Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Senda inn spurningu Félag almennra lækna, 12.Dec.2014 Til baka

Námslán lækna allt að 25 milljónir króna

Íris Ösp Vésteinsdóttir, formaður Félags almennra lækna

Íris Ösp Vésteinsdóttir, formaður Félags almennra lækna

Það er erfitt að svara því, hvað læknanám kostar en í umræðum fjölmiðla hefur komið fram að læknanám tekur að jafnaði 10-12 ár. Í verkfallsumræðunni, velti lesandi því fyrir sér, hversu há námslánin væru hjá læknum, þegar þeir snúa aftur heim að loknu námi. Formaður Félags almennra lækna, segir erfitt að tilgreina einhverja eina upphæð, en segir ekki ólíklegt að flestir læknar skuldi frá 6-25 milljónum við útskrift.

 

Lesandi spyr:

Í umræðunni um verkfall lækna er nám þeirra oft nefnt. Fróðlegt væri fyrir almenning að fá dæmi um hvað sérnám (10 eða 12 ár) er að kosta, skólagjöld og framfærsla. Miðað við lengd náms óska ég eftir dæmi þar sem gert er ráð fyrir að tiltekinn einstaklingur í námi erlendis, sé með fjölskyldu á framfæri.

Íris Ösp Vésteinsdóttir, formaður Félags almennra lækna, svaraði þessari fyrirspurn.

Íris Ösp;

Kæri lesandi spyr

Þessari spurningu er svolítið erfitt að svara. Námsmenn, sama hvert námsefnið er, hafa svo mismunandi bakgrunn.

Eru þeir höfuðborgarbúar sem læra við HÍ? Búa þeir í foreldrahúsum hluta námsins eða eru þeir í eigin húsnæði strax við upphaf náms? Læra þeir erlendis? Hafa þeir fjölskyldu á framfæri sjálfir?

Grunnnám í læknisfærði tekur um 6 ár. Til að fá nokkurn veginn á tilfinninguna hversu mikið nemar fjárfesta í grunnnáminu sínu þá er líklega auðveldast að horfa á meðalnámslánin sem læknaneminn tekur.

Algengt er að einhleypur læknir sem lærir við HÍ, býr jafnvel hluta námsins í foreldrahúsum og lifir spart skuldi LÍN u.þ.b. 4-7 milljónir kr.- við útskrift.

Læknir með börn á framfæri, sumir með vinnandi maka, skuldar á bilinu 6-10 milljónir. Þegar læknar sem lærðu í Skandinavíu eru spurðir er algengt að þeir skuldi um 8-12 milljónir kr.- við námslok.

Þeir læknar sem mennta sig utan Skandinavíu taka hæstu lánin. Algengt er að nám og uppihald kosti 2-4 milljónir ár hvert. Meira ef þeir hafa börn á framfæri.

Lánin geta því slagað hátt í 25 milljónir við útskrift.

Að loknu grunnnámi fer stærstu hluti lækna til sérnáms erlendis. Til þess að eiga þess kost þarf yfirleitt að þýða skjöl, sækja um erlend lækningaleyfi, taka próf eða fara í viðtöl erlendis og loks flytja búslóð og jafnvel fjölskyldu. Nýlegt dæmi sem tekið var saman af lækni sem nú er í sérnámi í Bandaríkjunum sýndi að hans kostnaður var tæpar 2 milljónir.* Algengar tölur fyrir búferlaflutning til Skandinavíu liggja kringum 1- 1,5 milljónir.

Af þessu má sjá að læknar fjárfesta mjög mismikið í grunnnáminu sínu eða allt frá 6 og upp í 25 milljónir. Ekki eru greidd nein sérstök skólagjöld í sérnámi svo að ég viti til en geta verður þess að flestir sem læra í Bandaríkjunum borga „með sér“ þar sem að launin eru svo lág í sérnámi (5 ár algengast) að þau duga ekki fyrir framfærslu fyrir einstakling, hvað þá fjölskyldu.

Skuld þeirra er því enn stærri við lok sérnáms.

Hafa skal í huga að meðan læknar sitja á skólabekk þá tapast ár þar sem unnið er og greitt í lífeyrissjóð. Kostnaðurinn er því enn stærri þegar öllu er á botninn hvolft og sérfræðititillinn loksins kominn í hús.

Hins vegar má horfa á þetta frá öðru sjónarmiði. Í fyrra tók íslenskur læknir í Svíþjóð saman hvað það kostaði sænska ríkið að borga kennslu, aðstöðu og laun til sérnámslæknis þar til að sérfræðiviðukrenningu er náð og reiknaðist honum til að sænska ríkið greiddi milli 55-85 milljónir per lækni.**

Má þvi segja að íslenska ríkið fá verulega dýrmætan starfskraft til starfa þegar Íslendingar snúa heim til að stunda læknisfræði á hinu ástkæra Fróni.
Sjá hér

Fyrst birt 20.11.2014

Engar spurningar hafa verið samþykktar fyrir þessa frétt. Ef þú vilt leggja fram spurningu getur smellt á merki SPYR hjá fréttinni til að senda inn spurningu


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lífeyrissjóðir

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Lífeyrissjóðir

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lífeyrissjóðir

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Lífeyrissjóðir

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Lífeyrissjóðir

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Lífeyrissjóðir

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira