Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Spyr.is, 18.Nov.2015 Til baka

Er eitthvert þessara erinda frá þínu barni? Ertu alveg viss?

Er eitthvert þessara erinda frá þínu barni? Ertu alveg viss?

Eflaust gera fáir foreldrar sér grein fyrir því að það er fullt af íslenskum börnum, sem leita til Umboðsmanns barna með alls kyns erindi. Hér að neðan má sjá brot af skrifum sem Umboðsmanni barna hafa borist. Þessi skrif endurspegla vel hvernig þeim líður, hverju þau eru að velta fyrir sér eða hvernig framkoma foreldra eða kennara eru. Foreldrar ættu því að lesa vel hvað þarna stendur: Gæti eitthvert þessara erinda verið frá þínu barni (eða barni sem þú þekkir?)? Deilum og fáum sem flesta foreldra til að lesa, við höfum ÖLL gott af því að sjá og heyra, hverju börn geta verið að velta fyrir sér.

 

15 ára stúlka: Við mamma rífumst oft

Mig langaði að vita hvort að ég gæti fengið að vera sjálfráða og fjárráða fyrr. Það er ekkert ofbeldi eða neitt a heimilinu en mig langar bara að komast burt. Við mamma rífumst mjög oft og mér líður ekki vel.

13 ára stúlka: Langar að kyssa strák

Mig langar alveg ROSALEGA að kyssa strák (hef aldrei kysst einn einasta) en ég er bara ekki nógu góð fyrir þá ;S Ég meina ég er soldið þybbin, óvinsæl og ekkert smá feimin ! Á ég að bíða eða ?

17 ára stúlka: Má ég ráða hvort ég búi hjá mömmu eða pabba?

Má ég ráða hvort mamma eða pabbi (sem eru skilin) séu með forræði yfir mér? Mamma er með forræði en ég vil að pabbi fái það. Hversu langan tíma tekur það?

15 ára stúlka: Neyddu mig til að fermast

Systir mín er 13 ára og á að fara að fermast í vor. Ég var neydd til að ferma mig af foreldrum mínum og vissum aðilum í fjölskyldunni. Ég vildi ferma mig borgaralega því ég er ekki kristin, en foreldrar mínir sögðu að annað hvort fermdist ég í kirkju eða bara alls ekki. Svo fékk ég þulu hvað eftir annað hvað amma og afi yrðu vonsvikin og að ég yrði aldrei almenninlega hluti af samfélaginu. Nú er verið að segja það sama við systir mína. Hún er sömu skoðunar um trú og ég. jafnaldrar segja við mig að þau geti ekki þvingað okkur svona, en hvaða lagalega rétt höfum við? Getum við ákveðið sjálf hvaða trúarlegu athöfn við tökum þátt í? Og þar með neitt foreldra okkar til að ganga á eftir okkur með það? Sjálf get ég ekki sagt mig úr þjóðkirkjunni fyrr en ég er 16 ára, svo þegar maður er á fermingaraldri hefur maður engan rétt? Með fyrir fram þökk fyrir aðstoðina.

10 ára drengur: Kennarinn segir mig heimskan

Í ensku þá er gamall kennari sem er alltaf að seigja ég sé heimskur og þroskaheftur og er alltaf að seigja það ef maður talar og það var lokað 'mig inni í fríminútum og var lokað mig inni. í 6 mánuði og mátti aldrei vera í frímínútum og þurfti að vera á skólabókasafninu. er greindur með adhd mer finst eins og ekkert sé tekið tilit til þess.

15 ára drengur: Foreldrar

Mega foreldrar skoða sms í síma barns síns?
 

16 ára stúlka: Fósturpabbinn

Er eðlilegt að fósturfaðir minn segi mér að halda kjafti, segi mér að drulla mér inn í herbergi, segi að ég sé vangefin, hálviti og fábjáni?? :S
 

14 ára stúlka: Kinnhestur og flengingar

Mamma mín og pabbi öskra á mig svona 20 sinnum á dag............ Það er mjög leiðinlegt..... Ég hef talað við námsráðgjafa um þetta og hún sagði mér bara að setjast niður og spjalla við þau um þetta! Ég reyndi en það var bara öskrað á mig og ég lokuð inn í herbergi.... . Ég er oft slegin á munninn og einstaka sinnum flengd... Hvað get ég gert án þess að þau öskri á mig?
 

11 ára stúlka: Kennararnir

Kennarar fara oft illa með börnin eins og þau megi það. Tala illa til þeirra. Ég er kannski að segja of mikið en við vorum í tíma að læra um Egil Skalla-Grímsson þegar kennarinn var komin í allt annað mál. Þá rétti einn strákur í bekknum upp hendina og sagði ,, erum við ekki að læra um Egil?" Þá sagði kennarinn ,, ert þú að stjórna eða ég??" og auvitað hræddi það strákinn. Við erum í skóla til þess að læra margt ekki til þess að vera tekin í einrúm eða til þess að vera bönnuð að "commenta" á hlutina.
 

14 ára stúlka: Mín réttindi

Á pabbi minn rétt á því að taka tölvuna mína af mér sem ég keypti fyrir mína eigin peninga sem ég vann mér inn fyrir sjálf ? Og á ég rétt á því að ef foreldrar mínir séu að fara að skilja, og ég og systir mín eigum að heimsækja pabba aðra hverja helgi, á ég þá rétt á því að heimsækja hann ekki... aldrei... ?
 

15 ára stúlka: Á ég að segja frá?

hææhææ ;** Besta vinkona mín braust með 3 öðrum krökkum inní 4 skóla um jólin ... Á ég að kjafta frá eða á ég að vera besta vinkona og segja engum eins og hún bað mig um??
 

13 ára stúlka: Pabbi er með mynd af bróður mínum en ekki mér

Mamma mín og pabbi eru alveg frábærir foreldrar, svolítið ströng en góð. Ég á erfitt með að vakna á morgnana og nota ljót orð og er ekki fyrirmyndarbarn, en bróðir minn er draumur pabba. Hann er með mynd af bróður mínum á símanum sínum en ekki mér. Mér finnst ég passa ekki inní fjölskylduna en allavega vil ég vita hvernig ég get verið draumabarn pabba míns, því ég vil það svo sárt.
 

17 ára stúlka: Borga mat og lyf sjálf

Ég þarf að vinna mikið með skóla til þess að geta keypt það sem ég þarf, fatnað, skólabækur og gjöld og jafnvel matinn minn sjálf, lyf o.fl. Þetta bitnar náttúrulega á tímanum sem ég mundi annars nota til að sinna náminu.

16 ára drengur: Við erum framtíðin

Það má ekki gleyma að við erum “fullorðnafólk” framtíðarinnar.

Birt með leyfi Umboðsmanns barna 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira