Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Foreldraráðgjöf, 09.Feb.2016 Til baka

Börn reyna margoft að segja frá kynferðislegri misnotkun...áður en þeim er trúað

Hlustum á börnin okkar.

Hlustum á börnin okkar.

Í þættinum Ég bara spyr, sem sýndur verður á Hringbraut þann 10.febrúar 2016, verður gestur þáttarins Sigríður Björnsdóttir hjá Blátt áfram. Spurningar og svör um kynferðislega misnotkun barna verður til umræðu og ýmsar spurningar frá lesendum Spyr.is teknar fyrir sérstaklega. Af þessu tilefni, endurbirtum við spurningar og svör frá því 04.05.2013.

                                                                                                                                                           

Það mikilvægasta sem gert er þegar barn eða unglingur segir frá er að trúa barninu, hlusta og hrósa fyrir að hafa komið til þín. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum Sigríðar hjá Blátt áfram við spurningum lesenda í kjölfar pistilsins Í hvernig aðstæðum gerist kynferðisofbeldi?  Eldra efni úr foreldraráðgjöf er hægt að lesa hér.

Spurningar og svör

06.May.2013

Sæl Sigríður og takk fyrir frábæra pistla. Það er sko þörf á fólki eins og þér og systur þinni. Mig langar að spyrja þig um ferlið eftir að upp kemst um verknaðinn. Hvernig byggjum við upp og hlúum að þeim sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi?

Blátt áfram svaraði 09.May.2013

Þakka þér fyrir hlý orð.

Ferlin eru misjöfn eins og þau eru mörg. Ef upp kemst t.d í skóla að barn hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, barn hefur sagt frá í kjölfar fræðslu. Þá ber skólum skylda að tilkynna skv. 17 gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Skólar hafa ákveðin ferli sem þeir fara eftir. Oftast fara slík mál fyrir fyrir nemendaverndarráð og þar er tekin ákvörðun hvort tilkynna eigi eða ekki. Því miður hafa mál stoppað þar og fara ekki til sérfræðinga í barnavernd sem geta skorið úr um hvort og hvað beri að gera til að vernda börn. Blátt áfram hvetur alla sem starfa með börnum að tilkynna í sínu nafni.

Ef þú ert í vafa, þá er hægt að hringja í barnavernd með áhyggjur þínar eða athugasemdir og fá ráðleggingar um næstu skref. Ef þú ert með barn í þinni fjölskyldu eða nánasta umhverfi og þig grunar að það sé verið að beita það kynferðisofbeldi, þá er mikilvægt að tilkynna einnig slík mál. Þú gætir rætt við foreldra barnsins svo lengi sem þú telur þau ekki vera að beita barnið ofbeldi og sýnt þeim 7 skrefa bækling til verndar börnum og sagt þeim grun þinn. Flestir foreldrar eru þakklát þegar það er rætt við þau áður en farið er í barnavernd. Barnavernd er til að leiðbeina og aðstoða við ferlið og barnið fær þá sálfræðiaðstoð sem þörf er á. Börn og unglingar sem segja frá, er trúað og fá aðstoð til að vinna úr ofbeldinu hafa meiri líkur á því að ganga betur í lífinu en þau börn sem reyna að segja frá og er ekki trúað.

Talið er að börn reyni að segja frá 9 – 11 sinnum áður en þeim er trúað. Það mikilvægasta sem gert er þegar barn eða unglingur segi frá er að trúa barninu, hlusta og hrósa barninu fyrir að hafa komið til þín. Hafa síðan samband við barnavernd eða Barnahús með áhyggjur þínar og spurningar og spyrja hvað sé best að gera með næstu skref. En mikilvægast er að barnið upplifi að þú trúir því, og sért tilbúin að stíga næstu skref til að koma í veg fyrir að ofbeldið haldi áfram.

Barninu þykir oft vænt um þann sem beitir þá ofbeldinu,en það er hægt að skýra út fyrir barninu að einstaklingur sem gerir svona þurfi á hjálp að halda. 

05.May.2013

Sæl Sigríður. Ég heyrði einhvern tíman að eitt af því sem við foreldrar ættum að gera væri að SÝNA okkur þannig að ef börnin okkar eru í íþróttum eða einhverju öðru þá skipti það máli að foreldrarnir væru sýnilegir líka því þannig skapaðist smá ,,ógn," gerendur væru líklegir til að láta þau börn vera sem væru vel vöktuð. Er þetta ekki eitthvað ráð fyrir foreldra?

Blátt áfram svaraði 09.May.2013

Mikilvægt er fyrir foreldra að taka þátt í foreldrastarfi sem snýr að félagsstarfi barna. Mættu annað slagið og ekki láta vita á undan þér að þú ætlir að fylgjast. Einnig þegar barn er að fara á sumarnámskeið, tekur þátt í íþróttastarfi eða öllu félagsstarfi, ber foreldrum að mæta með börnum sínum og spyrja spurninga eins og hvernig er háttað með starfsmannaráðningar. Er gerð könnun á forsögu og starfsferli starfs manna og sjálfboðaliða? Hvers konar aðgerðaráætlun er til staðar ef upp kemst um ofbeldi á börnum? Ef eldri ungmenni aðstoða við þjálfun hvernig er passað uppá að þeir/þær séu aldrei einir/einar með börnunum? Með þessum spurningum og að vera sýnileg/ur ertu að gefa skýr skilaboð til þeirra sem eru með barninu þínu að þú sért upplýst og meðvitað foreldri. Einnig sýnir það barninu þínu að þú stendur með því. Þegar barn þitt heyrir þig spyrja þessar spurninga, eru meiri líkur á því að barnið leyti til þín. Dæmi um fleiri spurningar eru í foreldrabækling á vefsíðu félagsins.

04.May.2013

Getur spyr athugað hjá Sigríði hvort hún gæti skrifað pistil um unglinga sem gerendur því ég þekki eitt þannig dæmi en finnst ég aldrei sjá neitt um þetta örugglega margir sem fatta ekki að þar geta líka verið gerendur ekki bara þolendur, takk fyrir

Blátt áfram svaraði 09.May.2013

Já ég skal taka það fyrir næst. Það er rétt það eru fæstir sem vita að það er meira um ofbeldi á milli jafnaldra eða barna á svipuðum aldri. Þar sem annar aðilinn hefur vald yfir hinum. Þess vegna er mikilvægt að ræða við öll börnin á heimilinu, fyrst í sitthvoru lagi síða öll saman, svo yngri börnin vita hvað má og hvað má ekki og þau eldri vita sömu upplýsingar, um mörk og samskipti. Læt þetta nægja hér en kem með pistill um þetta fljótlega.

04.May.2013

Góðan dag. Hvort eru tilfellin fleiri innan fjölskyldu og vinahópa eða í ytri hópum eins og íþróttum eða frístundum? Takk fyrir

Blátt áfram svaraði 09.May.2013

Samkvæmt tölum úr óbirtri rannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur dósent við HR,  tekið úr öllum uppkveðnum dómum sem hafa fallið í kynferðisafbrotamálum frá stofnun réttarins árið 1920 til dagsins í dag eru tengsl geranda og þolanda eftirfarandi. Ættingi 24%, kunningi 44%, ókunnugur 29% og 3% var það ekki tekið fram. Tengsl geranda og þolenda er því að stórum hluta einhver sem barnið þekkir, eða 68%.

Erlendar rannsóknir segja svipaða sögu, um 50% - 60% gerenda eru nákomnir barninu eða þekkja það. Ein rannsókn segir að um 93% þolenda þekkir þann sem beitti þá ofbeldinu. Ofbeldi sem kemur frá fjölskyldumeðlimi er talið hafa fleiri sálfræðilegar afleiðingar fyrir börn.

04.May.2013

Sæl Sigríður. Á maður að nefna dæmi við börn um hverjir geta verið gerendur? Er ekkert hætta á að maður sé að gera viðkomandi ættingjum eða vinum óleik?

Blátt áfram svaraði 09.May.2013

Ef þú sem foreldri ert búin að taka umræðu við barnið um einkastaðina, hvað þeir heita og barnið getur auðveldlega rætt um þá við þig. Barnið skilur hvað mörk eru.  Svæðið þeirra sem er undir sundfötunum eru þeirra einkastaðir og að setja mörk er allur líkaminn og þau hafi þitt leyfi til að segja „nei“ við allri óþægilegri snertingu, líka þinni. Þegar þú telur þig geta tekið næsta skref miðað við þroska og aldur barns þíns er gott að taka þessa umræðu reglulega og þá bæti við. Það eru til börn sem eiga ættingja sem vilja snerta einkastaðina þeirra og það er ekki í lagi.

Þú ert ekki að hræða þau hinsvegar  ert þú að koma með ábendingar um hegðun sem er ekki í lagi, og ef þau lenda í slíku, þá eru meiri líkur að þau segi þér frá því. Gott er samt að hafa í huga að þetta er aldrei ábyrgð barnsins að segja frá heldur foreldra að vera á varðbergi og fylgjast með líðan barnsins í kringum alla einstaklinga sem eru í umhverfi barna. Við komum ekki í veg fyrir að ofbeldið gerist ef við setjum ábyrgðina yfir á börnin. En með því að ræða við þau um hætturnar erum við að gefa börnum okkar tækifæri til að verða meira meðvitum um umhverfi sitt. En þarf að fara eftir aldri og þroska barnsins, hversu mikið af upplýsingum við veitum þeim. 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira