Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Spyr.is, 24.Jun.2013 Til baka

Enginn erlendis kannast við debetkortafærslugjöld

Er aðeins verið að greiða debetkortafærslugjöld á Íslandi?

Er aðeins verið að greiða debetkortafærslugjöld á Íslandi?

Í skoðun á þjónustugjöldum bankanna hefur meðal annars komið í ljós að verðmismunur bankanna hér á landi er allt að 58% á milli banka fyrir úttektir úr hraðbönkum auk þess sem enginn Íslendingur búsettur erlendis, og Spyr.is hafði samband við, kannast við að greiða fyrir debetkortafærslur eins og hér er gert.

 

 

Um þessar mundir skoðar Spyr.is þjónustugjöld bankanna og liður í því er samanburður á algengum þjónustugjöldum banka hér á landi og erlendis.  Haft var samband við nokkra Íslendinga sem eru búsettir erlendis, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Á Spáni, í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, á Ítalíu, í Þýskalandi og í Svíþjóð kannaðist enginn við að greiða fyrir debetkortafærslur.  Spyr.is hafði því samband við nokkrar verslanir ytra sem sögðu neytandann ekki greiða þessi gjöld, heldur væru þau liður í samningum verslana við bankana fyrir þjónustuna.

Á Íslandi eru hins vegar greiddar 16 krónur fyrir debetkortafærslur hjá Landsbankanum og 17 krónur fyrir debetkortafærslur í Íslandsbanka og í Arion banka.

Þetta þýðir að ef einstaklingur greiðir fyrir fimm debetkortafærslur á dag þá er kostnaður viðkomandi ríflega 30 þúsund krónur á ári fyrir þessi færslugjöld.

Einhverjir bankanna tilgreindu í svörum sínum að ákveðinn fjöldi færslugjalda væri innifalinn fyrir viðskiptavini, mismunandi eftir til dæmis kortum.  Nokkrir Íslendingar sem Spyr.is fékk upplýsingar hjá, höfðu samband við viðskiptabankann sinn til að athuga hvort það væri rétt skilið hjá þeim að ekki væru greidd debetfærslugjöld og reyndist svo vera.

Þá kom í ljós að samkvæmt verðskrám bankanna hér á landi er allt að 58% verðmismunur á úttektum úr hraðbönkum hérlendis en tekið skal fram að aðeins er greitt fyrir úttektir ef kort viðkomandi aðila er ekki úr tilteknum banka. 

Hjá Íslandsbanka er þetta gjald lægst eða 95 krónur.  Hjá Arion banka kostar 110 krónur að taka út í hraðbanka ef kortið er ekki frá bankanum og hjá Landsbankanum 150 krónur.  Verðmismunur á hæsta og lægsta verði er því tæplega 58%.

Erlendis er þetta gjald þó oft hærra en hér.  Fyrirkomulagið er svipað, þ.e. í flestum tilfellum greiðir viðkomandi aðeins fyrir úttekt ef kortið er ekki frá tilteknum banka.  Dæmi um verð sem Spyr.is fékk frá Íslendingum búsettum á Spáni, Ítalíu, í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Luxemborg og Danmörku voru frá 108 krónum til 650 krónum.  

Sem dæmi má nefna getur það kostað allt að 4 evrur að taka út úr hraðbanka á Spáni, en það samsvarar tæpum 650 krónum miðað við gengið í dag.  Í Bandaríkjunum er algengt að greiddir séu 2 – 3 dollarar, jafnvel meir.  Þetta samsvarar 248-372 krónum, jafnvel meir.  Í Luxemborg eru greiddar 1,50 evra, eða sem samsvarar 243 krónum íslenskar.

Verð á Norðurlöndum gæti hins vegar verið nær því verði sem þekkt er á Íslandi því í Danmörku er algengt verð um 5 krónur danskar, eða sem samsvarar ríflega 108 krónum íslenskar, og í Svíþjóð um 10 krónur sænskar, eða um 180 krónur íslenskar.

Í Bretlandi kannaðist hins vegar enginn við að greiða þóknun fyrir hraðbankaúttektir þótt kort væri frá öðrum aðila en tilteknum banka.  Haft var samband við Íslending búsettan erlendis, sem og Breta og í báðum tilfellum voru svör aðila þau sömu, þ.e. að viðkomandi greiddi ekki fyrir hraðbankaúttektir þótt farið væri í annan banka en þeirra eigin.

Í svörum sem Spyr.is hefur áður fengið hefur m.a. eftirfarandi komið í ljós:

Verðlagning banka hér á landi er frjáls og ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitinu né í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu.  

Neytendastofa staðfesti að samanburðarupplýsingar um þjónustugjöld banka hér á landi eru ekki til, en segist tilbúin til að ráðast í slíka úttekt fái hún fjármagn til þess frá stjórnvöldum.

Bankarnir gefa ekki upp sundurliðaðar upplýsingar um tekjur af þjónustugjöldum sem þessum, umfram það sem fram kemur í ársreikningum.  

Engar upplýsingar hafa verið veittar um hver kostnaður bankanna er af þjónustu eins og hraðbankaúttektum eða debetkortafærslum.

Eldri svör: Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlitið, Neytendastofa, Arion banki, Íslandsbanki, Landsbanki, sjá Samantekt um þjónustugjöld banka


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira