Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Spyr.is, 20.Jun.2016 Til baka

Er ég með félagsfælni?

Er ég með félagsfælni?

Lesandi velti því fyrir sér hvað sé félagsfælni og segist alltaf líða illa innan um fjölmenni og spyr hvernig hægt sé að láta sér líða betur. Spyr.is ráðleggur viðkomandi að leita til læknis eða sálfræðings, en nokkrar greinar er hægt að finna um félagsfælni. Þar má nefna greinar á

persona.is og doktor.is en hér er ein grein sem finna má á Vísindavefnum.

 

Lesandi spyr: 

Hvað er félagsfælni? Getur verið að ég sé haldinn félagsfælni? Þegar ég er á mannamóti eins og sjómannadagshátíð eða svona hátíð eins og 17 júní og einhverju álíka. Það væri ekkert mál fyrir mig að fara upp á svið og tala um sjálfan mig. Er vanur því í AA samtökunum. En að fara niður í bæ á t.d sjómannadaginn þá líður mér mjög illa. Ég er alltaf heima á svona dögum og líður ekki vel með það. Ég hef pínt mig niður í bæ á svona dögum en fer alltaf strax heim. Ég er nýlega búinn að komast að því að þetta sé félagsfælni. Getur það verið. Hvernig á ég að venja mig af þessu svo mér líði betur á mannamótum. Hvað er það sem ég hræðist? Ég er ekki með minnimáttarkennd eða svoleiðis. Ekkert hræddur við að fólk sé eitthvað að glápa á mig eða eitthvað svoleiðis. Þessvegna skil ég ekki afhverju mér líður svona illa á mannamótum. 

Spyr.is fann grein um félagsfælni á Vísindavefnum

Hvernig lýsir félagsfælni sér og er hún algengt vandamál?

Á sumrin fer fólk að sækja meira í það að vera sem mest úti að njóta veðurblíðunnar. Miðbærinn fyllist af fólki og um hverja helgi býr fólk til ástæðu að fara úr bænum og njóta sveitasælunnar í góða veðrinu. Fyrir flestum er þetta því indæll tími, fullur af skemmtilegum stundum með vinum og vandamönnum, en fyrir öðrum er þetta hrikaleg þolraun. Sumt fólk á nefnilega við þann vanda að stríða að vera óstjórnlega feimið og óöruggt þannig að það getur ómögulega hugsað sér að taka þátt í félagslegum viðburðum eða umgangast fólk yfir höfuð.

Flest upplifum við einhvern vott af kvíða af og til og í sumum tilfellum jafnvel daglega en náum þó oftast tökum á honum án vandkvæða. Fyrir ákveðnum hópi fólks verður þessi kvíði þó óstjórnlegur og veldur því að það dregur sig í hlé og forðast það sem vekur hjá því kvíða. Þegar fólk fer að forðast hluti með þessum hætti er hægt að tala um að fælni hafi myndast. Fælni getur myndast við ýmsum hlutum og kannast líklega flestir við köngulóafælni, lofthræðslu og innilokunarkennd en algengust allra er þó félagsfælnin.

Félagsfælni felur í sér að fólk óttast félagslegar aðstæður og dregur sig úr slíkum aðstæðum. Fólk sem þjáist af félagsfælni óttast að það geri eitthvað sem verði því til skammar í félagslegum aðstæðum og verður því ofurmeðvitað um sjálft sig í slíkum aðstæðum. Í stað þess að taka þátt í samræðum og njóta augnabliksins, einblínir þetta fólk á sjálft sig og hvernig það komi fyrir sjónir. Það verður mjög sjálfsgagnrýnið á allt sem það segir og gerir og hefur miklar áhyggjur af því að hafa orðið sér til skammar, þó svo að það hafi í raun ekki gert eða sagt neitt sem gæti hafa valdið því.

Þetta gerir það að verkum að það verður líklegra að fólkið taki eftir smávægilegum breytingum í líkamanum eins og roða, svita eða auknum hjartslætti og ímyndar sér þá að allir aðrir hljóti einnig að taka eftir þessu. Þessi mikla innskoðun og rangtúlkun á áliti annarra veldur því svo enn fremur að fólkinu hættir til að mismæla sig eða stama og hefur þannig skapað sér ákveðinn vítahring. Eftir að hafa lent í slíkum aðstæðum styrkist því óttinn við félagslegar aðstæður og hvötin til að draga sig í hlé og forðast að umgangast aðra eykst.

Rannsóknir hafa sýnt að tíðni félagsfælni sé á bilinu 5-15% og er hún þar með þriðja algengasta geðræna vandamálið á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Miðað við þessar tölur má því ætla að á bilinu 15 – 45.000 Íslendingar þjáist af félagsfælni. Félagsfælni er mjög oft nokkuð falin og uppgötvast seint eða alls ekki.

Nokkuð algengara er að félagsfælni greinist hjá karlmönnum. Þessi kynjamunur kann þó að vera misvísandi þar sem hugsanleg skýring gæti verið sú að karlmenn hafa lengi sinnt störfum þar sem þeir hafa frekar þurft að takast á við félagslegar aðstæður og því jafnvel líklegri til að leita sér aðstoðar við þessum vanda. Þetta kann því einnig að hafa áhrif á rannsóknir á tíðni vandans, þar sem ótal konur kunna að þjást af þessu án þess að gera neitt í því. Ef grunsemdir vakna um að maður þjáist af félagsfælni er afar mikilvægt að takast á við fælnina með því að afla sér upplýsinga og leita sér hjálpar. Ef ekkert er að gert hættir fælninni til að vinda upp á sig og versna.

Félagsfælni hefur fjölmörg einkenni, bæði andleg og líkamleg. Andlegu einkennin eru ofsafenginn ótti við að takast á við félagslegar aðstæður og vera miðpunktur athyglinnar. Óttinn veldur svo líkamlegum einkennum eins og roða, skjálfta, svita, svima, köfnunartilfinningu, ógleði og stami. Oft hefur fólk sem þjáist af vandamálum eins og þunglyndi, vímuefnamisnotkun og átröskunum átt sögu af félagsfælni og er því hugsanlegt að án íhlutunar geti hún orsakað slík vandamál.

Ekki má gleyma því að margir geta fengið snert af félagsfælni eftir að hafa verið í talsverðri einangrun eins og til dæmis að hafa verið að læra mikið eða bara ekki verið duglegt við að taka þátt í félagslegum viðburðum. Þetta gæti til dæmis átt við fólk sem þjáist af netfíkn og eyðir löngum stundum eitt fyrir framan tölvuna. Oftast er hægt að losa sig við slíka væga félagsfælni með því að plana að gera eitthvað með vinum sínum eða fara eitthvert þar sem maður þarf að tala við fólk, vanda sig við að horfast í augu við fólk þegar maður er í samræðum og einbeita sér á að hlusta á hvað fólk hefur að segja og njóta augnabliksins. Oft þegar fólk er orðið svolítið félagslega einangrað verður það hálfpartinn að pína sig til að fara út á meðal fólks, þar sem það getur orðið allt of þægilegt að vera bara heima og losna þannig við að eiga í samskiptum við fólk.

Að eiga samskipti við aðra er hæfileiki sem hægt er að æfa og eins og með allt sem þarfnast æfingar er gott að halda sér í formi. Eftir því sem maður æfir sig meira þeim mun færari verður maður og þar að leiðandi sjálfsöruggari. Ef félagsfælnin er þó orðin umfangsmeiri en svo að einfalt sé að vinna á henni er mikilvægt að fræða sig um vandann og leita sér svo hjálpar hjá fagaðila.

Spyr.is bendir einnig greinar t.d. á persona.is og doktor.is

Er svarið þitt rætt í sjónvarpinu? Fylgstu með þættinum Ég bara spyr á Hringbraut á þriðjudagskvöldið kl.21.15. Þátturinn er endursýndur á Hringbraut um helgar. Til að taka þátt í dagskrárgerðinni sendu inn spurningu með því að smella á SENDA SPURNINGU efst á vefsíðu. Rakel Sveinsdóttir, er þáttastjórnandi Ég bara spyr og framkvæmdastjóri Spyr.is og Hringbrautar. Hún velur úr umræðuefnum og svörum í hverri viku en þátturinn verður í fríi í sumar.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira