Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Reykjavíkurborg, 16.Jun.2015 Til baka

Í þessu svari má sjá mörg dæmi um hvað gert er við sorpið sem þú hendir

Í þessu svari má sjá mörg dæmi um hvað gert er við sorpið sem þú hendir

Allt sorp sem er flokkað nýtist sem verðmæti og eflaust mun það koma mörgum á óvart hversu fjölbreytileg sú nýting er. Þótt flestir viti að pappír sé endurnýttur fyrir til dæmis salernispappír, dagblaðapappír og nýjar umbúðir, vita færri að til dæmis gler er mulið niður og notað sem fyllingarefni fyrir framkvæmdir eins og vegagerð.

 

Spurt er:

Ég hef verið að flokka ruslið hjá mér, ég flokka pappír, plast, málm og gler. Ég heyrði af því að það væri ekki verið að endurnýta neitt nema pappír, er það satt? Er þetta urðað með öðru sorpi? ef ekki hvað er þá gert við plastið, málminn og glerið. Það væri gaman að fá svör við þessu.

Spyr.is leitaði til Reykjavíkurborgar og þar svaraði Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá skrifstofu umhverfisgæða hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Eygerður:

Reykjavíkurborg þakkar fyrirspyrjanda fyrir að flokka. Flokkun sorps kemur umhverfinu mjög til góða. Eftir því sem við þurfum að urða minna sorp spörum við urðunarkostnað og minnkum það pláss sem færi undir sorpið okkar ella.

Lífrænn úrgangur er ekki enn flokkaður frá heimilissorpinu. Hann kemur hins vegar að notum á urðunarstað þar sem hann skapar metangas sem er nýtt á farartæki og flýtir fyrir niðurbroti annars sorps.

Þeir sem hafa aðstöðu til ættu engu síður að koma sér upp safnhaug eða safnkössum fyrir moltu þar sem hægt er að búa til moltu sem er góður áburður fyrir garðinn.

Í dag er ástandið þannig að allt sem flokkað er frá nýtist sem verðmæti og það er alls ekki þannig að það sé urðað.

Pappír.

Pappakassar, pítsukassar, dagblöð, tímarit, pappír, pappírsumbúðir og fernur eru í þessum flokki. Pappírsefnum er skilað á endurvinnslustöðvar, á grenndarstöðvar eða í Blátunnu/endurvinnslutunnu við heimili.  Pappír er auðlind sem hægt er að nýta til ýmissa hluta ef hann er flokkaður frá og skilað til endurvinnslu. Pappír sem skilað er til endurvinnslu er flokkaður vélrænt í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi til að aðskilja bylgjupappa frá sléttum pappa og pappír. Efnið er pressað og baggað og síðan flutt til Svíþjóðar til frekari flokkunar og endurvinnslu. Úr endurunnum pappír og pappa eru t.d. framleiddur salernispappír, eldhúspappír, dagblaðapappír og karton sem notað er til að útbúa nýjar umbúðir. Úr endurunnum bylgjupappa er framleiddur nýr bylgjupappi.

Plast.

Í þennan flokk falla allar plastumbúðir án skilagjalds, t.d. brúsar, plastfilma, dósir, pokar, dollur, bakkar o.fl. Hægt er að skila plastefnum í græna grenndargáminn og á endurvinnslustöðvar auk þess sem einkaaðilar bjóða upp á tunnu við heimili þar sem hægt er að skila plasti. Plastefni eru flutt til Svíþjóðar í orkuvinnslu eða efnisendurvinnslu.

Gler/steinefni.

Í þessum flokki eru steinefni þ.e. óvirk efni eins og til dæmis glerkrukkur, -flöskur, postulín, speglar og annað gler án skilagjalds auk flísa, steinsteypu, grjóts og múrsteina. Hægt er skila steinefnum á endurvinnslustöðvar. Efnið er mulið niður og notað sem fyllingarefni við framkvæmdir, t.d. vegagerð, og nýtist því með sama hætti og möl. Þannig má draga úr námugreftri og áhrifum slíkra framkvæmda á umhverfið, auk þess sem dregið er úr kostnaði.

Málmar.

Járn, kopar, blý, ál, stál, ryðfrítt stál, látún og brons eru dæmi um málma. Í flokkinn fara t.d. málmumbúðir eins og niðursuðudósir, álpappír, álbakkar og málmlok af krukkum og sprittkertakoppar, einnig handverkfæri, skrúfur, naglar, pottar og málmrör auk húsgagna úr málmi. Hægt er að flokka málma frá blandaða úrganginum og skila á endurvinnslustöðvar sem annars færi í gráu tunnuna undir blandaðan úrgang ef íbúar vilja tryggja að allur málmur sem fellur til hjá þeim fari til endurvinnslu. Með þessari aðferð næst hvað bestur árangur í flokkun á málmum. SORPA notar einnig vélar í móttöku- og flokkunarstöð fyrirtækisins í Gufunesi til að ná málmum sem settir eru í gráu tunnuna frá blönduðum úrgangi. Talið er að allt að 60% af öllum málmi náist úr úrganginum með þessari aðferð. Efnið er flutt til brotamálmsfyrirtækja sem flokka það eftir málmtegundum og minnka rúmmál t.d. með pressun. Málmarnir eru svo fluttir erlendis til bræðslu og endurvinnslu.

Hægt er að nálgast frekara efni varðandi þetta hér og beint frá SORPU.

Fyrst birt 03.03.2014.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira