Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Áhugavert, 08.Oct.2015 Til baka

,,Ég ætla að vera ein af þeim sem að sigrar krabbamein"

Sandra, viku eftir að hún kláraði geislameðferð og þar með var allri meðferð lokið

Sandra, viku eftir að hún kláraði geislameðferð og þar með var allri meðferð lokið

Sandra Ellertsdóttir var 27 ára þegar hún greindist með krabbamein í brjósti og í eitlum í holhönd. Hún var svo elskuleg að deila baráttu sinni með okkur - þegar hún greinist, hugsunum sem fóru í gegnum hugann í meðferðinni, hvað hugarfarið skiptir miklu máli í þessu ferli og hvað þessi reynsla skilur eftir. 

Þegar frásögn hennar er lesin, er eitt fyrsta orðið sem kemur upp í hugann ,,hetja". Þvílíkt hugrekki, jákvæðni og barátta í einni ungri konu. Í dag er hún 28 ára gömul sigurvegari, býr með sambýlismanni sínum í Grafarvogi og er hópstjóri í sílíkon deildinni hjá Össur Ísland.

Ef allir hefðu sama hugarfar og Sandra, kæmust þeir langt í lífinu. 


Heppin að hafa mömmu sem fyrirmynd
Mamma mín greindist með brjóstakrabbamein í byrjun árs 2006. Þá var ég 19 ára og þetta var vægast sagt áfall fyrir alla fjölskylduna. Þá hafði engin af okkar nánustu ættingjum áður greinst með krabbamein, að okkar vitund þá. Í fyrstu varð ég mjög hrædd og vildi ekki hugsa það til enda hvað tæki nú við. En mamma hafði hlaupið nokkur maraþon og hún tók strax þann pól í hæðina að þetta væri eins og maraþon sem þyrfti bara að klára. Mín upplifun af hennar veikindum var sú, að hún ætlaði ekki að gefast upp og það var ekkert annað í hennar huga en að vinna þessa baráttu. Eftir á að hyggja var ég rosalega heppin að hafa mömmu sem fyrirmyndina mína í þessu verkefni sem ég átti sjálf eftir að glíma við. 
 

Ekkert sem undirbýr mann fyrir svona fréttir 
Ég greinist með brjóstakrabbamein í vinstra brjósti og í eitlum í holhönd, í nóvember 2013, þá 27 ára. Fyrr á því ári fann ég fyrir skrítnum hjartslátt í holhöndinni og varð svolítið brugðið en ég lokaði á allar hugsanir um að þetta væri nú eitthvað óeðlilegt og hugsaði með mér að þetta hlyti nú bara að vera stíflaður svitakirtill. En svo í ágúst, rétt áður en ég var á leið til útlanda, fann ég fyrir hnút í vinstra brjóstinu og þá rann upp fyrir mér hversu alvarlegt þetta væri, en trassaði það samt að fara til læknis. 

Í bleikum október ákvað ég að panta mér tíma á leitarstöðinni, en þá var 4 vikna bið að fá tíma sem var rosalega erfiður tími að bíða eftir. Þegar ég fór svo á leitarstöðina var kvíðinn orðin svo mikill, að ég var næstum búin að snúa við í tröppunum, en maðurinn minn fékk mig til að halda áfram. Ég vissi alveg hvað var að fara gerast, ég var alveg búin að gera mér grein fyrir því. Þar var tekið sýni og viku seinna var búið að rannsaka það og í ljós kom illkynja æxli. 

Það er í raun ekkert sem getur undirbúið mann undir svona fréttir, en ég var samt að búa mig undir það versta, en vona það besta. Þar sem mamma var búin að vera með illkynja æxli í vinstra brjósti og holhönd þá væri mikill möguleiki á að þetta væri eins.
 

Maraþon sem ég þurfti að klára
Í fyrstu varð ég mjög hrædd og ýmsar hugsanir komu upp í kollinn, en svo þegar læknarnir útskýrðu fyrir mér að ég færi í lyfjameðferðir, skurðaðgerð og geislameðferð og ég var aðeins búin að átta mig á þessu, fann ég fyrir miklum létti líka. Ég hafði verið að berja í mig kjark til að fara til læknis í nokkra mánuði og ég þorði ekki að segja neinum frá þessu nema manninum mínum, sem gerði sér kannski ekki grein fyrir alvarleikanum. Þegar ég fór í fyrstu lyfjameðferðina spurði læknirinn minn hvort ég væri kvíðin, en ég fann ekki fyrir því. Ég var bara mjög fegin að loksins fengi ég lyf sem áttu að drepa krabbameinið. Þá sagði mamma líka við mig að núna væri ég byrjuð í maraþoni sem þyrfti að klára. 
 

,,Ég ætla að vera ein af þeim sem að sigrar krabbamein". 
Ég hef alltaf verið mikil keppnismanneskja og líka frekar jákvæð og bjartsýn. Þegar ég var búin að átta mig á hlutunum fór ég að hugsa: „Ég ætla að vera ein af þeim sem sigrar krabbamein. Ég ætla að klára þetta alveg eins og mamma.“  Fjölskyldan mín var líka mjög dugleg að peppa mig upp og ég vildi gera mömmu og pabba stolt af mér og sýna hvað ég væri sterk. Það sem hjálpaði mér líka að skilja allt saman betur, var þegar ég fékk niðurstöður úr erfðarannsókn og kom í ljós að ég væri BRCA1 arfberi, sem segir manni það að það voru 80% líkur að ég mundi greinast með krabbamein einhvern tímann á ævinni. 

Eitt af því sem mér finnst mikilvægast í þessu öllu saman, er að halda áfram eins og maður getur að lifa sínu eðlilega lífi. Maður má ekki loka sig af því þá fer hugurinn á flakk. Ég reyndi að halda áfram að vera í rútínu og reyndi að vera með eitthvað skipulagt í hverri viku. Fyrstu 2 mánuðina var ég ekkert að vinna, en svo vann ég 3 tíma á dag þær vikur sem ég fór ekki í lyfjameðferð. Vinnustaðurinn minn var mér rosalega mikilvægur og ég fékk að vinna eins og mér hentaði og ég fann alveg hvað það var gott að vera með vinnufélugunum og hugsa um eitthvað allt annað en veikindin. 

Mín reynsla er sú að hugarfarið segir alveg helling um það hvernig þú tæklar veikindin, maður á alltaf að vera bjartsýnn og ef þú hefur ekki trú á sjálfum þér, hver á þá að gera það fyrir þig ?

Fljótlega eftir fyrstu lyfjameðferðina fann ég líka sjálf fyrir því að æxlin hefðu minnkað og það var rosalega gott pepp að vita að lyfin væru að virka. Ég var líka ágætlega heppin með aukaverkanirnar og fann ekkert mikið fyrir þeim fyrr en eftir 3 lyfjameðferðir, en alls fór ég í 6. 

Eitt af því sem stendur uppúr þessari reynslu, er hvað við erum heppin á Íslandi með góða lækna og hjúkrunarfræðinga. Alls staðar sem ég fór var mér óskað góðs gengis og mér leið alltaf eins og heilbrigðisstarfsfólkinu væri í alvörunni annt um að ég myndi ná heilsu aftur. 
 

Ein aukaverkunin; ófrjósemi
Í fyrsta tímanum sem ég hitti krabbameinslækninn var mér sagt að ein af aukaverkununum við lyfjameðferð væri ófrjósemi, eða um 30% líkur. Það sem var þá í boði var að fara í eggheimtu og láta frysta fósturvísa, sem hægt er að nota ef ég reynist vera orðin ófrjó. Læknirinn var þá búin að ræða við ArtMedica og láta vita að við þyrftum að hafa hraðar hendur því eggheimtan þyrfti að vera búin áður en ég gæti byrjað í lyfjameðferð. Það gekk allt saman mjög vel, fyrir utan að það náðist bara 1 fósturvísir, en það gæti alveg farið svo að ég þurfi ekki einu sinni á honum að halda. 

Ég hef oft hugsað um það hvað ég var heppin að vera ekki í krabbameinsmeðferð, á meðan á öllum verkföllunum stóð. Ég get alveg ímyndað mér að það hefði verið auka álag ofan á allt annað.
Það sem kom kannski á óvart var hvað það er rosalega mikill kostnaður sem fylgir þessu öllu. Þó að sjúkratryggingarnar borgi hluta þá er byrjunar kostnaðurinn frekar mikill. 

Eggheimtan var líka kostnaðarsöm en ég fékk það niðurgreitt af því að ég var að fara í þetta vegna lyfjameðferðar við krabbameini. Mér finnst að svona eigi allt að vera niðurgreitt og það er klárlega eitthvað sem þyrfti að endurskoða.
 

,,Er þakklát fyrir erfiðleikana því án þeirra vissi ég ekki styrkleikana mína"
Þegar ég hugsa tilbaka get ég ekki sagt annað en að ég sé reynslunni ríkari. Það var ákveðin áskorun að takast á við þetta verkefni, en ég hélt áfram að vera bjartsýn og sá fyrir mér að ég ætlaði að klára þetta. Það mætti segja að ég sé þakklát fyrir erfiðleikana því án þeirra vissi ég ekki styrkleikana mína. Áður fyrr var ég frekar viðkvæm og fannst erfitt að fara inn á spítala þó að það væri uppá fæðingardeild þegar lítið kríli var komið í heiminn. Ég var frekar smeik við sprautur og blóð og allt sem fylgir spítölum en eftir allar læknis-heimsóknirnar og lyfjameðferðina þá er ég orðin vön og mér finnst ég vera orðin sterkari fyrir vikið. 

Það er líka svo skrítið en áður en ég greindist þá var ég bara 26 ára og fannst ég vera hraust og nánast ódauðleg, en svona fréttir kippa manni niður á jörðina og kenna manni að lifa í núinu

Sérstaklega þar sem það eru alltaf einhverjar líkur á því að greinast aftur og mestu líkurnar eru fyrstu 5 árin eftir greiningu. Ég get alveg sagt það að ég er alveg dauðhrædd um að fá krabbamein aftur en ég reyni að pæla ekki of mikið í því og ef það gerist, þá gengur það vonandi jafn vel með allt saman og í fyrra skiptið.

Fyrir þá sem eru að upplifa það sama og ég, langar mig að segja veriði dugleg að tala við einhvern, tjá sig um allt og spyrja líka endalaust mikið, hvort sem það er að spyrja læknana eða einhverja sem eru í svipuðum sporum. 

Það er samt ekki sniðugt að ,,googla" mikið, það er fullt af röngum upplýsingum á google og maður verður bara ruglaður og hræddur að skoða það. Ég leitaði mikið til mömmu þar sem hún fór í gegnum sama pakka og ég. Ég passaði mig líka á því að vera ekki mikið í kringum fólk sem var með “neikvæðar hugsanir”. Það eru alltaf einhverjir sem spyrja : “Æ er þetta ekki erfitt ?” og þannig og ég vildi bara ekki vera velta mér uppúr því hvort þetta væri erfitt eða ekki, ég þurfti hvort sem er að klára þetta verkefni. 


Hreyfing besta meðalið
Það er líka mjög mikilvægt að halda áfram að vera í rútínu og gera það sem manni finnst skemmtilegt, þá er maður ekki alltaf að hugsa um veikindin. Ég var líka mjög heppin að maðurinn minn var mikið heima á þessum tíma, þannig ég var ekki mikið ein.

Það er líka gömul klisja að segja að hreyfing sé besta meðalið og ég get alveg verið sammála því. Það var rosalega gott að fara út að ganga bæði til að fá ferskt loft og til að halda styrk í líkamanum. Það versta sem þú getur gert er að leggjast uppí rúm og það var ekki einn dagur í 18 vikna lyfjameðferðinni þar sem ég var rúmliggjandi, ég leyfði mér það ekki. Ég fór frekar framúr og settist í sófann og fann mér eitthvað að gera. 

Mikilvægast í þessu öllu saman er að vera bjartsýn og jákvæð og gefast ekki upp, það er alltaf von. 

Takk fyrir að deila sögunni þinni með okkur Sandra 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira