Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Málflutningastofa Reykjavíkur., 16.Apr.2015 Til baka

Uppgjör, ábyrgðir og skipti dánarbúa

Uppgjör, ábyrgðir og skipti dánarbúa

Málflutningsstofa Reykjavíkur tók til skoðunar tvær fyrirspurnir frá lesendum um uppgjör dánarbúa. Í öðru tilvikinu var um að ræða fyrirspurn frá eldri manni, sem velti fyrir sér hversu lengi LÍN gæti gert kröfu á dánarbú eiginkonu sinnar, en hún lést árið 2003. Í því tilfelli hafði ekkillinn ekki verið upplýstur um skuldbindingar eiginkonunnar þegar dánarbúið var gert upp. Í síðari fyrirspurn var fyrirspyrjandi orðinn gjaldþrota og höfðu lán fallið á ábyrgðarmenn. Einn ábyrgðarmanna var látinn. Fyrirspurnirnar tvær má lesa um hér.

Spyr.is óskaði eftir liðsinni frá lögfræðingum Málflutningsstofu Reykjavíkur, sem tóku saman helstu atriði er lúta að uppgjöri, réttindum og ábyrgðum vegna dánarbúa. Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður og Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir, lögfræðingur tóku saman.

Hjördís Birna og Guðbjörg Anna:

Almennt um ábyrgð dánarbúa.

Þegar einstaklingur deyr verður til dánarbú sem telst sjálfstæður lögaðili. Dánarbú tekur tímabundið við öllum réttindum og skyldum hins látna.

Að meginreglu má ganga út frá því að ef aðilaskipti geta orðið að réttindum og skyldum hins látna, þ.e. ef viðkomandi réttindi/skyldur geta færst á milli aðila, þá taki dánarbúið við slíkum réttindum og skyldum. Ef aðilaskipti geta hins vegar ekki orðið, þá má almennt ganga út frá því að slík réttindi og skyldur falli niður við andlátið. Þetta þarf að meta í hverju tilviki fyrir sig. 

Dánarbú tekur eingöngu við réttindum og skyldum hins látna fram að þeim tíma þegar skiptum búsins hefur verið lokið. Um ábyrgð eftirlifandi maka og/eða annarra erfingja á réttindum og skyldum dánarbúsins fer því eftir því með hvaða hætti skiptum lýkur, en skiptum getur lokið með ferns konar hætti. Verður nú gerð stuttlega grein fyrir hverri skiptaleið fyrir sig.

Einkaskipti.

Við einkaskipti er erfingjum veitt leyfi sýslumanns til þess að annast sjálfir skiptin að uppfylltum vissum skilyrðum. Erfingjarnir hafa þá einir ákvörðunarvald um hagsmuni dánarbúsins og skiptalok miðast við það tímamark þegar sýslumaður undirritar heildarsamning erfingjanna um skiptin, svokallaða einkaskiptagerð. Við einkaskipti gangast erfingjar undir óskipta ábyrgð á skuldbindingum búsins og kröfuhafar geta því sótt fullnustu á réttindum sínum hjá erfingjunum persónulega. Ábyrgð erfingjanna gildir áfram eftir lok skipta, svo framarlega sem krafa er ekki fyrnd eða fallin niður af öðrum ástæðum.   

Seta í óskiptu búi.  

Með setu í óskiptu búi er átt við það þegar eftirlifandi maki þess látna fær leyfi sýslumanns til að sitja að eignum sínum og dánarbúsins óskiptum um ótiltekinn tíma. Slíkt leyfi felur í sér að eftirlifandi maki ræður einn yfir eignum hins óskipta bús og þarf því ekki að fá leyfi eða samþykki annarra erfingja til þess að ráðstafa eignum. Með slíku leyfi tekur eftirlifandi maki tekur einnig á sig óskerta ábyrgð á öllum skuldum þess látna, líkt og um hans eigin skuldir væri að ræða. Hann ber því ábyrgð á skuldbindingum hins látna þar til hann fellur sjálfur frá eða þar til kröfurnar eru efndar eða fyrndar.

Opinber skipti.

Sýslumaður getur krafist opinberra skipta á dánarbúi við vissar aðstæður, t.d. ef erfingjar hafa ekki orðið við áskorun hans um að ljúka skiptum með öðrum hætti. Einnig má taka bú til opinberra skipta að kröfu erfingja og kröfuhafa, sem eiga gjaldfallnar kröfur á hendur búinu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Héraðsdómari skipar skiptastjóra til að sjá um opinber skipti. Um ábyrgð á skuldum dánarbúsins við opinber skipti fer eftir því hvort að erfingjar kjósa sjálfviljugir að taka á sig ábyrgð á skuldunum eða ekki. Kjósi erfingar að taka ekki á sig slíka ábyrgð gefur skiptastjóri út innköllun þar sem hann skorar á kröfuhafa að lýsa kröfum sínum innan tiltekins frests. Greiðslur til kröfuhafa fara þá eingöngu fram að því marki sem eignir dánarbúsins hrökkva til fyrir skuldum.

Lok skipta á dánarbúi vegna eignastöðu þess.

Í mörgum tilvikum er ljóst að eignir dánarbús eru ekki meiri en sem nemur kostnaði við útför hins látna. Þegar svo er ástatt um er sýslumanni heimilt að lýsa því yfir að dánarbúið sé eignalaust eða að eignir þess dugi einungis fyrir kostnaði við útför. Það þýðir að sýslumaður getur lokið skiptunum strax og án frekari aðgerða með því að framselja eignir búsins, ef um þær er að ræða, til þess aðila sem kostar útför hins látna. Ef veðkröfur eða aðrar kvaðir hvíla á eigninni þá er hún framseld með slíkum skuldbindingum. Ábyrgðin tekur þá til þess að greiða útfararkostnað og á efndum viðkomandi veðskulda/kvaða ef um þær er að ræða. Ábyrgðin nær ekki til annarra skuldbindinga dánarbúsins.  

Samantekt:   

Einkaskipti: Erfingjar gangast undir óskipta og persónulega ábyrgð á skuldbindingum dánarbúsins og gildir ábyrgðin einnig að loknum skiptum.  

Seta í óskiptu búi: Eftirlifandi maki ber ábyrgð á skuldbindingum dánarbúsins þar til hann fellur sjálfur frá eða þar til kröfurnar eru efndar eða fyrndar.  

Opinber skipti. Erfingjar bera einungis ábyrgð á skuldbindingum búsins kjósi þeir það sjálfviljugir og lýsi þeir því sérstaklega yfir við skiptastjóra.  

Yfirlýsing sýslumanns um eignaleysi: Erfingjar taka (a) enga ábyrgð, (b) ábyrgð á kostnaði við útför eða (c) ábyrgð á kostnaði við útför og á efndum veðskulda/kvaða á framseldri eign.      

***

Það er mikilvægt að árétta í lokin að jafnvel þó að tilteknar skuldbindingar verði taldar færast frá hinum látna og til dánarbúsins, og þá eftir atvikum til erfingjanna, þá þýðir það ekki sjálfkrafa að skuldbindingin sé gild eða lögmæt. Það þarf að skoða í hverju tilviki fyrir sig. Sem dæmi má nefna skuldbindingu vegna þess að hinn látni hefur gengist í ábyrgð fyrir láni. Þó svo að slík skuldbinding kunni að verða talin færast til dánarbúsins, þá þarf að meta það í hverju tilviki hvort að rétt hafi verið staðið að veitingu ábyrgðarinnar og hvort hún kunni að verða talin ógild, t.d. ef formlegt greiðslumat hefur ekki farið fram. Sönnunarbyrðin hvílir á lánveitanda. Um stöðu ábyrgðarmanna má lesa nánar hér: ,,Réttindi og skyldur ábyrgðarmanna."  

 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira