Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Helgarviðtalið á Spyr.is, 23.Nov.2013 Til baka

Lét drauminn rætast

Hafdís Erla Bogadóttir

Hafdís Erla Bogadóttir

Í helgarviðtalinu hjá okkur í þetta sinn er hún Hafdís Erla Bogadóttir. Hún er ein af þessum ofurkonum sem gerir hvað hún getur til að láta drauma sína rætast. Hún fékk þá skemmtilegu hugmynd að búa til spil með áhugaverðum staðreyndum um Ísland. Hér er skemmtilegt viðtal við Hafdísi og hvernig draumurinn hennar varð að veruleika.

 

  Í næstu viku ætlum við að gefa nokkur eintök af þessum flottu spilum sem smellpassa í jólapakkann. Dregið verður úr nöfnum þeirra sem svara laufléttri lesendaspurningu undir þessari grein og í næstu viku drögum við úr nöfnum vina á Facebook.

 

Spilað um jólin. 

Ég ólst upp í stórri fjölskyldu á Djúpavogi. Sérstaklega um jólin spiluðum við mikið og gerum reyndar enn ef við hittumst. Það sem var líka mikið gert var að fara í spurningakeppnir. Eiginlega bara alltaf gaman að hittast og eiga góðar stundir saman. Spil eru eitthvað sem eru til á öllum heimilum og sama hvað tæknin tekur völdin þá þurfum við alltaf á þessum samverustundum að halda þar sem fólk situr saman og nýtur þess að eiga saman góðar stundir.

Þegar ég fer til útlanda kaupi ég alltaf einhverjar gjafir fyrir mína nánustu. Eitthvað sem minnir á landið sem ég hef heimsótt og er ekki of dýrt. Eitthvað nytsamlegt.

Hugmyndin að þessum spilum kviknaði þegar Hrafn, sonur minn, sem er í námi í Bandaríkjunum, kom með spilapakka til okkar að gjöf síðasta vor. Þau höfðu að geyma fróðleiksmola úr fylkjum í Bandaríkjunum. Þegar ég fékk stokkinn í hendur þá sagði ég:

„þetta ætla ég að gera“.

Gefa út spil sem væru söluvæn vara og í leið eitthvað sem gaman væri að gefa og eiga.

Ég settist við eldhúsborðið og byrjaði að hugsa hvað ég gæti tekið fyrir. Vissi að það væri úr svo mörgu að moða og það var erfitt að velja. Ég valdi 52 punkta til að byrja einhvern veginn og koma þessu í gang áður en einhver annar fengi þessa hugmynd. Tók bara þetta helsta; lengstu ána, hæsta fjallið, stærsta manninn og bara eitthvað sem allir ættu að vita og það sem sumir vita ekki eins og að hér á landi eru meira en 600 mosategundir.

 

Hugmyndin fæðist í maí, varan komin í sölu í ágúst.

Það var aldrei vafi á hvern ég vildi velja til að fá til liðs við mig til að prýða spilin ljósmynd. Ragnar Axelsson, RAX, er auðvitað langflottastur í mínum huga. Ég held að það sé nú mitt lán að hafa fengið að nota hans verk í þessu öllu því hann er þekktur út um allan heim fyrir sínar myndir og verk og spilin eru í raun miklu dýrmætari að mínu mati fyrir að fá að hafa hans nafn á bakvið þau.

Hugmyndin kom í maí, í ágúst voru spilin komin í sölu enda var ég að gera útaf við alla sem unnu með mér því ég vann auðvitað ekki á normal hraða og allt bara á kvöldin með minni vinnu. En ef ég ætla mér eitthvað þá geri ég það, að minnsta kosti oftast.

Er þessi dæmigerði hrútur sem þarf að fara mínar eigin leiðir, á það auðvitað til að fara framúr sjálfri mér ákafinn verður svo mikill og oft örugglega erfitt að vinna með mér.

Spilunum hefur verið vel tekið og ég er svo þakklát fyrir það. Maður tekur auðvitað áhættu og ég bara gerði það. Þegar ég fékk fyrstu sendinguna úr prentun þorði ég varla að opna pakkann, var svo hrædd um að kannski væru spilin ekki eins og ég hafði hugsað mér en ég var með svo gott fólk með mér í vinnslunni, bara gullmola, og á þeim svo mikið að þakka fyrir að hvetja mig áfram.

Við munum halda áfram og endurnýja næstu útgáfu með nýrri mynd og endurbættum fróðleiksmolum. Þetta verður svo bara safngripur fyrir þá sem vilja eiga sem slíka.

Kerti og spil.

Þar sem ég er nett ofvirk þá langaði mig til að gera meira. Ákvað að gera „kerti og spil“. Þar sem mörg spilin geyma fróðleik um eldgos á landinu okkar þá skruppum við hjónin til Vestmannaeyja þar sem ég var að koma í annað sinn á minni ævi. Hef alltaf dáðst af þessari paradís og þar kom annar hluti af mínum uppvexti inn.

Við ferðuðumst mikið þrátt fyrir að vera stór fjölskylda. Fórum stundum á tveimur bílum upp um fjöll og firnindi. Pabbi þurfti alltaf að stoppa til að tína steina.

Hef sjálf gert það og fyrir mig að koma til Eyja og ganga um og upplifa söguna, þá bara varð ég að fara og tína mína eigin steina úr gosinu árið 1973. Fór með þá til konu sem ég hafði dáðst að fyrir það sem hún er að gera, fjöllistakonunnar Guðrúnar Ingólfsdóttur sem vinnur undir nafninu Gingo.

Ég fór með tvo steina og spurði hana hvort hún vildi gera fyrir mig kerti eftir þeim, sem hún gerði. Svo nú í lok nóvember höfum við komið í sölu kertum og spilum.

Það er svo gaman að finna hvað það er mikið af góðu fólki sem er til í að vinna með manni. Spilin eru bæði á ensku og íslensku. Í framtíðinni munum við þýða þau á fleiri tungumál. Það væri of langt mál að telja upp fólkið sem hefur stutt mig en ef minn maður hann Markús hefði ekki verið mér við hlið hefði ég ekki getað gert þetta.

Hafdís og eiginmaður hennar Markús Sveinn Markússon

Fyrsti sölustaðurinn okkar var Epal. Að fá tækifæri til að selja í því frábæra fyrirtæki var bara sönnun á því að við  værum á réttri leið. Nú voru spilin að fara í sölu hjá WoW air. Viðurkenni að hjartað tók aukaslög og stoltið flæddi um mig þegar ég sá spilin á flyernum sem var að koma út.  

Það er svo mikið af frábærum listamönnum, eins og t.d. RAX, sem við getum vel komið á framfæri á annan hátt en þau sjálf eru að gera. Við getum leyft fólki að fara frá fallega landinu okkar með minningar um þessa listamenn og vonandi sækja list þeirra á annan hátt í framhaldinu.

Ég er bæði stolt og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að láta minn draum ræstast í því að kynna landið okkar á annan hátt og leiðinni fá útrás fyrir sköpunargleðinni og vonandi búa okkur til aukatekjur til að ferðast og heimsækja krakkana sem eru erlendis.Það er margar hugmyndir uppá borðinu og við ætlum að gefa okkur góðan tíma að vinna í þeim, enda bara aukavinna enn sem komið er hjá okkur.

Ég er dugleg að virkja fólkið í kringum mig og er svo heppin að vera með flotta krakka og vini í kringum mig sem hjálpa til. Sonur minn Freyr er markaðsfræðingur í London. Hann mun hjálpa okkur að markaðssetja okkur í framtíðinni. Það að hafa gott fólk og getað virkjað það besta hjá hverjum og einum er náttúrulega bara frábært. Það var mitt lán að hafa góðan hóp með mér og ég hlakka bara til framtíðarinnar og sjá hvert þetta leiðir okkur.

Ég veit að við höfum öll gaman að því að fá stundum smá glaðning og ef ég get glatt einhverja lesendur ykkar með því að gefa spil eða kerti og spil þá er ánægjan mín.

Þið getið orðið vinir okkar á Facebook, Sýsla.is - MyCountry Iceland. Þar er stjúpdóttir mín, Fjóla Dís, að aðstoða okkur og þar kynnum við alltaf það sem er að gerast hverju sinni.

 

Langar þig að eiga möguleika á að vinna spil?


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira