Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Lífið í landinu, 19.Apr.2014 Til baka

Hvernig skal talað við ungar stúlkur

Maggi trymbill

Maggi trymbill

Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa alist upp með sterkar kvenfyrirmyndir allt í kringum mig. Þetta eru upphafsorðin í frábærum pistli Magnúsar, eða Magga trymbils eins og hann er best þekktur. Maggi veltir því fyrir sér hvaða ímynd við erum að búa til fyrir stelpur og hvað við getum gert sjálf, til að breyta henni (til hins betra!).

                                                                                                            

Pistillinn var fyrst birtur á Spyr.is í júní 2013.

Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa alist upp með sterkar kvenfyrirmyndir allt í kringum mig.

Móðir mín, Guðrún Magnúsdóttir, er ekki bara samkvæmt mér – heldur einnig Forbes – ein af 20 áhrifamestu kvenmönnum jarðkringlunnar á Twitter.

Hún hefur farið frá því að reka heildverslun yfir í að vera eftirsóknarverðasti markþjálfi landsins á innan við 5 árum, er beðin um að tala á ráðstefnum um allan heim og heldur dag hvern áfram að koma mér á óvart.

Ef við höldum áfram upp þennan sterka og öfundsverða kvenlegg lendum við næst á henni ömmu minni, Ingibjörgu Bergsveinsdóttur. Hún var lengi vel ritstjóri Húsfreyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands, stofnaði á sínum tíma umboðs- og heildverslunina Bergís ehf. og hefur verið virk í bæjarmálum Seltjarnarnesbæjar síðan hún flutti þangað 1963.

Móðir hennar (langamma mín), Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti gaf út 6 ljóðabækur og var ein af fyrstu konunum á Íslandi til að fá verslunarleyfi – sannkallaður frumkvöðull. Ofan á allt þetta er ég eini karlmaðurinn í stórum systkinahóp, en það að eiga 3 systur er eitthvað sem allir karlmenn hefðu gott af því að upplifa.

Hún ætti því ekki að vera torskilin, sú sterka aðdáun mín á kvenréttindum, feminisma og áframhaldandi sigurgöngu kvenna í öllum heimsins hornum – sem leiðir mig að málefninu.

 

„Mikið rosalega ertu sæt og falleg í dag! hvar eru dúkkurnar þínar?“

Ég var staddur í útskriftarveislu um daginn þegar litla frænka mín, hún Inga Lind – með þessi risastóru augu, rjóðar kinnar, stutt brúnt hár í greiðslu sem hafði greinilega tekið dálítinn tíma að útfæra, klædd í skærbleikum sumarkjól og með sparibrosið sitt – kemur upp að mér:

„MAGGI, MAGGI SJÁÐU!“

HÚN TOGAÐI EYRUN SÍN ÚT, GERÐI SIG RANGEYGÐA OG SETTI STÚT Á MUNNINN

„NEIH VÁ, ERTU API?“

„TÍHÍ, JÁTS.“

Það fyrsta sem mér datt í hug að segja við hana eftir þetta var eitthvað í líkingu við: „Mikið rosalega ertu sæt í dag. Hárið þitt er ekkert smá flott! Er þetta nýr kjóll sem þú ert í?“

Þessar týpísku setningar sem við notum öll til að brjóta ísinn þegar kemur að ungum stúlkum. En með þær klisjukenndu og útlits- einblíndu setningar á tungubroddinum mundi ég allt í einu eftir því að hafa strengt þau áramótaheit að upphefja ekki útlit frænkna og systra minna – jah, allra ungra stúlkna ef því er að skipta – heldur þess í stað gáfur þeirra, skoðanir og markmið í lífinu. Samtalið fór því í staðinn á þessa vegu:

„HVERNIG GENGUR Í LEIKSKÓLANUM?“

„BARA VEL“

„HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGAST AÐ GERA ÞAR?“

„SKO, VIÐ LESUM FULLT AF BÓKUM“

„NEI VÁ, OG FINNST ÞÉR ÞAÐ SKEMMTILEGAST?“

„JÁ, ÉG GET SKO LESIÐ ÞÆR ALVEG SJÁLF NÚNA! Á ÉG AÐ SÝNA ÞÉR?“

Hún hljóp inní herbergið sitt og náði í uppáhalds bókina sína, settist við hliðina á mér og byrjaði að lesa.

Hún var ekki að velta sér uppúr því hvernig hárið hennar liti út, hvaða fötum hún væri í eða hvort hún hefði mátt sleppa súkkulaðikökunni – hún vildi bara lesa bók fyrir frænda sinn.

Hún las hástöfum og í raun afburðavel miðað við 5 ára aldur. Eftir 20 mínútur höfðum við ekki minnst á útlit hennar eða annarra, föt eða farða.

Nú gætu virkir í athugasemdum andmælt því að 6 ára stelpur velti vöngum yfir kaloríum, megrun og útliti en nýlegar rannsóknir sýna fram á hið gagnstæða.  Um það bil helmingur allra þriggja til sex ára stúlkna hafa áhyggjur af því að þær séu of feitar.

Ofaná það eru 15-18% stúlkna undir 12 ára aldri farnar að nota augnskugga og varalit reglulega; átraskanir eru á leiðinni upp og sjálfsálit á leiðinni niður; 25% ungra kvenna í Bandaríkjunum segjast frekar vilja vinna „America’s next top model“ heldur en friðarverðlaun Nóbels; nýstúdentínur tala um að vilja frekar vera fallegar heldur en gáfaðar.

Svona mætti lengi telja og kemur þetta væntanlega fáum þeim sem eru samfélagslega meðvitaðir mikið á óvart, en þessu þarf að breyta.

Þegar við bendum ungum stúlkum fyrst á hversu fallegar, sætar og vel klæddar þær eru erum við að kenna þeim að útlitið skipti meira máli en allt annað. Það veldur því að stúlkur fara í megrun þegar þær eru 6 ára, brjóstastækkanir þegar þær eru 15 ára og Botox þegar þær eru 23 ára. Með þessu fylgir depurð, því það er engin leið að koma til móts við samfélagslegar skyldur á borð við þá að vera fullkomin allan sólarhringinn.

 

Hvað er til ráða?

Næst þegar þú hittir unga stúlku, í staðinn fyrir klassísku útlits-einblíndu spurningarnar, prófaðu að nota einhverjar af þessum:

-Hvernig gengur í skólanum?

-Hvað finnst þér skemmtilegast að gera um helgar?

-Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?

Fyrir aðeins eldri stúlkur:

-Hvað finnst þér að mætta laga í heiminum í dag?

-Ertu að lesa einhverjar áhugaverðar bækur?

Þú gætir fengið skrítna svipi og hikandi svör í fyrstu skiptin, en það er einvörðungu vegna þess að stelpur eru ekki vanar því að fólk spyrji þær um skoðanir sínar og hugmyndir, en vertu bara ákveðin(n) og haltu þig við það.

Skál fyrir stelpunum!

Maggi trymbill

Tölfræði og hugmynd fengin að láni frá Lisa Bloom

 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira