Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Áhugavert, 10.Nov.2015 Til baka

Hvers vegna fær fólk óstjórnlega löngun í ákveðinn mat?

Hvers vegna fær fólk óstjórnlega löngun í ákveðinn mat?

Hvaða þýðing er á bak við það „að langa óstjórnlega í eitthvað“ og lítið annað kemst að í huganum?

Hver hefur ekki upplifað yfirþyrmandi löngun í að verða að fá eitthvað sérstakt að borða, hvort sem það er súkkulaði, snakk, hamborgari, eða eitthvað annað? Eflaust höfum við öll upplifað slíkt ástand einhvern tímann á lífsleiðinni. Sennilega er slík löngun algengust eftir að hafa verið að skemmta sér, eftir mikla vinnutörn og einnig oft á meðgöngu. Ekki þarf alltaf að vera um einn einstakan atburð eða ástand að ræða til að þessi mikla löngum komi upp, það eru fjölmargar ástæður sem geta legið að baki slíkum löngunum.

 

Líkaminn getur verið að segja okkur til um að hann líði skort á einhverjum næringarefnum sem gætu hafa vantað í einhvern tíma í fæðu okkar og næringu. Oft mistúlkum við einnig merki líkamans og höldum að við séum svöng, en erum í raun þyrst. Því er ávallt gott ráð að byrja á því að fá sér að drekka, stórt glas af vatni.

Löngun í súkkulaði
Auðvitað þýðir það ekki að líkamann skorti súkkulaði þegar ekkert kemst að í huganum annað en löngunin í súkkulaði. Líkaminn er frekar að kalla eftir magnesíum og gott dökkt súkkulaði, 70% eða meira, inniheldur hátt hlutfall magnesíum. Best er að velja þá lífrænt dökkt súkkulaði og einnig auka við magnesíumríka fæðu í mataræðið. Hnetur, fræ, fiskur og ferskt grænmeti eru góðir magnesíumgjafar.

 

Löngun í sætindi
Þegar löngunin í sætindi hellist yfir, þá skiptir litlu hvað það er sem við grípum bara ef það er SÆTT. Nammi, kex og bara hvað sem er sem er sætt undir tönn er það eina sem okkur langar í. Slíkt ástand bendir til blóðsykurfalls og líkaminn kallar á eldsneyti til að komast aftur í jafnvægi. Það að gefa eftir og „gúffa“ í okkur sætindum gerir ástandið aðeins verra og kemur af stað miklum blóðsykursveiflum og löngunin verður enn meiri. Best væri að fá sér ávöxt, þá fær líkaminn ávaxtasykur sem hefur ekki jafn mikil áhrif á blóðsykursveiflur líkamans. Ef líkaminn kallar sífellt eftir sætu gæti verið um steinefnaskort að ræða. Króm er sérlega hjálplegt til bægja frá þessari löngun og hjálpa blóðsykri að komast í jafnvægi.

Löngun í saltan mat
Oft getur mikil saltþörf og löngunin í popp og snakk bent til  sveiflna í streituhormónakerfi líkamans. Fyrsta skrefið er að finna út hvað það er sem veldur þessari streitu og finna leiðir til að ná stjórn á því sem veldur henni. Nýrnahetturnar hjálpa líkamanum að takast á við streituna með framleiðslu streituhormóna, en þær eiga oft fullt í fangi með þá framleiðslu í erilsömu nútíma lífsmynstri okkar. Gott er að prófa hugleiðslu, öndunaræfingar eða aðrar streitustjórnunaraðferðir. Rannsóknir (Háskólinn í Utah í Salt Lake City) hafa sýnt að þeir sem taka sér hlé til djúpöndunar og hugleiðslu áður en snakkpokinn er opnaður eru 25% ólíklegri til að opna pokann. Ef nýrnahetturnar hafa verið undir miklu álagi, er gott að styrkja líkamann með B-vítamíni, B-5 og C-vítamíni. Bæta við fersku grænmeti í mataræðið sem inniheldur steinefni sem styðja við nýrnahetturnar, sérstaklega kalíum.
 

Löngun í osta
Algengt er að skortur sé á góðum fitusýrum í mataræði okkar nútímamannsins. Löngun í osta eða pizzur geta bent til að þig vanti fitusýrur. Borðið valhnetur, villtan lax, hörfræolíu eða hörfræ. Takið inn til viðbótar góðar olíur sem innihalda bæði EPA og DHA, sérstaklega Omega 3. Tveir til þrír skammtar af villtum laxi, handfylli af valhnetum eða 2 matskeiðar af muldum hörfræum í morgunsmoothie geta leitt til þess að löngunin í pizzur og osta verður lítil sem engin.

Löngun í rautt kjöt

Löngunin í góða steik eða hamborgara getur bent til þess að járnskortur sé í líkamanum. Konur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir járnskorti yfir blæðingartímabilið. Gott er að bæta járnríkum baunum, belgjurtum, plómum, fíkjum og öðrum þurrkuðum ávöxtum í mataræðið. Ef þú borðar kjöt ættir þú að velja lífrænt nautakjöt. Gott er að hafa í huga að halda neyslu kjöts innan við 15 prósent af heildardagskammti. C-vítamín hjálpar til við upptöku járns, því er gott að bæta því einnig við járnríka fæðuinntöku. Sítrónur, appelsínur, paprika, tómatar og ber eru C-vítamínrík fæða.

Sífelld löngun í eitthvað
Sífellt nart kemur í veg fyrir gott mataræði. Þú sækir síður í hollustu og skortur á ýmsum nauðsynlegum næringarefnum fer að sýna sig. Skyndibiti slekkur aðeins á lönguninni í stuttan tíma og því er óæskilegt að stökkva til við fyrstu löngun. Vertu meðvitaður um það sem þú grípur í og setur ofan í þig, gerðu breytingar til batnaðar á mataræði þínu, sem henta þér og drekktu vatn.

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa á facebook 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira