Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Spyr.is, 18.Sep.2015 Til baka

Faðir segir frá: Mín upplifun af fæðingarþunglyndi konunnar minnar

Faðir segir frá: Mín upplifun af fæðingarþunglyndi konunnar minnar

Í gær birtum við frásögn ungrar konu, Aldísar Björgvinsdóttur, sem lýsti sinni upplifun af fæðingarþunglyndi. Frásögn hennar var bæði átakanleg og fróðleg og hafa fjölmargir haft samband við Spyr.is í kjölfarið. Í dag, birtum við hins vegar frásögn ungs manns, sem lýsir því hvernig hann upplifði það tímabil sem hann gekk í gegnum, þegar sambýliskonan hans og barnsmóðir fékk fæðingarþunglyndi. Tímabilið var langt og strangt en það var loks eftir ,,tveggja ára fjarveru” eins og hann orðaði það, sem hann fékk konuna sína til baka. Þessi frásögn er ekki birt undir nafni viðkomandi, að hans ósk, en hann ritaði hana niður eins og bréf.

 

Erfiðleikarnir hófust fyrir fæðingu.

Þetta byrjaði í raun nokkrum vikum eftir að við komumst að því að hún væri ólétt. Því stuttu eftir varð hún skyndilega mjög slæm í húðinni og á þannig stöðum að hún átti erfitt með að klæða það af sér, eins og t.d. í andliti, á baki og bringu.

Það hjálpaði heldur ekki til þegar hún greindist með frumubreytingar í leghálsi á svipuðum tíma og það var ekkert hægt að gera fyrr en eftir fæðingu. En sem betur fer voru breytingarnar á algjöru byrjunarstigi og ekki búið að greina hvort þær væru góð- eða illkynja.

Einangrunin hefst.

Fyrir utan vinnuna, fór hún ekki neitt og skipti þá engu máli þótt við værum að sannfæra hana um að hitta vinkonur sínar eða eitthvað annað. Á endanum var ég í raun orðinn eini félagsskapurinn sem hún hafði. Þetta var mjög ólíkt henni, því hún er mikil félagsvera að eðlisfari. Ég vildi fara og hitta vini mína, sem endaði með að verða eitthvað sem fór í taugarnar á henni.

Ég varð fljótlega meðvirkur og eyddi oft töluverðum tíma í að undirbúa það hvernig ég myndi tilkynna henni að ég ætlaði að hitta vini eða vinnufélaga. Samt hafði þetta aldrei verið vandamál, áður en hún varð ólétt. Ég náði sjaldnast að slaka á og njóta tímans þegar ég var ekki með henni, enda var ég alltaf að hugsa um að halda henni góðri.Mánuði fyrir settan fæðingardag greinist hún síðan með bráðameðgöngueitrun. Hún var lögð inn og ég var svo heppinn að fá að gista með henni í viku. Eftirá að hyggja held ég að vera mín þarna hafi skipt sköpum, því satt best að segja held ég að hún hefði annars farið yfirum. Andlega líðanin var mjög slæm og það var eins og hún hengi á bláþræði.

En fæðingin gekk vel og við eignuðumst við heilbrigðan strák.

Kvíða- og grátköstin.

Fyrstu vikurnar eftir fæðingu voru líka erfiðar. Bóluerfiðleikarnir stóðu enn yfir en til viðbótar bættust við kvíða- og grátköst í tíma og ótíma. Ósjálfrátt fór ég að búa mig undir erfiðan tíma framundan. Ég hélt þó að þetta væri eitthvað eðlilegt tímabil sem hún væri að ganga í gegnum.

Í fyrstu hugsaði ég með mér að eflaust væri þetta eitthvað sem myndi vara í svona 2-3 mánuði. En þegar 10 mánuðir voru liðnir og ekkert að breytast, var ástandið orðið verulega erfitt. Þannig þurfti ég oft á öllu mínu að halda til að halda sjálfur sönsum. Ef ég til dæmis var ekki á réttum stað á réttum tíma eða eitthvað breyttist hjá mér, fór hreinlega allt í háaloft.

Ég margræddi auðvitað við hana um að fá hjálp. En hún vildi ,,hrista þetta af sér.” Allar tillögur um að hún hitti lækni, sálfræðing, stuðningshóp eða einhverja aðra, urðu því að engu. Í hennar huga var þetta líka svo mikil skömm. Það mátti því ekki ræða þetta við neinn. Hvorki vini né vandamenn. Í rauninni ræddi hún þetta því ekki við neinn nema mig.

Sjálfur var ég í varnarstöðu á hverjum degi. Ég vissi í rauninni aldrei hvar ég hafði hana. Ég meina það þó ekki þannig að það hafi ekki komið góðir dagar inn á milli. En sveiflurnar voru svo miklar og hjá mér gekk því bara allt út á að allt gengi sinn vanagang í kringum hana. Annars færi allt á annan endann.

Loks, 9 mánuðum eftir að drengurinn okkar fæddist, fékk ég hana til að fara til læknis. Hann lagði til að hún færi á lyf. Hún vildi ekki sjá þau og sagðist ekki taka í mál að fara á geðlyf. Reyndar sagði hún að læknirinn hlyti að vera að misskilja sig. Lyf væri ekki það sem hún þyrfti. Já, svo mikil var afneitunin.

Nokkrum mánuðum síðar fékk ég hana þó til að fara til sálfræðings. Eftir fjóra tíma hjá honum, sagði hún hann hins vegar ,,bjána” og þar endaði það.

Þegar sonur okkar var orðinn 16 mánaða, samþykkti hún loks að fara á lyf. Það fyndna var, að læknirinn sem gaf henni lyfið, var sá sami og hún sagði að hefði ,,misskilið” sig.

Mögnuð breyting: Hún kom aftur!

Breytingin á henni var svo mögnuð að það er varla hægt að lýsa henni. Á aðeins 2 vikum var konan mín ,,mætt aftur.” Mér fannst eins og hún hefði verið í 2 ár í burtu. Já, grát- og kvíðaköstin hurfu, andlega líðanin var stöðug og hún ekki í neinum vandræðum með að taka lífinu bara eins og það er.

Það tók mig þó tíma að venjast þessu. Það að geta spjallað við hana á eðlilegum og afslöppuðum nótum hafði ekki verið hægt svo lengi. Loks áttaði ég mig á því sjálfur að af mér var í rauninni þungu fargi létt.

Það kom samt tímabil eftir þetta, þar sem ég þurfti að ,,pústa út.” Ég varð pirraður út af öllu og það var stutt í þráðinn hjá mér. Hún tók þó eftir þessu og spurði mig hvort mér liði illa. Þegar ég viðurkenndi það, sýndi hún mér mikinn skilning. Ég held þó að rót vandans hjá mér hafi ekki rist djúpt, heldur voru þetta bara eftirköst af erfiðu tímabili sem hafði staðið yfir svo lengi.

Mín skoðun er því sú að fæðingarþunglyndi er ekki aðeins eitthvað sem konur upplifa, því makinn verður fyrir barðinu á því líka. Hann er sá sem stendur konunni næst og upplifir því erfiðustu stundirnar. Sjálfur vissi ég lítið um það hvernig upplifun það gæti verið fyrir konur að fara í gegnum fæðingarþunglyndi. En þegar ég lít til baka, vildi ég óska þess að ég hefði vitað meir og að okkur hefði tekist að fá aðstoð fyrr. Í okkar tilfelli, stóð einangrunin og geðsveiflurnar yfir frá því að hún varð ólétt og lengi eftir að barnið var fætt.

Eflaust er engin formúla til um hvernig best er að takast á við fæðingarþunglyndi. En í okkar tilfelli held ég að nokkur áföll í aðdraganda fæðingar, geti haft áhrif. Hjá henni voru það bólur, frumubreytingar, meðgöngueitrun og aðskilnaðarkvíði. Allt þetta lagðist þungt á hana og hún endaði auðvitað bara mjög þunglynd.

Ég vona því að þessi skrif mín geti hjálpað einhverjum. Fyrst og fremst bendi ég fólki á að reyna að fá aðstoð. Það er engin skömm í því. Fæðingarþunglyndi er hreinlega eitthvað sem getur komið fyrir alla.

---

Ef það eru fyrirspurnir eða eitthvað sem liggur á hjarta varðandi þessi mál, má hafa samband á netfangið helga@spyr.is 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira