Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Hagstofa Íslands, 14.Nov.2016 Til baka

Um vísitöluútreikningar Íslands og nágrannaríkja

Um vísitöluútreikningar Íslands og nágrannaríkja

Munur á verðbólgu á milli landa stafar aðeins að litlu leyti af því að stuðst er við mismunandi reikniformúlur, en skýringu á mismun má frekar rekja til mismunandi verðþróunar og ólíks neyslumynsturs þjóða. Hagstofa Íslands tekur virkan þátt í samstarfi þjóða, þar sem þjóðirnar hafa komið sér saman um meginreglur um aðferðafræði. Þá styðjast hagstofur landanna við sama neysluflokkunarkerfi til að flokka útgjöld og meta vægi neysluflokka í neysluverðsvísitölum. Meira um þessi mál í svari Hagstofu Íslands við fyrirspurn frá lesanda.

Lesandi spyr:

Nú skilst mér að verðbólga sé ekki alltaf reiknuð eins eftir löndum. Ef litið er til þeirra landa sem við berum okkur helst saman við, Norðurlöndin, hvernig reikna þau hvert fyrir sig út verðbólgu (vísitölu neysluverðs) og hvað er ólíkt milli útreiknings landanna og Íslands.
 
Þess til viðbótar liggur mér forvitni á að vita hvernig verðbólguþróunin síðastliðna 12 mánuði hefði verið og hver núverandi verðbólga væri ef við hefðum frekar stuðst við reikniformúlu Danmerkur, Noregs eða Svíþjóðar. Það væri áhugavert að vita upp á að skilja hversu mikið af verðbólgumun milli landanna fjögurra má skýra með mismunandi reikniforsendum. ​
Spyr.is sendi fyrirspurnina til Hagstofunnar og fyrir þeirra hönd svaraði Finnbogi Gunnarsson.
 
Finnbogi:
 
Munur á verðbólgumælingum milli landa er ekki hægt að rekja til mismunandi reikniformúla.
 
Hefð er fyrir því hugtakið verðbólga sé notað um hlutfallslega breytingu á vísitölu neysluverðs yfir 12 mánaða tímabil í senn. Hins vegar eru til fleiri mælikvarðar á verðlag sem mætti miða við. Til dæmis mætti nota vísitölu byggingarkostnaðar eða undanskila ákveðna neysluflokka úr vísitölu neysluverðs, eins og gert er í vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Möguleikarnir eru margir, en algengast er að miða verðbólgu við breytingu á vísitölu neysluverðs í heild og tilgreint sérstaklega ef annar mælikvarði er notaður.
 
Hagstofa Íslands tekur virkan þátt í samstarfi þjóða um þróun aðferðafræði til verðmælinga og vísitöluútreikninga. Þetta samstarf fer m.a. fram á vettvangi Evrópusambandsins og EFTA ríkja sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) leiðir, en einnig á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (UN), Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO) og Efnahagssamvinnu og þróunarstofnunarinnar (OECD). Með samstarfinu hafa þjóðirnar komið sér saman um meginreglur um aðferðafræði. Leiðbeiningar um útreikning á neysluverðsvísitölum er að finna í handbókinni „Consumer Price Index Manual“ sem gefinn er út af ILO. Einnig nota allar hagstofurnar sama neysluflokkunarkerfið til að flokka útgjöld og meta vægi neysluflokka í neysluverðsvísitölum.  Flokkunarkerfið heitir „Classification of Individual Consumption According to Purpose“ (COICOP) og hefur verið gefið út af Sameinuðu Þjóðunum.

 

Sá rammi sem hagstofurnar starfa eftir við útreikning á neysluverðsvísitölum er því sá sami.  Hagstofur Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands taka fullan þátt í samstarfinu og það sama gildir um önnur ríki Evrópu.
 
Af ofangreindu má sjá að aðferðafræðilegur munur á útreikningi neysluverðsvísitalna er lítill. Fyrir kemur að leiðbeiningar leyfi fleiri en eina útreikningsaðferð fyrir einstaka undirliði en þá er aðferðunum líst ítarlega í handbókinni og hagstofur velja nálgun útfrá því hvaða aðferð er talin endurspegla það markaðsfyrirkomulag sem ríkir í hverju landi eða eftir því hvaða gagna er hægt að afla til útreiknings. Ekki er útilokað að vegna þessa geti verið blæbrigðamunur á niðurstöðum mælinga.
Neysluhegðun í hverju landi fyrir sig er háð hagrænum skilyrðum, velferð og landfræðilegri staðsetningu, en neysluhegðun endurspeglast í vægi neysluflokka. Til að mynda hafa þjóðir misjafnt fyrirkomulag á heilbrigðisþjónustu eða menntun og skattar og gjöld geta verið breytileg. Búseta fólks hefur áhrif á neyslu því einstaklingur sem býr lengra frá vinnu eða þjónustu sem hann þarf að sækja eyðir hlutfallslega meira til samgangna en einstaklingur sem býr nær. Af svipuðum meiði má benda á að millilandaflug hefur hærra vægi í neysluverðsvísitölunni á Íslandi en í mörgum nágrannalöndum þar sem íbúar hafa fjölbreyttari valkosti við samgöngur til annarra landa.
 
Munur á verðbólgu milli landa stafar því ekki nema að litlu leyti af því að stuðst er við mismunandi reikniformúlur. Meira vegur mismunandi verðþróun vegna ólíkrar verðmyndunar milli landa og vegna ólíks neyslumynsturs sem hefur áhrif á vægi undirliða vísitölunnar.  Verðlagsþróun síðastliðna 12 mánuði má sjá á vef Hagstofu Íslands; breytingar á vísitölu neysluverðs.

 

 

 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira