Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Spyr.is, 27.Jan.2015 Til baka

Jón von Tetzchner opnar nýjan vafra: Vivaldi

Jón von Tetzchner opnar nýjan vafra: Vivaldi

Þegar Jón von Tetzchner sagði skilið við norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera, ætlaði hann sér aldrei að búa til vafra aftur. Þá voru 17 ár frá því að hann og félagi hans stofnuðu Opera, en Opera er vafri eins og Chrome eða Safari, nema byggður frá grunni eins og meira var gert af þá.

En þetta átti eftir að breytast hjá Jóni, því í dag opnar tæknileg útgáfa af vafranum Vivaldi. Við tókum Jón tali og spurðum hann nánar út í verkefnið.

Hvers vegna vafrinn Vivaldi?

Fljótlega eftir að ég skildi við Opera, fór ég að finna mikið fyrir því að stór notendahópur hjá Opera fannst hann eins og skilinn eftir. Opera hafði þá breytt um stefnu og tekið ákvörðun um að gera vafrann einfaldari, svona eins og flestir eru að reyna að gera. Þessu var ég ekki sammála þegar ég fór, en það var ekki fyrr en ég fór að upplifa það sjálfur að mig vantaði ýmsa þjónustu í vafrann sem ég fór að hugleiða þetta fyrir alvöru. Þar vóg líka þungt að mjög fjölmennur hópur tryggra Operunotenda var farinn að ræða mikið um það á netinu, að þeim væri farið að vanta vafra sem væri að þjónusta þá til fulls. Í framhaldinu fór ég, ásamt nokkrum öðrum, að huga að því að smíða nýjan vafra.

Úr varð Vivaldivafrinn. Við hófum smíði hans haustið 2013 og síðan þá hefur hvílt mikil leynd yfir verkefninu.

Nú veit Spyr.is að á Frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi, sem er í eigu Jóns, starfar nokkuð fjölmennur hópur starfsmanna fyrirtækisins  Vivaldi Technologies. Við spurðum því: Er Vivaldi íslenskt fyrirtæki?

Já og nei, því það má kannski segja að Vivaldi sé norskt-íslenskt. Flestir í hópnum starfa á Íslandi, eða 11 starfsmenn. Síðan eru 8 manns í Osló í Noregi en nokkrir til viðbótar í Bandaríkjunum, Tékkóslóvakíu og Rússlandi.

Eru einhverjir starfsmenn Vivaldi sem voru lykilaðilar hjá Opera?

Já þeir eru nokkrir og hafa sumir verið í hópnum nánast frá stofnun. Eins er fyrrum markaðsstjóri Opera lykilmaður í stjórn hjá mér.

En hvað mun Vivaldi vafrinn bjóða upp á sem aðrir gera ekki?

Það er mjög margt sem Vivaldi mun bjóða upp á umfram aðra, en markhópurinn okkar er líka sá kröfuharði hópur sem vill hafa margar fylgiþjónustur, góðar lyklaborðsskipanir s.s. flýtitakka, tölvupóstana sína, gott geymsluminni og fleira sem flýtir fyrir því þegar menn eru að vinna. Stundum er þetta kallaður ,,nördahópurinn” en miðað við þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi í dag, þá verður markhópurinn eflaust fjölmennari í framtíðinni ef eitthvað er.

Fólk er farið að kunna að gera kröfur á netinu og sjálfur er ég núna búinn að nota Vivaldivafrann í nokkra mánuði og finnst hann algjörlega standast mínar kröfur.

Ertu að sjá fyrir þér að Vivaldi fari á hlutabréfamarkað eins og Opera gerði?

Nei ég er ekkert að hugsa um neitt annað en að byggja bara upp gott fyrirtæki með góðri þjónustu. Við styðjumst svolítið við hugsunina ,,Browser for our friends” sem þýðir að við erum að smíða og búa til vafra fyrir notendahóp sem er mjög stór og við þekkjum. Sem stendur er fókusinn minn fyrst og fremst þar.

Microsoft kynnti tæknilega útgáfu af vafranum Spartan fyrir um viku síðan, er mikil samkeppni í þessum heimi?

Það eru nokkrir þekktir vafrar til, s.s. Safari, Firefox, Chrome og Spartan hjá Microsoft er í rauninni ný útgáfa af Explorer. Í Kína eru síðan til fullt af vöfrum en þeir eru þá aðallega notaðir svæðisbundið. Það sem hefur kannski breyst síðustu árin er að í raun hefur enginn vafri verið byggður frá grunni frá því um aldamótin. Opera var byggður frá grunni en Vivaldi er það ekki, frekar en nokkur annar í dag. Firefox er til dæmis byggður á Netscape og svo mætti lengi telja. Í dag er verið að byggja á eldri grunnum og þá er keppikeflið að vera með sérstöðu og þjónustu umfram aðra. Hvað  Vivaldi varðar þá er ætlunin að að bjóða upp á fleiri valmöguleika og betri þjónustur en hægt er að fá í öllum þessum einfaldari útgáfum.

Ertu að fara í samkeppni við Opera?

Ég lít ekki svo á. Þeir tóku ákvörðun um breytta stefnu, sem byggir á einföldun Operuvafrans. Vivaldi er hins vegar að stefna á mjög marga þjónustuþætti í sínum vafra og því munu margir fylgihlutir eins og netföng og fleira fylgja Vivaldi. Sömuleiðis samfélagsmiðilinn Vivaldi sem umræðu- og bloggvettvangur fyrir notendur. Opera lokaði hins vegar  MyOpera umræðuvefnum sem var starfræktur mjög lengi.

Hvað þýðir ,,tæknileg útgáfa” af Vivaldi?

Þegar tæknilega útgáfan er opnuð, hefst smá ferli. Það felst í því að byrja á prófunum með notendum á tæknilegu útgáfunni. Í framhaldi af því er kynnt Betaútgáfan og síðar í ferlinu opnast síðan 1. útgáfa vafrans.

Eftir þessa 1. útgáfu, fer vafrinn í almenna notkun og þróun, sem aftur færir alla vinnu í hring: Nýjungum verður bætt við, þær fara í tæknilega útgáfu, síðan betu og síðan 1. útgáfu. Þetta er því verkefni sem heldur stöðugt áfram í vinnslu og þróun.

Er Vivaldi dýr fjárfesting?

Að búa til vafra er fyrst og fremst langtímafjárfesting og já, auðvitað kostnaðarsöm. Það tekur langan tíma að byggja upp notendahóp og við til dæmis vitum ekki hversu langt er í að við opnum betaútgáfu og fleira. En ég er að hugsa þetta til framtíðar og met fjárfestinguna í samræmi við það.

Mjög margir hafa gert þetta þannig að þeir hafa reynt að selja tæknina sína mjög snemma og græða þá þannig. Til dæmis reyndi Google tvisvar að selja sig til IBM, sem sagði nei við 20 milljón dollara tilboði. Opera talaði líka snemma við risa eins og Nokia eða Ericsson og ef einhverjir samningar við þá hefðu orðið að veruleika, hefði saga Opera eflaust orðið allt önnur. Af þessu hefur maður lært að horfa lengra fram í tíman þegar verið er að meta kostnað fjárfestinga.

Vivaldi er nafn á tónskáldi og Opera nafnið tengist tónlist líka. Hvers vegna valdir þú þetta nafn?

Ég hef notað tónlistartengd nöfn lengi og var í rauninni búinn að stofna Vivaldi sem félag, áður en hugmyndin að Vivaldivafranum kom. Í Opera skírðum við oft herbergi tengt óperutónlist, herbergin hétu þá til dæmis eftir einhverjum aríum og fleira. Sjálfur á ég síðan fleiri félög sem bera tónlistartengd nöfn. Til dæmis félagið Dvorzak sem heitir líka í höfuðið á tónskáldi.

Munu skapast störf á Íslandi vegna Vivaldivafrans?

Já, þyngdarkrafturinn er hér. 11 starfsmenn af 25 manns eru staðsettir hér og mig langar til að Vivaldi festi rætur hér. Vélarnar hýsum við hér og í því græna umhverfi sem Ísland býður uppá, þá finnst mér það jákvætt.

Á Íslandi munum við án efa fjölga starfsmönnum næstu árin og byggja upp starfssemina. Það er gaman að geta byggt upp nýtt alþjóðlegt umhverfi, sem hefur mikla tengingu við Ísland.

Þegar hér er komið, þurfti Jón að skjótast á fótboltavöll Gróttu, því Vivaldi kostar nú völlinn og verið var að ganga frá þeim samning. Íslendingar munu án efa margir fjölmenna á Vivaldi völlinn á Seltjarnarnesi næstu misseri, gamla heimabæ Jóns. En við bendum fólki líka á að prófa tæknilegu útgáfu Vivaldi vafrans:

                                           Smellið HÉR til að prófa Vivaldi.com.

Mundu eftir að vera vinur Spyr.is á Facebook - ótrúlega margt á döfinni næstu vikurnar - verðlaun og fleira.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira