Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Veraldarvefurinn, 14.Mar.2015 Til baka

,,Bréfið til sjálfs mín – skrifað ári eftir ákvörðun um sjálfsvíg"

,,Bréfið til sjálfs mín – skrifað ári eftir ákvörðun um sjálfsvíg"

Þú munt ekki trúa því en á morgunn, 11.mars árið 2014, mun lífið þitt breytast rosalega. Fyrir hádegi, muntu taka ákvörðun um það, hvort þú ætlir að lifa eða deyja. Á nokkrum örlagaríkum klukkustundum, muntu fara yfir líf þitt, hugsa um það sem þú hefur gert, hvernig staðan er og hvað þig langar að gera í framtíðinni. Byggt á þessum vangaveltum, muntu komast að þeirri niðurstöðu að þú sért algjörlega misheppnaður, að öllum sé sama um þig og að þér muni aldrei fara að líða neitt betur. Með öðrum orðum: Að líf þitt sé einskis virði.

Þú tekur því ákvörðun um að þú ætlir að deyja. Á næstu mínútum, ferðu yfir það hvað þú þarft að gera, áður en þú kveður þetta líf.

Þú byrjar á því að hringja í bróður þinn. Ekki til að kveðja hann, heldur til að vera viss um að þegar þú ert farinn, þá verði hann til staðar til að hugsa um móður okkar. Í símtalinu brotnar þú niður og endar með að slíta samtalinu. Bróðir þinn hringir margsinnis til að reyna að ná í þig á ný.

Næstu þrjú korterin eru síðustu augnablikin þín. Þú veist að þú munt ekki svara símtölum bróður þíns. Þú veist að þú átt innan við klukkustund ólifaða. En þegar þú sérð skilaboðin frá bróður þínum, endar þú með því að vilja hringja í hann í alla vega eitt skipti í viðvót. Bróðir þinn þylur upp allt í símanum, sem þú ert að fara í gegnum þessa stundina og hvað þú þurfir að gera, til að sjá ekki eftir neinu. Hann er líka búinn að hafa samband við systur okkar.

Þegar þú ert búinn að ræða við bæði systkinin þín, ertu enn ekki búinn að hætta við að taka þitt eigið líf. En, tilfinningin um að vilja deyja, er samt ekki eins sterk og nokkrum mínútum fyrr.

Á næstu mínútum gerist eitthvað. Þú verður sterkari. Á næstu klukkustundum gerist eitthvað. Þú verður sterkari.

Eftir nokkrar klukkustundir, hefur þú styrk til að klæða þig. Þú meira að segja pínir þig til að fara út og mæta til vinnu. Þú ert kennari fyrir fanga sem sitja inni. Þegar þú ert mættur í vinnuna, kemur reyndar í ljós að tíminn þinn fellur niður af óviðráðanlegum orsökum hjá fangelsinu. En bara það að þú sért kominn í föt og farinn út úr húsi, hefur gert heilmikið.

Átta dögum síðar, færðu síðan ótrúlega gjöf. Þetta eru boð á viðburð sem auglýstur var undir yfirskriftinni ,,Healthy Living Series.” Þér líður betur eftir námskeiðið. Það breyttist eitthvað. Áður en þú áttar þig á því, hefur þú staðið upp og talað við fullan sal af fólki.

Tveimur mánuðum síðar, skrifar þú bók. Hún heitir ,,Choosing to Take a Stand: Changed Me, My Life, My Destiny.” Þar segir þú frá glímunni þinni við þunglyndi. Skýrir út, hvers vegna þú varst svona nálægt því að taka þitt eigið líf. Að skrifa bókina, hjálpaði þér mikið. Hún var hluti af batanum.

Um fimm mánuðum síðar, muntu fylgjast með umræðunni um hvers vegna í ósköpunum gamanleikarinn Robin Williams tók sitt eigið líf. Þú sérð fólk skrifa um þetta á Facebook. Og tekur ákvörðun um að segja þína sögu líka þar. Þetta þýddi að nánir vinir og vandamenn, urðu líka upplýstir um þunglyndið og það sem þú hafðir farið í gegnum.

Eftir um sex mánuði, heldur þú áfram að skrifa um áhrif þunglyndis og hvernig upplifun það er að vilja taka sitt eigið líf. Þú skrifar þetta undir nafni og birtast greinarnar eftir þig til dæmis á Huffingtonpost. Þú sérð lesendur, sem hafa glímt við eitthvað svipað, skrifa um sína líðan og hvernig þín skrif hafa hjálpað þeim.

Eftir um átta mánuði, eykur þú skrifin og ferð líka að halda fyrirlestra um þunglyndi og þá upplifun að vilja taka sitt eigið líf. Þú talar við framhaldsskólanema og ert á endanum beðinn um að vera ,,mentor” í framhaldsskóla. Þú hittir á þessum tíma, ungan mann sem er að fara í gegnum mjög svipaða hluti og þú gerðir einu sinni. Þið verðið vinir og þú hjálpar þessum unga manni.

Eftir um níu mánuði, finnst þér eins og þú hafir fæðst bara alveg upp á nýtt. Þér líður engan veginn eins og manninum sem einhverjum mánuðum fyrr langaði til að deyja.

Eftir tíu og ellefu mánuði, ertu beðinn um að auka við þig í kennslu og fyrirlestra. Þú ert að leiðbeina ungu fólki.

Þannig að á endanum, þá virðist það vera svo að vanlíðanin sem þú fórst í gegnum, sú erfiðasta sem þú hefur upplifað, sú ömurlegasta og sú skelfilegasta, verður sú sem þú notar til að hjálpa öðrum.

Svona atburðarrás, getur líka gerst hjá þér. Ef þú bara tekur ákvörðun um að komast í gegnum þá erfiðleika sem þú ert að fara í gegnum núna og hugsa um morgundaginn.

Byggt á pistli S.L. Young, birtur á Huffingtonpost. Hér í aðeins styttri útgáfu.

Mundu eftir að vera vinur Spyr.is á Facebook - ótrúlega margt á döfinni næstu vikurnar - verðlaun og fleira.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira