Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Innanríkisráðuneytið, 19.Dec.2013 Til baka

Lyklafrumvarpið: Niðurstöður kynntar í janúar

Lyklafrumvarpið: Niðurstöður kynntar í janúar

Vinna sérfræðingarhóps, sem kannar með hvaða hætti hægt væri að gera yfirskuldsettum íbúðareigendum kleift að losna undan eftirstöðvum án þrotameðferðar, verður kynnt í janúar á næsta ári.  Í umræðunni er oftast vitnað í þetta úrræði sem ,,lyklafrumvarpið," en úrræði í þessa veru voru kynnt í ræðu forsætisráðherra á Alþingi nú í haust.

 

  Í ræðu forsætisráðherra á Alþingi sagði Sigmundur Davíð: 

3. Þriðji liður er að kannað skuli hvernig gera megi yfirskuldsettum íbúðareigendum kleift að losna undan eftirstöðvum, sem veðið sjálft stendur ekki undir, án gjaldþrots.

Um væri að ræða tímabundna aðgerð sem miðar að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. 

Vinnuhópur skipaður sérfræðingum velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis hefur farið yfir verkefnið og tekið til skoðunar þau úrræði eru til staðar í dag til lausnar á vanda skuldsettra heimila og jafnframt til hvaða úrræða væri unnt að grípa til að takast á við vandamálið. Hefur vinnuhópurinn sett fram tillögur að úrræðum sem eru til nánari skoðunar.

Þær tillögur sem meðal annars hafa verið teknar til skoðunar eru breytingar á lögum um samningsveð, stofnun félags sem leysti til sín yfirveðsettar eignir, samningar við kröfuhafa um niðurfellingu skulda og sérstakan fyrningatíma á kröfum sem eftir standa við nauðungarsölu. 

Skýrslu forsætisráðherra til Alþingis um þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi, má sjá hér. 

  Spyr.is sendi innanríkisráðuneytinu fyrirspurn frá lesanda í byrjun desember.  Fyrirspurnin var svo hljóðandi:  

Hvenær má gera ráð fyrir að lyklafrumvarpið liggi fyrir?  Óskað er eftir áætlaðri dagsetningu.
 
  

Með fyrirspurn var vitnað í eftirfarandi úrdrátt úr ræðu forsætisráðherra: ,,Vinnuhópur skipaður sérfræðingum velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis hefur farið yfir verkefnið og tekið til skoðunar þau úrræði eru til staðar í dag til lausnar á vanda skuldsettra heimila og jafnframt til hvaða úrræða væri unnt að grípa til að takast á við vandamálið. Hefur vinnuhópurinn sett fram tillögur að úrræðum sem eru til nánari skoðunar."

Spyr.is hafði samband við Sigurð Hannesson, formann leiðréttingarhópsins, sem sagði að sérfræðingarhópurinn sem hann stóð fyrir hafi eingöngu skoðað niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána og því væri væntanlega annar hópur með þetta mál til skoðunar.

Samkvæmt upplýsingum frá Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, stendur ofangreind vinna sérfræðinga hjá ráðuneytunum enn yfir.  Sérfræðingahópurinn er á vegum velferðaráðuneytis og innanríkisráðuneytis.

Gera má ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í janúar.

  Í byrjun desember sendi Spyr.is einnig fyrirspurn til innanríkisráðuneytis varðandi lækkun á greiðslubyrði fólks og aðgerðir til að koma í veg fyrir nauðungarsölur.  Spurt er:

Er gert ráð fyrir að eitthvað verði gert til að stöðva uppboð á meðan aðgerðir stjórnvalda verða umræðu á Alþingi og þar til aðgerðirnar eru orðnar virkar, samanber lækkun á greiðslubyrði fólks?

Ekki koma fram upplýsingar um aðgerðir sem geta lækkað greiðslubyrði fólks, en innanríkisráðherra hefur þegar mælt fyrir frumvarpi sem á að gera fólki kleift að sækja um frestun á nauðungarsöluuppboðum, á meðan verið er að meta nýboðaðar aðgerðir stjórnvalda.  

Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins svaraði fyrir hönd ráðuneytisins:

Innanríkisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um nauðungarsölu og mun frumvarpið fá flýtimeðferð á Alþingi. Frumvarpið mun gefa heimilum sem eru í alvarlegum fjárhagsvanda tækifæri til að meta hvort nýboðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna geti komið í veg fyrir nauðungarsölu. 

Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þær tillögur sem þar eru settar fram verði komnar til framkvæmda um mitt árið 2014. Því er lagt til í frumvarpinu að nauðungarsölum verði frestað fram yfir þann tíma. Það er í samræmi við áður ítrekað gefnar yfirlýsingar um að slík frestun sé samhliða almennum aðgerðum til að vinna á skuldavanda heimilanna.

Samkvæmt frumvarpinu getur því gerðarþoli nauðungarsölu óskað þess að nauðungarsöluaðgerðum verði frestað til 1. júlí 2014 á húsnæði sem sannarlega telst vera heimili viðkomandi samkvæmt lögum. Lagt er því til að sýslumaður taki ekki ákvörðun um að hefja nauðungarsölu eigna fyrr en eftir þann tíma og á það við um allar eignir sem teljast heimili gerðarþola óháð því hvar þær eru staddar í ferlinu.  

Ráðherra sendi sýslumönnum landsins bréf í upphafi vikunnar þar sem óskað er eftir því að þeir upplýsi stærstu kröfuhafa um efni frumvarpsins með tilliti til þeirra heimila sem fara eiga í fullnustuaðgerðir vegna nauðungarsölu í þessari viku áður en frumvarpið verður samþykkt. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumönnum eru þau heimili sem um ræðir samtals fimm á þessu tímabili. Rétt er að taka fram að ekki er um sjálfvirka frestun nauðungarsölu að ræða heldur verður gerðarþoli sjálfur að óska eftir slíkri frestun.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira