Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Spyr.is, 17.Nov.2015 Til baka

Einelti á Egilsstöðum: Íhugaði oft sjálfsvíg

Jafet Sigfinnsson

Jafet Sigfinnsson

Jafet Sigfinnsson segir hér frá upplifun sinni af ömurlegu einelti sem hann varð fyrir, svo alvarlegt að hann íhugaði reglulega að fremja sjálfsvíg. Eineltið hófst í kjölfar þess að hann trúði óheiðarlegum aðila fyrir því að hann væri ekki viss um kynhneigð sína. Jafet segir að fólkið í kringum hann hafi talað illa um hann, hreytt í hann ónotum og sagt hluti sem særðu hann mikið. Í raun var fólk að skipta sér af því sem þeim kom hreinlega ekkert við. Jafet fannst hann niðurlægður, fólk dreifði alls konar sögum um hann og að lokum hætti hann í skólanum, vegna þess að honum fannst eins og heimurinn væri á móti sér. Jafet íhugaði oft sjálfsvíg á þessum tíma og segir að þessi reynsla, hafi haft mikil áhrif á líf sitt. 

En hér stendur Jafet í báðar fætur, sýnir mikið hugrekki og þetta er sagan, sem hann deildi á  á Facebook síðu sinni. 
Já, ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. Er með einhvern leiðindar kvíðahnút í maganum við að vera loksins að opna mig eitthvað af viti um þetta, en það er eiginlega bara mikilvægt fyrir mig að segja þetta allt hérna og hætta að láta eins og ekkert af þessu hafi skeð eða þá að allir myndu höndla þetta eins og ég. Sérstaklega í vöku þeirrar umræðu sem er hafin vegna slúðurritsins Pésans sem ég held hafi haft mikið með það að gera afhverju fólk hefur leyft sér að tala eins og það hefur gert, og leyft sér að láta eins og allt komi þeim við.
 
Sama hvernig maður lítur á það er einelti aldrei í lagi, og engar afsakanir í gildi þegar þú ert kominn á sérstakan aldur. Það var nefnilega þannig að þegar ég var í Menntaskólanum á Egilsstöðum upplifði ég svo ömurlegt einelti að ég íhugaði alvarlega að fremja sjálfsvíg reglulega, en ef ég ætti ekki svona yndislega fjölskyldu og vini þá hefði ég eflaust látið verða að því.
 
Allt gerist þetta af því að fólki finnst eins og allt komi þeim við. Ég gerði þau mistök að ræða við óheiðarlega aðila þegar ég var ennþá að finna sjálfan mig og mína kynhneigð og eins og eldur í sinu breiddist það út um allt. Það datt nánast engum í hug að koma upp að mér og rétta mér hjálparhönd, heldur töluðu allir um þetta á bak við mig og einstaka sinnum henti fólk því í andlitið á mér hvað það vissi, eða öllu heldur þóttist vita um mig. Meira að segja bróðir minn lenti í því á balli að stelpa kom upp að honum og spurði "hvenær ætlar bróðir þinn eiginlega að drullast út úr skápnum? Það vita allir að hann er hommi og það er öllum sama."
 
Það var nefnilega aldeilis ekki öllum drullu sama. Mér var ekki sama. Mér langaði ekkert að vera hommi því ég vildi bara vera eins og allir aðrir. Ég hef alltaf verið félagsfælinn og þetta ofan í það var eitthvað það erfiðasta sem ég hef einhverntíman þurft að sætta mig við og það tók líka ekkert smá langan tíma. Kannski af því að ég fékk aldrei neinn tíma til að melta þetta sjálfur því það voru alltaf allir að troða skoðunum sínum um hvað ég væri ofan í kokið á mér án þess að ég væri nokkuð að spyrja um þeirra álit.
 
Mér fannst ég svo ótrúlega niðurlægður og fannst eins og allir væru að hlæja að mér. Það var verið að dreifa sögum og MSN samtölum um mig út um allar tryssur og eina sem skólinn vildi gera í þessu var að setja mig í einhvern verndarhring með krökkum sem ég þekkti ekki neitt af því að skólinn var svo viss um að þetta væri fínt fólk án þess að þekkja mitt samband við það fólk að nokkru leyti - þar á meðal var ein manneskja á þeim fína lista strákur sem hafði tekið mikinn þátt í því að leggja mig í einelti. Þetta endaði allt með því að ég hætti í skólanum af því að mér leið eins og allur heimurinn væri á móti mér. Ég fékk samt engan alvöru frið þó ég væri hættur í skólanum og slapp eiginlega ekki almennilega úr þessari martröð fyrr en ég flutti suður haustið 2009.
 
Ég veit að fólki finnst það ekki vera að gera neitt hræðilegt þegar það er að koma með svona komment eins og "komdu bara út, það er öllum sama" en trúðu mér þetta er mögulega eitt það versta sem þú getur sagt við einhvern sem er að ströggla við kynhneigðina sína. Sömuleiðis er þetta sjúklega hrokafullur hlutur að segja, að láta eins og álitið þitt og þín skoðun skipti öllu máli og að halda að allir vilji fá að heyra hana. Ég veit ekki hversu mörg böll enduðu með því að einhverjir strákar hentu svona rugli framan í mig, eða hversu oft ég lenti í því að fá skítakomennt á MSN frá fávitum sem þorðu ekki að koma undir nafni en ég vissi þó allan tíma fullvel hverjir þetta voru.
 
Þó ég beri það ekki með mér hefur þetta ennþá sjúklega mikil áhrif á líf mitt að mörgu leyti: ég er fáránlega paranoid og ef einhver sem ég þekki mikið svarar mér allt í einu eitthvað aðeins öðruvísi en þau eru vön að gera fer ég að ofhugsa og halda að þau séu búin að snúast gegn mér í kjölfarið af því að ég upplifði mig svo mikið einan á þessum tíma. Ég hef ótrúlega ömurlegt sjálfstraust oft á tímum og fæ tíð kvíðaköst út af minnstu hlutum.
 
Af hverju ég lenti í þessu mun ég aldrei skilja, en ég lærði þó mjög vel að standa mér sjálfum mér í framhaldinu af þessu einelti og að standa uppi fyrir sjálfum mér, því að svona á ekki að koma fram við fólk og það veit ég núna. Ég átti þetta ekki skilið og það á enginn að þurfa að ganga í gegnum svona sjálfsfyrirlitningu og mannskapað þunglyndi en samt gerist þetta enn í dag.
 
Enn í dag finn ég samt fyrir þessari pressu að ákveða mig. Ekki held ég að það sé viljandi samt en það er bara svo mikil herferð að þurfa endilega að merkja sig hinu eða þessu alltaf. Ég hef yfirleitt talað um að ég sé tvíkynhneigður en ég veit að það eru eflaust ekki margir sem taka nokkuð mark á því og halda því fram að ég sé bara með eina löppina út úr skápnum, en staðreyndin er sú að ég finn enga nauðsyn á að velja mér eitt liðið eða annað. Ég er bara það sem ég er og elska bara þá eða þær sem ég elska, hvort sem það mun nú vera stelpa eða strákur.
 
Ég vill ekki þurfa að lenda í því ef ég fell einn daginn fyrir stelpu að fólk fari að skipta sér að því og segja henni að hún sé að deita homma og að ég þurfi að sæta eitthvað framhalds einelti út frá því þar sem ég hef aldrei haldið því fram að ég sé eingöngu fyrir karlmenn, enda væri það bara hreinlega ekki satt. Hættum að spá í öllum þessum merkjum og hættum að halda að allt komi okkur við. Ég er bara ég, og þú ert bara þú. Verum ekkert að flækja það eitthvað óþarflega.
 
Ég veit ég er ekki sá fyrsti og alls ekki sá seinasti sem gengur í gegnum það sem ég gekk í gegnum en ég vona svo sannarlega að þetta komist til skila til þeirra sem þurfa að taka þetta til sín. Kynhneigð kemur engum við nema þér sjálfum. Ef þú vilt halda því fyrir þig og ert engan að særa þá er það bara algjörlega þitt mál, því það er fullkomlega eðlilegt að taka sinn tíma til að átta sig á hlutunum.
 
Síðast en ekki síst langar mér að taka það fram að þó þetta hafi verið einn versti tími lífs míns þá held ég ekki í fortíðina og finnst langbest að fyrirgefa þar sem að ég einn tapa á reiði og hatri. Ég vona bara innilega að gerendur míns eineltis séu búnir að þroskast og læra af þessari hegðun en það er því miður ekki alltaf staðreyndin.

Birt með leyfi Jafets Sigfinnssonar.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira