 23.Sep.2015 Til baka

Hvernig kemst lús í hreint hár?

Skoðið hárið vel undir sterku ljósi, lúsin kann best við sig í hnakka, á hvirfli og aftan við eyru

Skoðið hárið vel undir sterku ljósi, lúsin kann best við sig í hnakka, á hvirfli og aftan við eyru

,,Lúsatímabilið" svokallaða virðist fylgja haustinu og þegar skólanir hefjast. Að því tilefni ákváðum við að draga fram nokkrar spurningar og svör sem lesendur hafa borið upp og við fengum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að svara okkur í fyrra. Eins gefur Ása St. Atladóttir, hjúkrunarfræðingur okkur nokkur ráð hvernig við kembum og losum okkur við lúsina. 

 

Hver ætli skýringin sé á því að það er svona mikil aukning á lús og hvers vegna er hún svona þrálát?  Er það eingöngu vegna þess að foreldrar eru ekki að kemba? Hve áríðandi er að foreldrar barna sem ekki eru með lús séu að kemba? 

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu:

1)      Þeir sem lengi hafa tengst greiningu og meðhöndlun höfuðlúsasmita eru margir hverjir sammála um að fjöldi smita komi í ákveðnum bylgjum, það komi nokkur ár í röð með mörg tilfelli og tímabil á milli þar sem tilfellin eru færri. Þetta hefur ekki verið staðfest með rannsóknum og ekki vitað af hverju þetta gæti stafað frekar en að sveiflur í rjúpnastofninum sé hægt að skýra. 

Þegar fleiri smit verða eykst þörfin fyrir nákvæma kembingu og ef foreldrar eru ekki að sinna ábendingum um kembingar eða standa illa að þeim t.d. kemba bara því barni sem kemur með tilkynninguna en ekki systkinum, sjálfum sér, öfum og ömmum, vinum og öðrum sem verið hafa í umhverfinu, þá fer það að hafa áhrif til fjölgunar smita.

2)      Maður veit ekki hvort einhver sé lúsalaus nema kemba hárið. Ef engin lús er í hárinu þarf ekki að kemba áframhaldandi eins og þegar verið er að meðhöndla smit.  Hins vegar mæli ég eindregið með því að foreldrar kembi börnum sínum t.d. einu sinni í viku eða á tveggja vikna fresti til að ganga úr skugga um að ekki sé lús og geri það að fastri rútínu. Ef allir gerðu það myndi draga verulega úr höfuðlúsasmiti eða jafnvel hverfa alfarið.

Er orsök lúsar ekki óhreinlæti? Ef heimili og börn eru betur upplýst um orsök vandans er þá ekki líklegra að það sé hægt að vinna bót á þessu til framtíðar?

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu:

Nei, höfuðlús getur alveg eins komið í hreint og snyrtilegt hár eins og skítugt ef aðstæður skapast fyrir höfuðlúsasmit þ.e.að kollur sé upp við koll og hár snertist og lús getur skriðið af hári eins yfir á hár annars. Höfuðlúsasmitið getur verið mjög lúmskt og gefur í mörgum tilfellum engin einkenni. Jú það myndi ganga ólíkt betur  að eiga við lúsina ef allir myndu skilja mikilvægi reglubundinnar kembingar til lúsaleitar og að bregðast við smiti. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hægt væri að útrýma lús af Íslandi með algerlega samstilltu átaki.

Er ekki öruggt að þau börn sem eru með lús koma ekki í skólann á meðan? Ég hef heyrt að þetta séu mjög oft sömu börnin aftur og aftur, þarf ekki að einbeita sér meira að þeim?

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu:

Þegar lús greinist í barni í skóla er haft samband við foreldrana og barnið sent af stað heim með þau tilmæli að meðferð skuli hefjast strax. Foreldrar velja hvaða leið þeir hyggjast nota til að eyða lúsinni. Flestir nota að kemba og meðhöndla með lúsaeyðandi efni og skal það fara það fram samdægurs. Daginn eftir skal kemba hárið. Meðferðinni er haldið áfram þ.e. kembt annan hvern dag, lúsadrepandiefni sett aftur í hárið að viku liðinni og kembrt 2-3 eftir það. Þá á öll lús að vera löngu farin úr hárinu. Sóttvarnalæknir  hefur ekki  sett hömlur á að börnin mæti í skólann daginn eftir að smit greinist – svo fremi að meðferðin sé komin í fullan gang enda hefur sá sem greinist með lúsina sjálfsagt búinn að vera lengi með lúsina.. Verði skólahjúkrunarfræðingur og eða kennari var við að sömu börnin séu lúsug aftur og aftir þarf að gríp inn í. Líklegast er að meðferðin hafi ekki verið kláruð,  efnameðferðin ekki  verið endurtekin að viku liðinni eða viðkomandi hafði ekki efni á að kaupa lúsadrepandi efni. Í slíkum tilfellum þarf skólahjúkrunarfræðingur/kennari að leitast við að hjálpa til með því að hafa samband við félagsmálayfirvöld m.t.t. fjárhagsaðstoðar til að kaupa lúsadrepandi efni.

Nú eru alltaf einhverjir foreldrar sem ekki kemba og hunsa skilaboðin, væri ekki ráð að skólarnir sæju um að kemba ?

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu:

Skólarnir hafa engan mannskap til að annast kembingu á öllum börnum í skólanum, það verða foreldrar að sjá um sjálfir. Það er tímafrekt að kemba. Skólahjúkrunarfræðingar eru oft í hlutastarfi sem skólahjúkrunarfræðingar og í öðru hlutastarfi á móti í heilsugæslustöð í viðkomandi hverfi.Þeim er ætlað að sinna mörgum verkefnum sem eru aðkallandi. Úrlausn þegar lúsin uppgötvastlendar því í mörgum tilfellum fyrst og fremst á kennanranum.  Margir myndu líklega vel geta hugsað sér að koma kembingunni á aðra en þetta er algerlega á þeirra ábyrgð.

Er ekki hægt að finna einhverja leið til að skikka foreldra til að fylgja þessum fyrirmælum?

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu:

Sóttvarnalæknir hefur ekki lagalegt umboð til að skikka foreldra til að fylgja fyrirmælum varðandi kembingu eða meðferð en ég vil þó benda á að í sóttvarnalögum segir „að hverjum manni sé skylt að gæta varúðar gegn sýkingum og gera sér allt far um að sýkja hvorki sjálfan sig né aðra“. Skólarnir gætu e.t.v. sett slíkar reglur t.d. að barn með lús megi ekki vera í skólanum – eða barn með höfuðlús og nit megi ekki vera í skólanum. Þetta er gert víða í Bandaríkjunum og hefur ekki gengið sem allra best.

Líklegra væri að það gerði meira gagn að kenna og leiðbeina foreldrum meira um lúsina, hvernig á að kemba o.s.frv. Hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu gætu komið meira að því að styðja við þennan málaflokk með fræðslu og kennslu á kembingu og jafnvel að bjóða upp á svona meðferð gegn greiðslu.

3 góð ráð fyrir foreldra.

Ása St. Atladóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu, sendi okkur þessi góðu ráð.

1. Skoðið hárið vel undir sterku ljósi, lúsin kann best við sig í hnakka, á hvirfli og aftan við eyru.

Eggin/nitin eru eins og litlir hnúðar á hárinu. Nitin eru oft ljós, dökk eða silfurlit (tóm). Lúsin límir þau föst, þess vegna strjúkast þau ekki auðveldlega af hárinu.

Það er tiltölulega auðvelt að sjá fullvaxna lús, hún er 2-3 mm að stærð, oft grá, dökk eða ljósbrún. Hins vegar getur verið mjög erfitt að finna þær lýs sem eru nýkomar úr eggjunum, þær eru pínulitlar og hálfgegnsæjar.

2. Notið sérstaka lúsakamba sem fást í lyfjaverslunum. Til eru mismunandi tegundir af kömbum, t.d. sérstakir fyrir þykkt og sítt hár.

Greiðið í gegnum hárið.

Setjið hárnæringu í hárið og dreifið henni vel um hárið.

Byrjið að kemba með kambinum við hársvörðinn og kembið vel út í hárendana, gerið þetta yfir hvítu blaði, spegli eða vaski með vatni.

Sé hárið sítt eða þykkt er betra að skipta hárinu upp og kemba hvert svæði fyrir sig.

Eftir hverja kembingu í gegnum hárið, er rétt að strjúka af kambinum með eldhúspappír til að tryggja að lús eða nit verði ekki eftir í kambinum.

3. Ef lús finnst í hári þarfnast það meðhöndlunar með sérstöku lúsameðali sem fæst án lyfseðils í lyfjaverslunum.

Tilkynnið lúsasmitið til skólans.

Leitið að lús hjá öllum í fjölskyldunni, meðhöndlið aðeins þá sem eru með lús.

Fylgið leiðbeiningum um meðhöndlun nákvæmlega.

Ráðlagt er að kemba alla í fjölskyldunni daginn eftir meðferð (á 1. degi) til að athuga hvort meðferð hafi tekist. Ef lús finnst þarf að endurtaka meðferð strax.

Kemba þarf á fjögurra daga fresti næstu 2 vikur þ.e. á: 1. degi, 5. degi, 9. degi og 13. degi.

Ekki er nauðsynlegt að þrífa heimili eða fatnað sérstaklega.

Ráðlegt er að meðhöndla bursta, greiður, kamba, hárskraut og húfur vegna möguleika á smiti.

Hella skal sjóðandi vatni yfir og láta liggja í bleyti í 10-15 mín. eða frysta í 4-6 klst.

Ef þið þurfið nánari upplýsingar, vinsamlega hafið samband við skólahjúkrunarfræðing.

 

Áður birt 2014.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira